Fréttablaðið - 11.02.2023, Page 50

Fréttablaðið - 11.02.2023, Page 50
Merkisatburðir | Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Guðmundur Magnússon var fæddur á Rifi, nyrsta bæ landsins, og ólst hann upp við mikla fátækt. mynd/AÐSEnd Guðrún Nordal, forstöðumaður Árna- stofnunar. fréttAblAÐiÐ/Eyþór Guðmundur Magnússon, betur þekktur sem Jón Trausti, braust út sem einn helsti rithöfundur Íslendinga á fyrri hluta síðustu aldar, þrátt fyrir að hafa búið við mikla örbirgð. arnartomas@frettabladid.is Á morgun verða liðin 150 ár frá fæðingu rithöfundarins Guðmundar Magnús- sonar, eða Jóns Trausta eins og hann er betur þekktur. Jón Trausti var áhrifa- mikill rithöfundur á fyrri hluta síðustu aldar og tókst vel að fanga íslenskan raunveruleika í skrifum sínum. Í tilefni af tímamótunum efna Háskóli Íslands, Rithöfundasambandið og Árnastofnun til málþings um ævi og störf rithöfund- arins í Iðnó á morgun klukkan 13. Guðmundur var fæddur á Rifi á Mel- rakkasléttu þann 12. febrúar 1873 og ólst upp við erfiðar aðstæður. Hann missti föður sinn ungur að árum og var sendur í fóstur á Skinnalóni þar sem hann dvaldi nokkur ár áður en hann flutti aftur til móður sinnar tíu ára gamall. „Það var mikil þrautseigja í þessum manni og mikil sköpunarþrá,“ segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árna- stofnunar. „Hann kemur út úr mikilli fátækt, fæddur á nyrsta bæ landsins, en af einhverju óskiljanlega miklu hugrekki brýst hann út úr þessum aðstæðum sínum.“ Guðmundur komst austur á Seyðis- fjörð þar sem hann nam prent sem var leið ungra fátækra manna á þessum tíma til að komast nær bókmenningunni. „Hann naut engrar menntunar og var algjörlega sjálfmenntaður,“ útskýrir Guðrún. „Maður finnur í gegnum líf hans að hann var að sífellt að leita að leið til að finna þessari þrá sinni farveg.“ Harðir dómar Guðmundur gaf út sína fyrstu ljóðabók 1898 sem nefndist „Heima og erlendis.“ Bókin fékk blendnar viðtökur en skáldið unga var ekki af baki dottið. Fimm árum síðar gaf Guðmundur út ljóðabókina „Íslandsvísur“, reyndar sem handrit, en viðtökur hennar áttu eftir að hafa mikil áhrif á hann. „Bókin fékk ósanngjarna dóma að hans mati og það er eins og hann hafi ákveðið að gefast upp á þessu,“ útskýrir Guðrún. „Hann tengdi þetta við að hann hafi ekki verið menntaður maður og ekki notið sömu þjálfunar og mörg önnur skáld.“ Í kjölfarið ákvað Guðmundur að taka upp höfundarnafnið Jón Trausti. „Líklega til að koma sjálfum sér í hlé, hann vildi láta verkin tala,“ segir Guð- rún. Afkastamikið undrabarn Það var svo árið 1906 sem út var gefin skáldsagan Halla eftir ókunna höfund- inn Jón Trausta. Bókin hlaut afar góðar viðtökur og kom það mörgum á óvart þegar það kom í ljós að höfundurinn væri Guðmundur Magnússon. Í kjölfarið hlaut Guðmundur viður- kenningu sem rithöfundur en skáldsögur voru heldur óalgengar á Íslandi á þessum tíma. Guðmundur skrifaði alls níu skáld- sögur en þar má einna helst nefna Heið- arbýlið og Önnu frá Stóruborg. „Hann sló í gegn með Höllu og þá var hann kominn af stað,“ segir Guðrún. „Hann var gríðarlega afkastamikill sem furðum sætir því hann var í dagvinnu sem prentari og þurfti alltaf að vinna fyrir sér. Halldór Laxness las hann sem ungur maður og lýsti Guðmundi sem undrabarni í íslenskum bókmenntum.“ Rithöfundur í nýju ljósi Þá hafði Guðmundur mikinn áhuga á ferðalögum og náttúru Íslands. „Hann var fjallgöngumaður og skrif- aði ferðalýsingar. Hann var mikill nátt- úruunnandi og greinandi, líklega undir áhrifum frá Þorvaldi Thoroddsen sem var mikill velgjörðarmaður hans,“ segir Guðrún. „Þeir sem hafa lesið Heiðarbýlið vita að þar má finna fallega lýsingu af óbyggðunum í inngangi bókarinnar.“ Guðmundur var einmitt nýkominn heim úr ferðalagi til Kötlu sem var að gjósa þegar hann lést árið 1918, aðeins 45 ára gamall. „Með þessu málþingi viljum við end- urskoða hann og höfundarverkið því að það er svo algengt með eldri skáld og rit- höfunda að fólk festist í sömu klisjunum og segi alltaf það sama um þá,“ segir Guðrún. „Ég held það sé alveg kominn tími til að skoða Jón Trausta og aðra rit- höfunda frá þessum tíma með nýjum hætti.“ Málþingið hefst klukkan 13 í Iðnó á morgun. n Þrautseigja og sköpunarþrá Ég held það sé alveg kominn tími til að skoða Jón Trausta og aðra rithöf- unda frá þessum tíma með nýjum hætti. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar 1794 Fundir öldungadeildar Bandaríkjaþings opnaðir fyrir almenningi. 1814 Noregur lýsir yfir sjálfstæði og slítur samstarfi við Danmörku. 1823 110 drengir farast í troðningi í hátíðarhöldum á Möltu. 1938 Breska ríkissjónvarpið BBC sýnir þátt byggðan á R.U.R., vísindaskáldsögu Karel Capek. Hugtakið vélmenni (e. robot) kemur fyrir í þáttunum í fyrsta sinn. 1943 Dwight D. Eisenhower tekur við sem æðsti stjórn- andi herja bandamanna í Evrópu. 1961 Réttarhöld yfir Adolf Eichmann hefjast í Jerúsalem. 1970 John Lennon greiðir 1.344 punda sekt fyrir hóp fólks sem mótmælir því að suður-afríska ruðnings- liðið fái að leika í Skotlandi. 1973 Kvikmyndin Brekkukotsannáll er frumsýnd í Ríkis- sjónvarpinu. 1975 Margaret Thatcher er kjörin formaður Breska íhaldsflokksins. 1977 20,2 kílóa þungur humar veiðist við Nova Scotia. 1980 Metafli loðnu veiðist á einum sólarhring á Íslandi: 23.180 lestir. 2008 Turninn, Smáratorgi í Kópavogi er opnaður. 30 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 11. FeBRúAR 2023 LaUGaRDaGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.