Fréttablaðið - 18.02.2023, Page 10
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi,
Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101
reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Svo virðist
sem VG
telji sig
varnarefni
í ríkis-
stjórn. En
rétt eins
og í til-
felli DDT
er virkni
þess undir
vænt-
ingum og
ófyrirséðar
afleiðingar
ískyggi-
legar.
Lands-
menn
standa
nefnilega á
endimörk-
um álf-
unnar og
taka upp
ákvæði og
skipan að
utan.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Mín skoðun
Gunnar
Sif
Sigmarsdóttir
Í fyrra var þess minnst að sextíu ár voru liðin
frá útkomu bókar, sem sögð er marka upphaf
umhverfisverndarhreyfingarinnar. Bókin
„Silent spring“, eða Raddir vorsins þagna,
vakti veröldina óþyrmilega til vitundar um
skaðsemi skordýraeiturs og annarra varnar-
efna á náttúru og lífríki.
Tildrög bókarinnar var bréf sem höfundur
hennar, líffræðingurinn Rachel Carson, fékk
frá gamalli vinkonu árið 1958. Í bréfinu lýsti
vinkonan eyðileggingunni sem blasti við
kringum heimili hennar eftir að flugvél flaug
yfir sveitina og úðaði hana skordýraeitrinu
DDT. Fuglar dóu kvalafullum dauða „með
gogginn galopinn og klærnar þétt upp við
brjóstið“. Moskítóflugurnar sem eitrinu var
ætlað að útrýma virtust hins vegar þróa með
sér ónæmi og fjölga í kjölfarið.
Carson lagðist í rannsóknir og komst að
eftirfarandi niðurstöðu: „Ég gæti ekki lifað í
sátt við sjálfa mig ef ég greindi ekki frá þeirri
vitneskju sem ég hef aflað mér.“
Virkni undir væntingum
Samkvæmt niðurstöðum könnunar, sem
gerð var fyrir Fréttablaðið og birtist í vikunni,
er stjórnmálaflokkurinn Vinstri græn við
það að þurrkast út af þingi. Flokkur Katrínar
Jakobsdóttur forsætisráðherra mælist með
aðeins 5,9 prósenta fylgi. Athygli vekur að
fylgi við VG er nú mest hjá hátekjufólki. Hjá
lágtekjufólki hefur VG aðeins 2 prósenta fylgi,
minnst allra flokka.
Drífa Lýðsdóttir, formaður Ungra Vinstri
grænna, sagði í samtali við Fréttablaðið að
flokkurinn greiddi of hátt verð fyrir stjórnar-
samstarfið og forsætisráðherrastólinn. „Það
er eins og ríkisstjórnarsamstarfið skipti
meira máli en annað.“
Er þetta ekki í fyrsta sinn sem slíkar
áhyggjur heyrast innanhúss. Á landsfundi VG
í ágúst síðastliðnum velti Guðmundur Ingi
Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráð-
herra fyrir sér erindi VG í ríkisstjórn eftir að
flokkur hans hafði legið undir ámæli fyrir að
vera hvorki til vinstri né grænn. Guðmundur
Ingi þurfti að seilast langt eftir réttlætingu.
Hann sagði VG í ríkisstjórn „til að passa upp á
að hlutir gerist ekki“.
Í heimsstyrjöldinni síðari voru bandarískir
hermenn úðaðir með DDT til að verja þá
gegn malaríu og taugaveiki. Eftir stríð hvöttu
yfirvöld og efnaiðnaðurinn til þess að nýupp-
götvað undraefnið yrði notað sem skordýra-
eitur í landbúnaði. Flugvélar svifu um loftin
og létu eitrinu rigna yfir akra, bæi og börn að
leik. Trú á DDT var bæði óbilandi og blind. En
varnarefnið hafði ófyrirséðar afleiðingar. Það
skildi eftir sig sviðna jörð.
Svo virðist sem VG telji sig varnarefni í
ríkisstjórn. En rétt eins og í tilfelli DDT er
virkni þess undir væntingum og ófyrirséðar
afleiðingar ískyggilegar.
Hverju tókst VG að afstýra? Sjávarauð-
lindin er enn í höndum útvalinna. Ríkiseignir
eru seldar í skugga ásakana um frændhygli.
Forsætisráðherra ber sig eftir undanþágum
frá aðgerðum í loftslagsmálum. Á meðan laun
bankastjóra Arion banka hækka um 25%
milli ára í 7,3 milljónir á mánuði fara hótel-
þernur í verkfall í von um að dag einn muni
laun þeirra duga fyrir framfærslukostnaði.
Vera VG í ríkisstjórn hefur jafnframt gert
meinsemdinni, sem flokkurinn þóttist halda
í skefjum, kleift að þróa með sér ónæmi. Með
því að kjósa VG bauðst hátekjufólki að kjósa
óbreytt ástand en fá í kaupbæti móralskt
aflátsbréf.
Bók Rachel Carson markaði ekki aðeins
upphaf umhverfisverndarhreyfingarinnar
heldur einnig endalok DDT. Þrátt fyrir hat-
ramma baráttu hagsmunaaðila gegn Carson
var notkun eitursins víðast hvar bönnuð.
Stuttu fyrir andlát sitt skrifaði Carson: „Ég
hefði aldrei aftur getað hlýtt á þrastarsöng
hefði ég ekki gert allt sem í mínu valdi stóð.“
Geta Vinstri græn hlustað á þrastarsöng eftir
stjórnartíð sína? n
Eitruð endalok
Íslendingar sitja núna uppi með Svarta-
Péturinn í loftslagsmálum. Það er vegna
þess að þeir búa á hjáleigu í Evrópu.
Þeir bíta núna úr nálinni með það að
vera utanveltu við ákvarðanaborð Evr-
ópusambandsins – og eru ekki gerendur reglu-
verksins sem þar er búið til, heldur einungis
þiggjendur þess, gott ef ekki þolendur, eins
og á við um framtíð flugreksturs á Íslandi um
þessar mundir.
Landsmenn standa nefnilega á endimörkum
álfunnar og taka upp ákvæði og skipan að
utan, án þess svo mikið sem hafa hugmynd um
hvernig löggjöfin kemur til sögunnar.
Íslendingar eru áheyrnarfulltrúar að Evrópu-
samstarfi, en hafa þar engan atkvæðisrétt, og
hafi andstæðingar Evrópusamstarfs á Íslandi
einhvern tíma verið sannfærðir um að aðild
að ESB feli í sér afsal á fullveldi, ættu þeir að
velta fyrir sér afleiðingum þess að vera í gætt-
inni á bandalaginu – í krafti EES-samningsins
– og geta ekki haft nokkuð þar til málanna
að leggja. Og er það ekki akkúrat mesta full-
veldisafsal í seinni tíma Íslandssögu, að heyra
undir annarra manna ákvarðanir án þess að
geta nokkru sinni hreyft mótbárum?
En efasemdarmenn á Íslandi um Evrópu-
sambandsaðild vita auðvitað sem er að það
er óhugsandi að ganga úr samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið. Þeir tæpa ekki einu
sinni á því.
Og þeir vilja miklu fremur vera áfram sú
áhrifalausa þjóð í evrópskum veruleika sem
tekur upp regluverkið að utan án þess að geta
sagt eitt aukatekið orð um innihald þess. Þann-
ig geta þeir áfram skákað í skjóli eigin spill-
ingar.
Landsmenn hafa um aldir þurft að rétt-
læta einangrun eyjunnar við ysta haf. Og það
er þeim fyrir langa löngu orðið eiginlegt að
segja sem svo að ekkert fái þeir að utan nema
maðkað mjöl. Fyrr drepist þeir á heiðum uppi
en að þiggja utanaðkomandi hjálp. Aldrei skuli
þeir efast um eigið ágæti. Og síðast af öllu fari
þeir að fallast á rök úr annarra manna munni.
Þess vegna er samstarf, að þeirra mati, merki
um leti. Það hefur verið svo. Og það skal vera
svo.
Stjórnvöldum á Íslandi hefði verið í lófa lagið
að semja um undanþágur af losunargjöldum
af flugi ef þau hefðu setið við lagagerðarborðið
hjá Evrópusambandinu á sínum tíma. En af því
að þau hafa jafnan viljað vera utan við reglu-
setninguna sitja þau núna uppi með ákvörðun
ESB um að kolefnisjafna allt flug innan Evr-
ópska efnahagssvæðisins.
Það gengur þvert á hagsmuni Íslands. Rétt
eins og það að vera utan ESB. n
Hjáleigan
„Takk fyrir að sýna
okkur að krabbamein
er ekki dauðadómur“
lifidernuna.is
Kolluna upp
fyrir mig og
vinkonu mína!
10 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 18. FEBRúAR 2023
LAuGARDAGuR