Fréttablaðið - 18.02.2023, Side 6
Íslensk stjórnvöld kusu
árið 2012 að mótmæla
ekki þegar losunar-
gjöld í ETS voru fyrst
tekin upp.
Við setjum samband
við samstarfsþjóðir
okkar innan EES,
Norðmenn og Sviss,
líka í uppnám ef við
beitum neitunarvald-
inu.
Jón Steindór
Valdimarsson,
formaður Evr-
ópuhreyfingar-
innar
Vænta má fækkunar farþega
í samræmi við markmið
ESB um aðgerðir gegn losun.
Íslensk stjórnvöld létu hjá líða
að mótmæla álögum árið 2012.
bth@frettabladid.is
NeyteNdur Hærri kostnaður flug-
félaga vegna hækkandi kolefnis-
skatts af losun mun ekki aðeins
leiða til vendinga í samkeppni í
f lugrekstri heldur gæti tími lágra
fargjalda í f lugi verið liðinn.
Þetta er mat erlendra f lugrek-
enda sem hafa tjáð sig um hækkun
gjalda vegna losunar frá flugi.
Fréttablaðið hefur fjallað um að
hrun gæti blasað við í f lugumferð
um Keflavík ef Ísland fær ekki ríku-
legar undanþágur frá losunargjöld-
um. ESB er að breyta reglum. Los-
unarskattar vegna flugs yfir Evrópu
munu að líkindum hækka verulega.
Áhrif breytinganna gætu orðið
margvísleg á efnahag Íslendinga.
Ein sviðsmyndin er að Kef lavík
víki sem viðkomustaður í flugi milli
Bandaríkjanna og Evrópu. ESB vill
með aðgerðum sínum þvinga kol-
efnisfrekan iðnað til að borga meira
fyrir mengun.
Financial Times spáir að fyrstu
á h r i f b r e y t i n g a n n a g æ t u
orðið 1.500-2.000 krónur sem
my ndu bæta ofan á kostnað
við hvert f lug. Spurn eftir f lugi
gæti orðið minni í samræmi
við markmið breytinganna hjá ESB.
Financial Times hefur eftir Mic-
hael O'Leary, forstjóra Ryanair, að
tími „fáránlegra lágra“ fargjalda sé
liðinn.
Forstjórar stóru íslensku f lug-
félaganna sögðu í Fréttablaðinu
í gær að breytingarnar muni að
óbreyttu bitna mjög illa á Íslandi.
Tengif lug og millilendingar eru
stór þáttur í rekstri Icelandair og
Play og halda í raun að nokkru uppi
íslenskri ferðaþjónustu.
Hvorki liggur nákvæmlega fyrir
hvenær má vænta þess að samstaða
náist um breytingarnar né hve
mikið losunargjöldin muni hækka.
Íslensk stjórnvöld kusu árið
2012 að mótmæla ekki þegar los-
unargjöld í ETS voru fyrst tekin upp.
Malta og Kýpur náðu þá ávinningi
með því að vísa til sambærilegra
raka og Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra og félagar í ríkis-
stjórninni flagga nú.
Sva nd ís Svava r sdót t ir va r
umhver f isráðher ra á þessum
tíma. Svandís segist ekki geta svar-
að því án frekari athugunar hvaða
samskipti hafi orðið milli hennar og
ESB þegar losun flugs var komið á í
alþjóðlegu kerfi. Bogi Nils Bogason,
forstjóri Icelandair, vill ekki tjá sig
að sinni um hvort íslensk stjórnvöld
hafi verið andvaralaus með því að
leita ekki eftir undanþágum árið
2012.
„Ég held að á þessum tíma hafi
engan grunað að f lug myndi falla
undir ETS í jafn miklum mæli og
nú er að verða. Fókusinn áður var
algjörlega á hagsmuni stóriðjunnar,“
segir Árni Finnsson, formaður Nátt-
úruverndarsamtaka Íslands.
Bandaríkin og Kína neituðu að
ganga inn í losunargjaldakerfið á
sínum tíma. Horfir í mikinn rekstr-
arlegan aðstöðumun milli f lug-
félaga. Sum félög munu menga án
gjalds og hraða með því hnatt-
rænum loftslagsbreytingum og ógn
af þeirra völdum. Önnur f lugfélög
verða skylduð til að sæta ábyrgð
vegna eigin mengunar. n
Tími hræódýrra fargjalda í
flugi verði senn úr sögunni
bth@frettabladid.is
StjórNmál Jón Steindór Valdi-
marsson, formaður Evrópuhreyf-
ingarinnar, segir að deila Íslands
við ESB vegna losunargjalda af flugi
sýni kostnað þess að Ísland sé ekki
í ESB.
„Þetta mál er hrópandi dæmi um
hvað það kostar að við erum ekki
þátttakendur að fullu í ESB. Við
þurfum að láta duga að sitja frammi
á gangi og mótmæla eftir að önnur
ríki hafa tekið ákvarðanir,“ segir Jón
Steindór.
Nýjar reglur innan Evrópusam-
bandsins um losun frá f lugi munu
hafa mikil áhrif. Er um alvarlegt
efnahagslegt mál að ræða að hans
sögn.
„Þarna birtist grundvallarmun-
urinn á að vera með eða standa
utan, hvort Ísland er með í að móta
reglur frá upphafi,“ segir Jón Stein-
dór. „Ef við hefðum setið við borðið
þegar málið var kynnt þá réttirðu
sem íslenskur fulltrúi strax upp
hönd og segir: Ég vil minna á að
Ísland er eyja langt úti í hafi. Það
verður að sníða reglurnar þann-
ig að þær komi ekki verst niður á
okkur. Og þá myndu menn strax
finna lausn.“
Auk áhrifanna á f lugið, ferða-
þjónustuna og efnahag Íslendinga ef
ekki fást undanþágur, bendir Jón
Steindór á að Ísland hafi hótað að
beita neitunarvaldi innan sameigin-
legrar EES-nefndar.
„ESB getur beitt gagnaðgerðum
og sagt: Þið hafið neitunarvaldið
en ef þið beitið því getum við einn-
ig gripið til okkar aðgerða,“ segir Jón
Steindór.
Önnur hlið sé einnig á málinu.
„Við setjum samband við samstarfs-
þjóðir okkar innan EES, Norðmenn
og Sviss, líka í uppnám ef við beitum
neitunarvaldinu. Við erum komin í
mjög erfiðar aðstæður.“ n
Losunardeilan hrópi á inngöngu í ESB
benediktboas@frettabladid.is
reykjavík Af þeim tæplega fimm
þúsund starfsmönnum Reykjavík-
urborgar sem svöruðu könnun um
Stofnun ársins höfðu 271 orðið fyrir
einelti í vinnunni og nefndu 97 yfir-
mann sinn sem sinn gerenda. Um
126 manns töldu sig með vissu hafa
orðið fyrir kynferðislegri áreitni,
þar af 20 manns sem nefndu yfir-
mann sem sinn gerenda. Þá höfðu
464 orðið fyrir ofbeldi í vinnunni.
Könnunin náði til 9.478 starfs-
manna Reykjavíkurborgar og alls
bárust 4.838 svör og var svarhlut-
fallið því 51 prósent.
Alls töldu 5,6 prósent starfsfólks
sig hafa örugglega eða líklega orðið
fyrir einelti síðastliðna 12 mánuði.
Þegar spurt var hver hefði lagt við-
komandi í einelti sögðu 55,7 prósent
að gerandinn hefði verið vinnufé-
lagi en 36,5 prósent sögðu gerand-
ann hafa verið stjórnanda.
Þá sagði 2,6 prósent starfsfólks
sig örugglega eða líklega hafa orðið
fyrir kynferðislegri áreitni á síðast-
liðnum 12 mánuðum. Þegar spurt
var nánar út í gerendur þá voru
langf lestir eða 55,1 prósent, sem
sögðust hafa orðið fyrir kynferðis-
legri áreitni af hálfu viðskiptavinar
eða notanda þjónustu. Alls sögðu
32,7 prósenta geranda vera vinnu-
félaga eða samstarfsfólk.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins tóku málið upp í borgar-
ráði í vikunni og sögðu það sláandi
hversu margir verða fyrir of beldi í
vinnunni. „Fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins vona og vænta að unnið
verði betur með þær niðurstöður í
þágu vellíðunar og öryggis starfs-
fólks,“ segir í bókun flokksins. n
Fimm prósent orðið fyrir einelti
Yfirmenn í borginni leggja í einelti
og áreita undirmenn sína.
Margt bendir til breytinga á flugumferð, eyríki sem byggja á ferðaþjónustu eru hvað viðkvæmust. Ísland er í sér-
stökum áhættuflokki ef ESB verður ekki við óskum um undanþágu. Fréttablaðið/Eyþór
Svandís Svavars-
dóttir, ráðherra
Það hefði mátt vera
ljóst í hvað stefndi.
Þorbjörg Þor-
valdsdóttir, odd-
viti Garðabæjar-
listans
benediktboas@frettabladid.is
Skólamál Bæði Flataskóli og
Hofstaðaskóli voru tifandi tíma-
sprengjur að mati Garðabæjarlist-
ans en mygla hefur fundist í báðum
skólum. Á fundi bæjarstjórnar
Garðabæjar í vikunni var hart tekist
á um skólahúsnæði í bænum. Þor-
björg Þorvaldsdóttir, oddviti Garða-
bæjarlistans, benti á í bókun sinni
að fram komi í ársskýrslu Flataskóla
frá 2020-2021 að starfsfólk komi
með margar ábendingar varðandi
viðhald og ásigkomulag húsnæðis.
„Vitað er að kallað var eftir úttekt á
skólanum árið 2019 og að skýrsla um
umfangsmikinn leka, rakaskemmdir
og myglu kom fram þá,“ segir meðal
annars í bókun hennar.
Þá bendir hún á að í ársskýrslum
Hofsstaðaskóla sé talað um aðkall-
andi viðhaldsþörf meðal annars
vegna leka á hverju ári frá árinu 2010.
„Er sérstaklega talað um viðhalds-
þörf ytra byrðis og það ítrekað í árs-
skýrslu 2015-16, aftur árið 2016-17,
2017-18, 2018-19 og 2019-20,“ bendir
Þorbjörg á og endar bókunina: „Það
hefði mátt vera ljóst í hvað stefndi, og
ég stend við orð mín sem voru tekin
sérstaklega fyrir hér um daginn og
endurtek að báðir þessir skólar voru
tifandi tímasprengja.“ n
Mygluðu skólarnir í Garðabæ voru
orðnir að tifandi tímasprengjum
kristinnhaukur@frettabladid.is
Samfélag Rótarýklúbburinn Borgir
í Kópavogi og Pósturinn tóku hönd-
um saman og sendu í gær teppi og
hlýjan fatnað til borgarinnar Khar-
kív í Úkraínu. Það var í lok síðasta
árs sem félagar í Rótarýklúbbnum
ákváðu að hefja söfnun og senda til
borgarinnar.
Félagar í klúbbnum brugðust
skjótt við og mikið safnaðist af
skjólgóðum flíkum, lopapeysum og
yfirhöfnum ásamt miklu magni af
teppum. Þau Anna Stefánsdóttir og
Jón Pétursson, forseti Borga, komu
með sextán kassa, fulla af fatnaði,
í póstmiðstöðina í vikunni. Með
aðstoð Póstsins hafa kassarnir verið
sendir til Kharkív.
Kharkív er önnur fjölmennasta
borg Úkraínu og liggur nálægt víg-
línu stríðsátakanna. Lengi vel var
hún nærri umkringd og sprengjum
Rússa rigndi yfir hana dag og nótt.
Snemma í september hófu Úkraínu-
menn óvænta gagnsókn í Kharkív-
héraði og náðu að hrekja Rússa að
mestu á brott. Enn þá gera Rússar
loftárásir á borgina, meðal annars
á mikilvæga orkuinnviði. n
Teppi og hlýr fatnaður til Kharkív
Sendingin mun nýtast vel enda
hefur verið kalt og erfitt í Kharkív.
6 FréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 18. FeBRúAR 2023
LAUGArDAGUr