Fréttablaðið - 18.02.2023, Qupperneq 17
Ég fæ einhverja skrítna
tilfinningu, eins og eitt-
hvað sé að, það var eitt-
hvað að naga mig.
Þröstur bjóst alls ekki við að komast inn í Leiklistar-
skólann þegar hann sótti þar um. Fréttablaðið/Valli
Þröstur Leó
segir það að
tala um slysið
hafa hjálpað sér
að ná tökum á
kvíðanum.
Fréttablaðið/
Valli
Slysið sem hann vísar til varð
þann 20. júlí árið 1982 þegar lítil
Piper PA-23 einkaf lugvél fórst í
hlíðum Kistufells í Esju. Fimm voru
um borð sem öll létu lífið.
Þröstur fékk ekki mörg verkefni
eftir útskrift, það átti þó eftir að
breytast og er hann nú einn vin-
sælasti leikari þjóðarinnar. „Það
voru allir sem útskrifuðust með
mér komnir með einhverja vinnu.
Ég fékk svo hlutverk í bíómyndinni
Eins og skepnan deyr, eftir Hilmar
Oddsson, en fór svo bara vestur á
sjóinn að veiða hörpuskel,“ segir
hann en Þröstur fer nú með aðal-
hlutverkið í kvikmyndinni Á ferð
með mömmu sem einnig er í leik-
stjórn Hilmars. Kvikmyndin fer í
almenna sýningu næsta föstudag
og hefur nú þegar hlotið mikið lof
ásamt því að hún var valin besta
myndin á kvikmyndahátíðinni
PÖFF í Tallin.
„Ég held að það hafi kannski
haft áhrif að ég var ekki héðan og
ég var með lítið barn þegar ég var
í skólanum. Ég þekkti ekki marga
og var ekki í öllum partíunum, þess
vegna fékk ég kannski færri verk-
efni og mér var einhvern veginn
alveg sama, ég var bara til í að fara á
sjóinn, safna pening og svona,“ segir
Þröstur.
Hann var þó f ljótt kallaður í
bæinn og fékk hlutverk í leikhúsi.
„Kjartan Ragnarsson hringir í
mömmu og spyr um mig, hún segir
að ég sé úti á sjó og hann spyr hvort
hún haldi ekki að ég sé til í hlutverk
í leikriti sem heitir Land míns föður.
Hún hélt það nú og þegar ég kom í
land var hún búin að pakka fyrir
mig og sagði mér að ég væri að fara
suður,“ segir hann og hlær.
Umrædd leiksýning var sýnd 218
sinnum í Þjóðleikhúsinu. Þröstur
hefur leikið í fjölda leikrita, meðal
annars Hamlet, Dýrunum í Hálsa-
skógi, Jólaboðinu, Þetta er allt að
koma og Hafinu. Þá hefur hann
einnig leikið í fjölda kvikmynda og
er einna þekktastur fyrir hlutverk
sín í Nóa albinóa, Tár úr steini og
Veiðiferðarmyndunum.
Skrítin tilfinning
Með fram leiklistarferlinum hefur
Þröstur Leó alltaf verið sjómaður.
Árið 2015 lenti hann í slysi þar sem
litlu munaði að hann léti lífið.
Þann 7. júlí árið 2015 sökk bát-
urinn Jón Hákon á Rit út af Aðal-
vík í Ísafjarðardjúpi. Í bátnum var
Þröstur ásamt Birni Magnússyni
skipstjóra, Gunnari Rúnari Ævars-
syni stýrimanni og Magnúsi Krist-
jáni Björnssyni. Bátnum hvolfdi
skyndilega og Þröstur komst með
herkjum upp á kjölinn. Hann náði
svo að hífa Björn og Gunnar upp til
sín þar sem þeir biðu í rúma klukku-
stund eftir aðstoð. Afar litlu mátti
muna og þegar aðstoð barst var
báturinn nánast sokkinn. Magnús
lést í slysinu.
„Þetta var mjög mikið áfall og
það var margt skrítið við þetta allt
saman, það var eins og þetta væri
ákveðið og mér finnst þetta allt svo
spes eftir á,“ segir Þröstur.
Hann hafði haft hug á því lengi að
fara vestur á sjóinn eftir fjöldamörg
hlutverk í leikhúsi og kvikmyndum.
Hann hafði samband við Björn, eig-
anda bátsins, en stuttu áður hafði
ungur maður sem átti pláss á Jóni
Hákoni látist og því var laust pláss
um borð. „Ég segi Bjössa að ég sé
tilbúinn að fara á sjóinn og hann
segist ætla að láta mig vita fljótlega,
sem hann svo gerir, og ég var svo
glaður að fá þetta pláss,“ segir hann.
„Hann ræður annan mann með
okkur og þetta var svo ógeðslega
næs og gaman og ég var svo spennt-
ur. Mér leið bara eins og ég væri tíu
ára aftur, við vorum þarna vinirnir
saman að fara á sjó og ég var að gera
upp húsið. Ætlaði að ná mér í fínar
tekjur og koma mér út úr fjárhags-
vandræðum eftir hrunið. Ég var
þarna að berjast fyrir því að halda
húsinu og þrælaði mér út öll kvöld
og helgar í leikhúsinu,“ segir Þröstur.
„Við byrjum að róa og allt gengur
vel en ég fæ einhverja skrítna til-
finningu, eins og eitthvað sé að,
það var eitthvað að naga mig,“ segir
Þröstur.
Hann segist aldrei hafa verið
hræddur á sjó en þarna var hann
með áhyggjur. „Mér leið eitthvað
skringilega og ég segi við konuna
mína: ég er með á tilfinningunni að
eitthvað komi fyrir og ef það kemur
eitthvað fyrir þá hef ég áhyggjur af
Magga. Ég vissi ekki hvað það var
og maður spáir ekkert í neinu svona
fyrr en eftir á.“
Hélt að hann myndi deyja
Þegar kom að því að sigla átti norður
á Rit magnaðist ónotatilfinningin í
Þresti og hann vildi ekki fara. „Ég
man að það var svo gott veður, sól
og blíða, en ég var samt með þessa
tilfinningu en auðvitað fór ég,“ segir
hann.
„Við vorum svo sóttir og þetta
gerist þann 07. 07. klukkan 07, það
er allt í sjöum hjá mér,“ segir hann
en Þröstur á sjö börn og sjö barna-
börn. ,,Þegar ég kaupi lottómiða þá
vel ég bara allt með sjö,“ segir hann
og hlær.
Eftir að bátnum hvolfdi leið, eins
og fyrr segir, rúmur klukkutími þar
til aðstoð barst. „Við vorum með
sólina í bakið þegar báturinn sem
bjargar okkur kemur og fyrst sjá
þeir okkur ekki. Svo loksins þegar
þeir sjá okkur segir einn að það hafi
verið eins og þrír menn hafi staðið
á hafinu, þetta var stór bátur en
hann var eiginlega alveg sokkinn
og það mátti ekki miklu muna, við
hefðum ekki enst lengi í sjónum,“
segir Þröstur.
„Ég var alveg viss um að ég myndi
deyja þarna,“ segir hann. „Ég var
aldrei hræddur en um leið og bátur-
inn er að fara yfir um þá kom eitt-
hvað yfir mig, ég varð mjög rólegur
og hafði bara nokkrar sekúndur til
að hlaupa og það var eins og það
hefði verið ýtt undir rassinn á mér
og mér væri hjálpað upp á kjölinn.
Ég veit að ef ég hefði ekki komist
upp þá hefðum við allir drukknað,“
segir Þröstur.
Berst við kvíðann
Strax eftir slysið gaf Þröstur afleið-
ingum þess ekki mikinn gaum,
rúmum sex vikum síðar fékk hann
svo sitt fyrsta kvíðakast. Hann
skildi ekki hvað var að gerast og var
sendur með sjúkrabíl á sjúkrahús
þar sem hann var skoðaður. Ekkert
fannst og hann fékk að fara heim.
Stuttu seinna hóf Þröstur að vinna
í Þjóðleikhúsinu en kvíðinn hélt
áfram. Eitt sinn fékk hann kvíða-
kast rétt fyrir sýningu á verkinu
Hafinu er þar fór Þröstur með eitt
aðalhlutverkanna.
,,Ég sat í sminki og allt í einu spyr
sminkan mig hvort það sé í lagi, ég
gat ekki talað en hún sagði að ég
hefði orðið grár á þremur sekúnd-
um,“ segir hann.
Þröstur hefur síðan áttað sig á
kvíðanum og segir sér líða mun
betur núna þegar sjö ár eru liðin frá
slysinu. ,,Enn ein sjöan,“ segir hann.
Hann segir það hafa hjálpað sér
mikið að tala um það sem gerðist.
,,Þarna strax eftir fyrsta kvíðakast-
ið fór ég til Rúdólfs á Landspítalan-
um og hann fór í gegnum þetta með
mér sekúndu fyrir sekúndu og það
hjálpaði mér mikið,“ segir hann og
vísar til Rúdólfs Adolfssonar geð-
hjúkrunarfræðings.
„Svo hef ég talað um þetta víðar
og þegar ég er spurður um þetta
gerist það stundum að það er eins
og kveikt sé á plötu, ég verð að
segja allt, ég áttaði mig ekki á því,
en einu sinni var ég í partíi að segja
frá þessu og þá voru bara nokkrir
farnir að gráta. Núna get ég sagt
styttri útgáfu af þessari sögu og
hún heltekur mig ekki svona, ég get
bara rifjað hana upp og tekið mér
svo pásu,“ segir Þröstur.
„Kvíði er samt eins og sjálfstæð
lífvera og það er magnað hvað
hann getur platað mann, jafn-
vel þótt maður viti að um kvíða
sé að ræða getur maður farið að
efast og hugsað: nei, núna er þetta
hjartaáfall, ekki kvíði. Maður þarf
að reyna að ná fókus einhvern veg-
inn,“ segir hann.
„En mér líður miklu betur núna,
fyrst á eftir mundi ég ekkert en
þetta er allt að koma,“ bætir hann
við.
Eftir slysið hefur Þröstur lítið
sem ekkert farið á sjóinn, hann fær
enn ónotatilfinningu. „Þeir eru
báðir enn á sjónum en ég fæ enn
hnút í magann,“ segir Þröstur, sem
hyggst halda ótrauður áfram í leik-
listinni. n
Fréttablaðið helgin 1718. Febrúar 2023
lAUgARDAgUR