Fréttablaðið - 11.02.2023, Side 51

Fréttablaðið - 11.02.2023, Side 51
Þetta gerðist | | 1 1 . f e b r ú a r 1 9 7 3 Elsku mamma, tengdamamma, systir, amma og langamma okkar, Sif Aðils lést á Landakotsspítala, föstudaginn 27. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Kærar þakkir færum við öllum sem komu að umönnun hennar. Þór Sigurjónsson Guðrún Gunnarsdóttir Inga Aðils Hrund Þórsdóttir Óskar Páll Elfarsson Freyr Þórsson Eva Hlín Hermannsdóttir Ísak, Bjarki, Sunna, Sölvi og Arnar Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju vegna andláts og útfarar móður okkar og tengdamóður, Hallbjargar Gunnarsdóttur Bebbu Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Bylgjuhrauns, Hrafnistu Hafnarfirði, fyrir góða umönnun og hlýju í hennar garð. Steinunn Ólafsdóttir Gunnar Guðnason Guðrún Tryggvadóttir Guðjón Guðnason Hafdís Ólafsdóttir Grétar Guðnason Guðni Guðnason Jenný Guðmundsdóttir María Jóna Guðnadóttir Hallgrímur S. Þorvaldsson og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Sólrún Guðmundsdóttir Galtalind 12, Kópavogi, lést á Líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 2. febrúar. Útför hennar verður gerð frá Kópavogskirkju mánudaginn 13. febrúar klukkan 13.00. Innilegar þakkir til starfsfólks Líknardeildar Landspítalans fyrir góða umönnun og hlýhug. Guðfinnur Magnússon Guðmundur Heiðar Guðfinnsson Enikő Bali Guðrún Jóna Guðfinnsdóttir Helgi R. Magnússon Magnús Grétar Guðfinnsson Júlía Hrönn Möller Harpa Björg Guðfinnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Svanhildur Sigurðardóttir lést á heimili sínu í Canach, Lúxemborg, 31. desember. Útför hennar fer fram frá Guðríðarkirkju þriðjudaginn 14. febrúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja MS-félagið. Markús Ívar Magnússon Guðrún Eva Markúsdóttir Aleš Guštin Sigurður Bjarni Markússon Catherine Ziegler Magnús Ívar Markússon og barnabörn Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elsku eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, Gunnars Inga Ragnarssonar verkfræðings, áður til heimilis að Þverá, Laufásvegi 36, sem andaðist þann 24. janúar 2023. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Parkinsonsamtakanna, Hlíðabæjar og hjúkrunarheimilis Hrafnistu við Sléttuveg, sem léttu honum lífið í löngum veikindum. Valdís Bjarnadóttir Orri Gunnarsson Tinna Gunnarsdóttir Michel van Tol Nanna Gunnarsdóttir Owen Hindley Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Óli Kristjánsson húsasmíðameistari, Strandvegi 17, Garðabæ, lést á Líknardeild Landspítalans föstudaginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 16. febrúar klukkan 13. Soffía A. Haraldsdóttir Haraldur Þór Ólason Þórunn Úlfarsdóttir Kristján A. Ólason Þuríður Sigurðardóttir Kristín V. Óladóttir Stella Óladóttir Páll Halldórsson Ingibjörg Óladóttir Garðar Ingþórsson barnabörn og barnabarnabörn Stjórnendur hjá rafeyri taka við verðlaunum í Hörpu. Mynd/VÍS arnartomas@frettabladid.is Rafverktakinn Rafeyri á Akureyri hlaut í vikunni Forvarnarverðlaun VÍS sem ætluð eru því fyrirtæki sem þykir skara fram úr í öryggismálum og er öðrum fyrirtækjum góð fyrirmynd. „Við vinnum með stórfyrirtækjum í landinu sem eru með reglur og við fórum að fara eftir þessu. Starfsmenn átta sig auðvitað á því að þetta er þeim fyrir bestu,“ segir Kristinn Hreinsson, framkvæmdastjóri hjá Rafeyri. „Við höfum reynt að búa til samfélag þar sem hver og einn hugsar um sjálfan sig en líka um samstarfsmann sinn með það að leiðarljósi að allir séu öryggir og öll ætlum við að koma heil heim.“ Þannig segir Kristinn að öryggismálin séu ekki seld fólki af ofstopa eða ofríki heldur séu þau innleidd á skynsam- legum nótum. Á mánaðarlegum starfs- mannafundum og stjórnarfundum er alltaf byrjað á öryggismálum með þeim útgangspunkti að þar sé enginn afsláttur gefinn. „Tilhlýðandi klæðnaður skal notast og önnur öryggistól skal nota þar sem við á. Við höfum ekki verið að skera við nögl að skaffa fólki góðar vörur,“ segir Kristinn. Þá hefur fyrirtækið þróað app sem heldur utan um ástand á verkfærum og tólum fyrirtækisins. „Hvort sem það er fallvarnarbelti, stór borvél eða hvað annað sem þarf að nota þá er QR-kóði á hverju verkfæri sem viðkomandi starfsmaður skannar og skráir sig þannig fyrir verkfærinu,“ útskýrir Kristinn. „Sé vöntun á tilteknu verkfæri þá er hægt að sjá hvort einhver hafi gleymt að skila og þá er auðvelt að hafa samband.“ Er þá hægt að melda með appinu ef eitthvað er bilað eða slitið? „Já, en við höfum líka þá reglu að það fer ekkert verkfæri sem er bilað upp í hillu,“ svarar Kristinn. „Við höfum líka á skrá hversu gamlir hlutirnir eru orðnir. Ég hef oft sagt það sem lokaat- riði á starfsmannafundum að allir eigi að vinna vel og koma heilir heim. Ég hef gaman að því að koma í vinnuna en ef það er eitthvað sem ég hræðist þá er það að mæta á heimili fólks og bera þangað vátíðindi.“ n Öryggismál tekin föstum tökum Starfsmenn átta sig auð- vitað á því að þetta er þeim fyrir bestu. Kristinn Hreinsson, framkvæmdastjóri hjá rafeyri Kvikmyndin brekkukotsannáll var frumsýnd í sjónvarpinu þann 11. febrúar 1973. Hún var fjármögnuð af rúV, Sambandi norræna ríkissjón- varpsstöðva og Þýska sjónvarpinu og var leikstýrt af Þjóðverjanum rolf Hä- drich. framleiðslan var heldur vegleg og var ekkert til sparað í búningum og leikmyndum. Myndin byggir á samnefndri bók eftir Halldór Laxness, sem bregður þar einmitt fyrir í mýflugumynd. Í myndinni voru margir af stórleikurum Íslands á borð við Jón Laxdal, Þorstein Ö. Stephensen, regínu Þórðardóttur og brynjólf Jóhannesson. Þá for Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, með stórt hlut- verk aðeins sautján ára gömul. brekkukotsannáll var lengi vel ósýningahæf þar sem engin filma var með öllu óskemmd en frumeintaki myndarinnar var óvart fargað. Myndin var enduruppgerð 2015 þar sem leitað var til Norðurlanda og Þýskalands eftir völdum köflum og tókst til að púsla henni saman í sýningarhæft eintak. n Kvikmyndin Brekkukotsannáll frumsýnd Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför kærrar systur, mágkonu og frænku, Erlu Guðbjargar Jónsdóttur Sérstakar þakkir til starfsfólks Mörkinni fyrir góða umönnun og hlýju í hennar garð. Fyrir hönd fjölskyldunnar og annarra aðstandenda, Ómar G. Jónsson Sigurður Jónsson Hrefna Jónsdóttir Svanfríður Jónsdóttir Borgþór Magnússon Ómar Ú. Eyþórsson Elsku mamma okkar, tengdamamma og amma, Kolfinna Gunnarsdóttir lést á Landspítalanum föstudaginn 3. febrúar. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 20. febrúar kl. 13. Gunnar Már Ásgeirsson Sigrún Snorradóttir Friðjón Ásgeirsson Birna Hrönn Bjarnadóttir Kolfinna Mjöll Ásgeirsdóttir Bjarki Þór Eliasen og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Birgir Bjarnason framkvæmdastjóri, Holtagerði 76, Kópavogi, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 7. febrúar síðastliðinn. Útför hans verður gerð frá Lindakirkju miðvikudaginn 22. febrúar klukkan 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið. Innilegar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans fyrir góða umönnun og hlýhug. Guðbjörg Sigmundsdóttir Íris Björg Birgisdóttir Gunnþór Steinar Jónsson Gísli Heiðar Bjarnason Anna Elín Kjartansdóttir Ágústa Birgisdóttir Guðni Þórarinsson Elías Halldór Bjarnason Helga Arnalds barnabörn FréttaBlaðið tímamót 3111. FeBrúar 2023 LaUGaRDaGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.