Fréttablaðið - 11.02.2023, Síða 24
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767
| Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is,
s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Ívar er PGA-golfkennari en
þúsundir íslenskra kylfinga hafa
notið leiðsagnar hans í gegnum
árin. Hann tók við yfirkennara-
stöðu á hinu glæsilega Mar Menor
golfsvæði fyrir átta árum en það
er staðsett um 100 kílómetrum
frá Alicante. Áður var hann við
kennslu á Campoamor þar sem
hann starfaði í þrettán ár og þaðan
fór hann til Marbella þar sem
hann setti upp golfakademíu. Frá
árinu 2014 hefur hann verið á Mar
Menor.
„Það má segja að gamall
draumur hafi ræst þegar ég ákvað
að setjast að hér á Spáni. Þegar ég
var ellefu ára gamall sagði ég við
mömmu þegar við stóðum úti á
svölum á Benidorm: „Ég ætla að
búa á Spáni þegar ég verð stór.“
Ég fór alltaf til Spánar á vorin og á
haustin til að spila golf þegar ég var
í landsliðinu og líkaði það ákaflega
vel. Svo var það eitt árið þegar ég
var mættur á flugstöðina á leið
heim til Íslands. Ég var á klósettinu
og hugsaði með sjálfum mér: Mig
langar ekki að fara heim. Úr varð
að ég eyðilagði flugmiðann, keyrði
aftur til baka og fann mér húsnæði
til að búa í. Ég er búinn að vera hér
síðan þá,“ segir Ívar, sem keypti sér
húsnæði nærri golfsvæðinu árið
1995 og býr þar ásamt sambýlis-
konu sinni, Önu Moltó, og tveimur
dætrum þeirra.
Gaman og gefandi að kenna
Ívar segir að það hafi legið nokkuð
ljóst fyrir að hann myndi snúa sér
að golfkennslu á einhverjum tíma-
punkti.
„Ég hef alltaf haft rosalega
gaman af því að kenna og finnst
það gefandi. Ég kenndi karate, ég
var með einkatíma í vaxtarrækt, ég
var að kenna hundum og svo hellti
ég mér út í golfkennsluna. Ég hef
alltaf jafn gaman af því að fara út
á æfingasvæði og kenna fólki golf
þótt ég sé búinn að gera það í 30
ár. Þú getur verið góður spilari en
það þarf ekki endilega að vera að
þú sért góður kennari. Ef þú getur
ekki komið réttu hlutunum til
skila fyrir viðkomandi aðila á ein-
faldan og réttan hátt þá er betra að
láta það eiga sig. Tiger Woods sagði
til að mynda einu sinni í viðtali: Ef
einhver vill læra golf, ekki tala þá
við mig því ég er lélegasti kennari
sem til er.“
Ívar hefur í gegnum árin tekið
á móti fjölda Íslendinga í golf-
kennslu en aðstaðan á Mar Menor
er glæsileg og nú getur hann
útvegað kylfingum gistingu á La
Torre Hilton hótelinu þar sem
boðið er upp á fjóra velli, sem allir
eru hannaðir af goðsögninni Jack
Nicklaus.
„Það hefur komið fólk í kennslu
þrettán ár í röð en það má segja að
í fyrra og í ár hafi verið að koma
Guðmundur
Hilmarsson
gummih
@frettabladid.is
Ívar ásamt Önu sambýliskonu sinni og dætrunum Raquel og Melanie. MYNDIR/AÐSENDAR
Mar Menor golfsvæðið er glæsilegt og hér má sjá La Torre Hilton hótelið sem nemendur Ívars geta dvalið á.
til mín margt fólk sem hefur ekki
komið áður. Ég hef alltaf lagt
mikinn metnað í kennsluna og að
gera hlutina vel og það spyrst út
til fólks,“ segir Ívar, sem hefur frá
unga aldri stundað íþróttir og það
með góðum árangri. Hann varð
Íslandsmeistari unglinga í golfi,
vaxtarrækt og keilu.
Veðrið gott eða mjög gott
Það er ekki bara golfið sem Ívar
einblínir á. Hann stundar hesta-
mennsku ásamt tveimur dætrum
sínum, Raquel, sem er 19 ára, og
Melanie, sem er 14 ára. „Síðustu ár
hef ég verið mikið í hestamennsku
og stelpurnar okkar tvær eru að
keppa á landsmótum og hafa
unnið til verðlauna. Ég hef mjög
gaman af þessu sporti,“ segir Ívar.
Spurður hvernig sé að búa á
Spáni segir Ívar: „Þetta er alveg
draumur í dós. Hér er veðrið
annað hvort gott eða mjög gott.
Það auðveldar mjög lífið að ég tala
tungumálið hundrað prósent og
þar af leiðandi skil ég hlutina og er
kominn inn í kerfið.“
Ívar segir að í desember og fram
í janúar sé minna um að vera hjá
sér í golfkennslunni sem og yfir
heitustu mánuðina, júlí og ágúst.
„Það eru svona þrír mánuðir á ári
sem kennslan er minni. Hefð-
bundinn dagur hjá mér er þannig
að ég byrja að kenna á morgnana.
Þegar kennslunni lýkur sný ég mér
að hestunum og svo á kvöldin á
milli 21–23 þá tekur líkamsræktin
við hjá mér þar sem ég æfi sex daga
vikunnar,“ segir Ívar. Hann segist
spila golf sjálfur sam-
hliða kennslunni.
„Ég spila með fólki
úti á velli og kenni því
í leiðinni. Það er alveg
rosalega vinsælt og það
hefur aukist ár frá ári að fólk
kemur til mín í spilakennslu.
Þá spila ég með því og útskýri
hluti úti á vellinum þegar fólk er
í „action“. Yfirleitt er ég með einn
eða tvo í einu og stundum læt ég
þá spila níu holur og ég er þá á
kantinum og keyri á eftir þeim.
Eftir níu holurnar er ég búinn að
taka út spilamennsku þeirra og
bendi þeim á hvar veikleikarnir
eru, hverjar er sterku hliðarnar og
hvað þarf að leggja áherslu á. Þetta
finnst mér nýtast mörgum vel.“
Ísland hálfgert bananalýðveldi
Ívar á tvær aðrar dætur
frá fyrra sambandi,
Írisi Tönju, sem
býr á Íslandi, og
Ornellu, sem er
búsett í Banda-
ríkjunum. Hann
segist halda góðu
sambandi við þær.
Ívar segist koma til
Íslands á hverju ári yfir sumar-
tímann.
„Tíunda árið í röð kom ég heim
síðastliðið sumar til að kenna í
Básum í Grafarholtinu. Ég kenni
þar frá 1. júní og er í fimm vikur.
Þetta er mikil törn og
það eru ansi margir
sem fara á bið-
lista. Ég kenni
í Básum í tíu
klukkutíma
alla daga vik-
unnar. Maður
er búinn að
kynnast
mörgu fólki
í gegnum
ferðirnar til
Spánar og það er gaman að
geta haldið áfram að leið-
beina því og hitta gamla vini
og kunningja í leiðinni,“
segir Ívar.
Hann segir að það sé
ekki á stefnuskránni að
flytja aftur til Íslands. „Það
er ekkert fyrir mig að sækjast
eftir á Íslandi miðað við lífs-
gæðin sem við höfum hér á Spáni.
Með fullri virðingu þá er Ísland
hálfgert bananalýðveldi á mörgum
sviðum. Til dæmis er matvaran á
Íslandi hrikalega dýr og ég varð
svo sannarlega var við það þegar
ég kom heim síðastliðið sumar. Við
höfum það virkilega ljúft hér og
njótum lífsins í botn í afslöppuðu
umhverfi.“ n
Ívar sýnir „six-
pakkinn“ en hann
fer í ræktina sex
sinnum í viku og er
tvo klukktíma í
senn.
Ívar
stundar líka
hestamennsku og
hér er hann á fáki
sínum.
2 kynningarblað A L LT 11. febrúar 2023 LAUGARDAGUR