Fréttablaðið - 11.02.2023, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 11.02.2023, Blaðsíða 60
Fréttir vikunnar | „Líkt og þruma úr heiðskíru lofti birtist ofsi smálánafyrirtækis sem ákveður að tæma bankareikning einstæðrar móður og svipta hana þar með afkomuörygginu. Óveður og óstöðugleiki einkenndu fréttir vikunnar,“ segir Sanna Magdalena, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. „Ekki aðeins í náttúrunni sjálfri, heldur einnig í lífi verka- og lág- launafólks sem leitast við að bægja ófriðarstorminum frá sér. Storm- inum sem kippir reglulega fótunum undan þeim sem er gert að lifa af launum sem duga ekki út mánuð- inn. Óstöðugleikinn sem láglauna- stefnan veldur er augljós en ekki allir sem hlusta á neyðarópin. Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir um að ófært sé að komast í gegnum lífið á krónum sem aldrei duga til að lifa sómasamlegu lífi alla 30 daga – stundum 31 – mánaðarins er ábyrgðinni skellt á herðar láglauna- fólks. Því er gert að leita að peningi sem er ekki til staðar við f j á r m ö g n u n á dýrri matarkörfu á meðan að eig- endur matvælakeðjanna fara hlæjandi í bankann að leysa út hagnaðinn. Fyrir suma er eins og lífið sé auðveld ganga á upphituðum stíg, á meðan aðrir þurfa að klífa snjóskaf la á 360 metra fresti og eiga í engin skjól að venda að þrautagöng unni lokinni.“ n Innheimtuofsi, óvissa og óveður Sanna Magdalena Mörtudóttir Ofsi smálánafyrirtækis sem ákveður að tæma bankareikning ein- stæðrar móður birtist. 433.is MÁNUDAGA KL. 20.00 Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, fer yfir það helsta í fótboltaheiminum. Hann fær til sín áhugaverða viðmælendur og helstu sparksérfræðinga landsins sem gera upp mál málanna. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfull- trúi Sósíalistaflokksins. Sálfræðinemi syngur um meðvirkni í laginu Sober Þegar sálfræðineminn María Agnesardóttir fór að spá í framtíðina að námi loknu fríkaði hún aðeins út og ákvað að nú væri rétti tíminn til að hefja langþráðan tón- listarferil sem hún og gerði með laginu Sober sem er komið á Spotify. toti@frettabladid.is „Þetta er bara fyrsta lagið mitt og meira á leiðinni,“ segir María Agnesardóttir, forseti Anima, félags grunnnema í sálfræði, um lagið sitt Sober sem er komið út á Spotify undir listamannsnafninu MAIAA. „Lagið er bara um einhvern nákominn manni sem á við ein- hvers konar fíknivanda að stríða,“ segir María um lagið og textann og ljóðmælandann sem í meðvirkni sinni verður fyrir endalausum von- brigðum með fíkilinn. „Maður trúir einstaklingnum en svo fellur hann alltaf aftur og getur aldrei staðið við loforðin um að halda sér edrú.“ María segist hafa verið sísyngj- andi allt sitt líf og hermt er að hún hafi byrjað að syngja áður en hún byrjaði að tala. „En mér hefur alltaf fundist leiðinlegt að læra söng og tónlist og mig hefur aldrei langað að breyta áhugamálinu í einhverja vinnu,“ segir hún og hlær. „Þegar ég var í söngtímum voru oft einhverjir sem vildu breyta eiginleikum raddar minnar og ég hafði bara engan áhuga á því,“ segir Mæja eins og hún er kölluð. MAIAA syngur „Ég er alltaf kölluð Mæja en æ-ið er svolítið erfitt þar sem mig langar að reyna fyrir mér í tónlistinni víðar en bara á Íslandi,“ segir hún um MAIAA sem varð ofan á eftir að hún áttaði sig á að enginn hörgull er á Majum, með joði, í tónlistar- bransanum. „Þannig að ég ákvað bara að heita MAIAA og þar sem ég er Agnesardóttir passar alveg að hafa a-in tvö,“ segir Mæja en hugur hennar hafði lengi staðið til þess að hasla sér völl í tónlistinni og þar sem hún er að klára BS-gráðu í sálfræði ákvað hún að marka sér framtíðarstefnu, láta slag standa og gefa MAIAA lausan tauminn. Fríkaði aðeins út „Ég var byrjuð að hugsa út í fram- tíðina og hvað ég ætlaði að gera og var aðeins að fríka út yfir þessu þangað til ég áttaði mig á að ef ég ætlaði mér einhvern tímann að gera tónlist þá yrði ég að gera það núna. Annars myndi ég aldrei gera það.“ María segir að svo heppilega hafi viljað til að eftir nokkra leit að pródúser hafi hún fundið Baldvin Hlynsson sem hafi litist vel á frum- raunina Sober og þau séu byrjuð að vinna og semja saman. „Það er eitt annað lag tilbúið, fyrir utan Sober, og við erum bara að semja á fullu og þegar ég er komin með fleiri lög ákveð ég hvort ég gefi út annan „síngúl“ eða hvort ég eigi bara strax að henda mér út í EP-plötu.“ Í góðu jafnvægi María segir sér hafa gengið vel að sameina námið og tónlistina þótt henni finnist óneitanlega ekkert skemmtilegra en að vera í hljóð- veri. „Leiðinlegi hlutinn er að markaðssetja og reyna að koma sér á framfæri en það skilar mér því að ég get farið í stúdíóið. Þetta er allavegana ódýrara en sálfræði- tími,“ bætir hún við og veit vitaskuld hvað hún syngur. „Síðan er ég líka forseti nemendafélagsins í sál- fræði þannig að það er nóg að gera í félagslífinu en ég myndi segja að þetta sé alveg gott jafnvægi í þessu hjá mér.“ n Ég áttaði mig á að ef ég ætlaði mér einhvern tímann að gera tónlist þá yrði ég að gera það núna. María Agnesardóttir mynd/aðsend 40 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 11. FeBRúAR 2023 lAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.