Fréttablaðið - 18.02.2023, Qupperneq 14
Þótt maður sé að keyra
sömu sýninguna aftur
og aftur þá er orku-
stigið mismunandi.
Um helgina |
Við mælUm með |
bjork@frettabladid.is
Við þurf-
um að tala
um þetta,
og líka það
sem á eftir
kemur,
úrvinnsl-
una, sem er
mikilvæg-
ari en
margur
hefur talið
sér trú um.
birnadrofn@frettabladid.is
Í kvöld fer fram 27. sýning uppi-
standsins „Kynslóðir“ með Bergi
Ebba. Sýningin fer fram í Tjarnar-
bíói og segist Bergur Ebbi alltaf
jafn spenntur þrátt fyrir margar
sýningar.
„Þetta er búið að ganga mjög
vel og mér finnst þetta alltaf jafn
gaman,“ segir hann. „Það eru ekki
mjög margar sýningar eftir núna, ég
á eftir að sakna þess að fara í Tjarn-
arbíó og gera þetta,“ bætir hann við
en aðeins fjórar sýningar eru eftir.
Bergur Ebbi segir Íslendinga
spennta fyrir uppistandi og að fólk
sé duglegt að fara á slíkar sýningar.
„Ég er búinn að vera í þessu síðan í
kringum árið 2009, það eru orðin
fjórtán ár,“ segir hann.
„Og maður finnur að það er góður
stígandi í þessu núna,“ bætir hann
við.
Spurður hvort að áhorfendur
skelli alltaf upp úr á sömu stöðum
í sýningunni segir Bergur svo ekki
vera. „Ég get svo svarið það að ég
Íslendingar sólgnir í uppistand
Bergur Ebbi
segist afar
spenntur fyrir
sýningunni sem
fram fer í kvöld.
Mynd/aðsend
finn alveg mun eftir því sem er í
gangi á hverjum tíma,“ segir hann.
„Ef það er búinn að vera hrika-
legur stormur úti, eins og er búið
að vera mikið núna upp á síðkastið,
þá finn ég alveg að það er eitthvað
svona ákveðið ástand í gangi sem
maður getur tekið utan um,“ segir
hann.
„Ég eyði oft fyrstu mínútunum í
eitthvað óplanað, þá tala ég um það
sem er að gerast hverju sinni. Svo
fer maður á mismunandi hátt inn
í þetta og þótt maður sé að keyra
sömu sýninguna aftur og aftur þá
er orkustigið mismunandi,“ segir
Bergur.
„Þess vegna verður niðurstaðan
sú að hláturinn er mismunandi á
mismunandi stöðum, það er það
sem heldur manni svolítið spennt-
um,“ segir hann að lokum. n
Í dag, laugardag og svo aftur
í byrjun mars, gefst leik-
húsunnendum kostur á að
sjá sýninguna Manndýr í
Tjarnarbíói. Manndýr er
sýning fyrir börn og full-
orðna þar sem þeim er boðið
að taka þátt og leika saman.
bjork@frettabladid.is
Það er Aude Busson sem er
höfundur verksins Mann-
dýr og leikur auk þess eina
hlutverk sýningarinnar.
Aude er sviðslistakona
sem flutti hingað til lands árið 2005
frá Frakklandi.
„Ég kom til Íslands því mig lang-
aði að ferðast og upplifa eitthvað
nýtt,“ segir Aude sem hafði heillast
af íslensku tónlistarfólki og döns-
urum.
„Ég ákvað að vera hér í tíu mán-
uði, sem urðu svo 18 ár. Ég á ein-
mitt Íslands-afmæli í dag, þann 18.
febrúar.“
Til hvers er barn?
Aude fékk hugmyndina að sýn-
ingunni Manndýr út frá bókinni
Barnið eftir Colas Gutman.
„Við létum einmitt þýða bókina í
tengslum við sýninguna í samstarfi
við bókaútgáfuna Litli sæhesturinn.
Í bókinni týnist barn í skóginum og
hittir dýr sem spyrja hann til hvers
hann er. Ég varð forvitin um þessa
spurningu: „Til hvers er barn?“ Og
ákvað að mig langaði að spyrja börn
þessarar spurningar og svo koll af
kolli varð til umsókn, sem varð að
styrk, svo urðu til samstarfsmenn
og loks falleg sýning,“ segir hún og
stoltið leynir sér ekki.
Manndýr er auglýst sem þátt-
tökusýning og segist Aude hafa
fengið þá hugmynd þegar hún vann
með hópi barna úr Landakotsskóla
og spurði þau spurninga um hlut-
verk mannsins og barnanna.
„Svör þeirra og vangaveltur eru í
dag hljóðmynd verksins ásamt fal-
legu tónunum hans Borko, Björns
Kristjánssonar úr FM Belfast,“ segir
Aude.
„Ég hef alltaf haft áhuga á að búa
til sýningar sem eru tilboð til leiks,
þar sem áhorfendur, börn og for-
eldrar, fá að leika sér líka í nýjum
aðstæðum.“
Frjáls leikur
Síðasta sýning Aude var Ég elska
Reykjavík, en í henni var farið með
áhorfendur í göngutúr um bakgarða
í Reykjavík þar sem þátttakendum
var boðið að leika sér.
„Í Manndýr erum við að leika
okkur með hluti sem tengjast
mannkynssögunni og hlutverk
mannsins í sögu. Leikurinn er svo-
kallaður frjáls leikur þar sem börn-
in ráða för um hvernig þau leika sér.“
Sviðsmyndin, sem er mjög ævin-
týraleg og falleg, var hönnuð af
Sigríði Sunnu Reynisdóttur sem
hannaði til dæmis barnarýmið
Hljóðheima í Hörpu, og Steinunni
Mörtu Önnudóttur myndlistar-
konu.
Aude segir sýninguna auglýsta
fyrir fjögurra ára og eldri en þriggja
ára börn hafi líka fengið að koma og
ekki skemmt sér síður en þau sem
eldri eru. n
Tilboð til leiks í Tjarnarbíói
Í sýningunni leikur Aude sér að spurningunni: Til hvers er barn? Og býður börnum og fullorðnum í leik. Mynd/aðsend
Aude fékk hugmyndina að sýning-
unni Manndýr út frá bókinni Barnið
eftir Colas Gutman. Mynd/aðsendRjúkandi fargufu
Við Skarfaklett, skammt frá aðsetri
Viðeyjarferjunnar, er eitt best
geymda leyndarmál höfuðborgar-
innar, litríkt hjólhýsi, sem hýsir far-
gufu og einstaka töfra. Þar er boðið
upp á heilandi og endurnærandi
upplifun nokkrum sinnum í viku og
geta tíu manns notið í einu. Ilmgufa,
tónlist, snarl og sjór í góðum félags-
skap er uppskriftin að því að ná að
klára þennan vetur við góða geð-
heilsu. Nánari upplýsingar og tíma-
pantanir er að finna inni á fargufa.is.
Power Serum frá Bio Effect
EGF droparnir frá Bio Effect hafa
fyrir löngu slegið í gegn hér á landi
sem víðar, en nú er komin
á markað ný útgáfa sem
byggir á sama góða
grunni: Power Serum
með enn meiri virkni
fyrir eldri og þroskaðri
húð. Droparnir eru
með silkikenndri áferð
og veita henni fallegan
ljóma á meðan inni-
haldsefnin vinna á
hrukkum og litamis-
fellum og auka raka
hennar. Innihalds-
efnin eru öll náttúruleg
enda unnin úr byggi
ræktuðu í vistvænu
hátæknigróðurhúsi á
Reykjanesi. n
Við vinnslu forsíðuviðtals þessa tölublaðs,
við leikarann Þröst Leó Gunnarsson,
vakti það athygli blaðamanns að 61 árs
karlmaður að vestan væri til í að tala um
tilfinningar. Það þótti henni hressandi
nýbreytni: Sjómaður að vestan sem getur sagt frá erf-
iðum tilfinningum eins og kvíða.
Þröstur Leó gengur fram með frábæru fordæmi, því
þó svo einhverjir kvarti í kommentakerfum yfir því að
fólk opni sig um erfiða lífsreynslu og vilji jafnvel skeyta
orðinu klám við tilfinningar, þá er allt betra en að bíta
á jaxlinn og bera harm sinn í hljóði.
Við sem þjóð erum búin að prófa það – og engum
leið betur.
Hér áður fyrr þótti það merki um styrk að láta engan
bilbugá sér finna. Áfram skyldi haldið eins og ekkert
hefði í skorist. Hvort sem foreldrar misstu barn, fólk
lenti í slysi eða upplifði sjóskaða, rétt eins og Þröstur
Leó gerði og horfði á eftir félaga sínum í hafið djúpa.
Við þurfum að tala um þetta, og líka það sem á eftir
kemur, úrvinnsluna, sem er mikilvægari en margur
hefur talið sér trú um. Öll verðum við fyrir áföllum á
lífsleiðinni, það er það sem eftir kemur sem skiptir svo
miklu.
Líka fyrir sjómenn að vestan. n
Og engum leið betur
14 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 18. FeBRúAR 2023
lAUgARDAgUR