Fréttablaðið - 18.02.2023, Síða 24
Svona gleðja þeir
sína heittelskuðu í
tilefni konudagsins
Á sunnudaginn er konudagur og í tilefni af því spurðum við
nokkar þjóðþekkta karlmenn sem kunnir eru fyrir að vera
miklir gleðigjafar og hafa einstaklega gaman af því að koma
sínu fólki á óvart hvort þeir haldi upp á konudaginn og færi
sinni heittelskuðu gjöf í tilefni dagsins.
sjofn@frettabladid.is
Syngur um ástina
Jón Jónsson er söngvari, laga
höfundur og gleðigjafi með
meiru. Jón er þekktur fyrir að
vera rómantískur í söng sínum
og lagagerð og á konudaginn er
það engin undantekning. Þau
eru ófá lögin sem hann hefur
samið til konu sinnar, Hafdísar
Bjarkar Jónsdóttur.
„Ég held upp á konudaginn
með henni Hafdísi minni. Þótt
ég reyni að gera mitt besta
dagsdaglega þá fagna ég líka
þessum tyllidögum. Ég er nú
meira grand á því á okkar eigin
dögum, eins og á brúðkaupsaf
mælinu eða sambandsaf
mælinu, en omeletta í morgun
mat og jafnvel blómvöndur er
eitthvað sem ég veit að hún
yrði ánægð með á konudaginn. Í
ár get ég ekki boðið Hafdísi upp
á eiginlegt stefnumót að kveldi
til þar sem ég ætla í fyrsta sinn
að vera með tónleika í tilefni
konudagsins. Bara JJ einn og
óstuddur í Bæjarbíói. Það er
samt alveg rómó þannig lagað
þar sem ástarlögin eru jú samin
til konunnar minnar.“
Blóm og út að borða
Guðmundur Birkir Pálmason/
Gummi Kíró, áhrifavaldur, kíró
praktor og eigandi Kírópraktor
stöðvar Reykjavíkur, kann svo
sannarlega að njóta lífsins með
sinni og á konudeginum er það
engin undantekning. Hann nýtur
þess að koma Línu Birgittu á
óvart og er mikill rómantíker.
„Já, við Lína höldum alltaf upp
á konudaginn þar sem okkur
finnst bæði gaman að koma
hvort öðru á óvart og að gera
eitthvað skemmtilegt saman.
Lína fær alltaf blóm á konu
daginn ásamt gjöf sem ég veit
að hana langar í. Ég er svo alltaf
búinn að skipuleggja eitthvað
um kvöldið, annaðhvort út að
borða eða ég elda hennar uppá
haldsmat sem er grænmetis
lasagna. Í ár er ég búinn að bóka
frábæran veitingastað sem ég
veit að hún á eftir að elska.“
Rómantísk ferð í Skógarböðin
Kjartan Gíslason er súkkulaði
gerðarmaður og einn eigenda
súkkulaðigerðarinnar Omnom,
sem er þekkt fyrir að framleiða
ljúffengt súkkulaði, þar á meðal
fyrir ástina. Hann er mikill mat
gæðingur og hefur mjög gaman
af því að koma ástinni sinni,
Vilhelmínu Birgisdóttur, á óvart
með gjöfum og kræsingum sem
gleðja matarástina.
„Það geri ég svo sannarlega.
Mér finnst rosalega gaman að
gleðja konuna á þessum degi.
Oftar en ekki byrjar dagurinn
á „late“ bröns heima hjá okkur,
það hefur komið fyrir að við
séum barnlaus á þessum tíma
en ef ekki þá eru þau með. Þetta
er kannski svolítið hefðbundið,
smá gjöf og blóm, og svo bara
rólegheit eftir því sem líður á
daginn. Í ár verð ég fyrir norðan
með popup á Lyst kaffihúsi
með félögum mínum, Kára frá
Nielsen restaurant og vertinum
á LYST og fyrrum framleiðslu
stjóra Omnom, Reyni Grétars
syni. Þar sem þetta datt inn
á þessa helgi, þá ákvað ég að
bjóða konunni með, þannig
þetta verður sambland af vinnu
og gleði. Við stefnum á að sjá
söngleikinn Chicago, þar sem
hæfileikaríka bróðurdóttir mín,
Aníta Rós Þorsteinsdóttir, fer
með eitt hlutverkið. Vonandi
náum við að kíkja eitthvað út
að borða, ég er spenntastur að
prufa North, systurstað Dill res
taurant. Og svo að sjálfsögðu
er efst á lista að kíkja í Skógar
böðin á sjálfan konudaginn.“
Vill finna draumadísina
Leifur Welding, hönnuður,
athafnamaður og ævintýra
maður með meiru, heldur
upp á konudaginn en að
þessu sinni mun hann gera
það með óhefðbundnari
hætti þar sem hann er laus
og liðugur og engin kona til
staðar. Rómantíkin er þó allt
um kring.
„Ég held alltaf upp á konu
daginn og hef gert það í 27 ár.
Pínu óhefðbundinn fögnuður
núna þar sem það vantar
konu til halda upp á daginn
með. En læt það nú ekkert
stoppa mig og ég held daginn
hátíðlegan. Já, ég er búinn að
plana konudaginn í ár, hann
fer í það að finna konu til þess
að halda upp á daginn með,
hver veit hvað gerist. Mögu
lega endar maður í róman
tískum dinner fljótandi um í
Sky Lagoon eða löns uppi á
miðjum Langjökli.
Hver veit hvað gerist á
þessum fallega degi, aldrei
að gefa upp vonina, kannski
dettur draumadísin inn á
síðustu mínútunni,“ segir
Leifur og brosir sínu blíðasta.
Rómantíkin vex og hjartað stækkar
Einar Bárðarson, athafnamaður,
textahöfundur og eigandi hlað
varps, er einstaklega róman
tískur og elskar að gleðja konu
sína, Áslaugu Thelmu Einars
dóttur, á konudaginn sem fleiri
daga.
„Árin safnast saman og vel
kvæntir menn velta því fyrir sér
hvort hægt sé að elska meira.
En hjartað stækkar sem betur
fer með árunum þannig að það
að elska með öllu hjarta leyfir
ástinni að vaxa. En með árunum
vaxa skynsemin og skyldur okkar
við ávexti ástarinnar þannig að
ungæðislegar og yfirgengilegar
ástarjátningar unga mannsins
verða að mæta skynsemi lífs
reynda mannsins á seinni árum.
Svo liggja þessir tveir dagar
ástarinnar alltaf mjög nálægt
hvor öðrum hérna á Íslandi,
Valentínusardagur og konudag
urinn. Þannig að á seinni árum
reynir maður kannski að brjóta
daginn upp með því að gera
eitthvað á báðum dögunum.
Fallegur Espiflatarblómvöndur,
úr sömu mold og nærðu blómin
í brúðarvendinum hennar á
Valentínusardag, sem lifa fram
yfir konudag, eru hlutir sem
kannski eru hversdagslegir við
fyrstu sýn en er beint að rótum
hjartans. Það er ekkert í heim
inum sem getur að fullu þakkað
fyrir tuttugu og fimm ár í blíðu
og stríðu. En maður reynir. Ef allt
um þrýtur þá syngur maður bara
viðlag úr einu af bestu lögum
Björgvins Halldórssonar sem vill
bara þannig til að ég samdi til
hennar.“
Dekrar við frúna
Eyjólfur Kristjánsson, tónlistar
maður og lagahöfundur, hefur
samið ófá ástarlög sem hafa
ómað í eyrum landsmanna
gegnum árin. Hann elskar
að dekra við frúna, Söndru
Lárusdóttur, og þá sérstaklega
bragðlaukana.
„Ég hef lagt það í vana að
gera eitthvað fyrir hana. Þar
sem þetta er sunnudagur þá
skröllum við nú ekkert, en ég
hef oft boðið henni í dögurð,
yfirleitt á Jómfrúnni. Það vill
svo til að ég verð þennan dag á
heimleið frá Borgarfirði eystra
þar sem ég verð með tónleika
þann 18. febrúar. Mig grunar
að í staðinn fyrir dögurðinn
muni ég skella í dýrindis kvöld
verðarveislu á heimili okkar og
dekra við bragðlauka Söndru
minnar, jafnvel setja eitthvað
á grillið.“
Alltaf gjöf á þessum degi
Karl Viggó Vigfússon, veit
ingamaður, bakari, konditori
og annar stofnenda veitinga
staðarins Héðinn Kitchen
& Bar, er rómantískur að
eðlisfari og heldur ávallt upp
á konudaginn. Hann nostrar
við sína konu, Erlu Sylvíu
Guðjónsdóttur, og óvæntur
glaðningur fylgir ævinlega
deginum.
„Ég held alltaf upp á konu
daginn, fer út að borða eða
elda eitthvað sem þarf að
nostra við og við höfum gott
kvöld saman og konan fær
yfirleitt smá pakka. Í tilefni
konudagsins í ár er ég búinn
að plana daginn fyrir okkur en
við verðum erlendis svo það
verður út að borða og svo fær
hún auðvitað pakka, ávallt
óvæntur glaðningur.“
4 kynningarblað A L LT 18. febrúar 2023 LAUGARDAGUR