Fréttablaðið - 18.02.2023, Qupperneq 34
Tilboðið felst í að útvega 1.199 LED lampa
fyrir götu- og stígalýsingu í eldri hverfi
í Vestmannaeyjabæ sem og í ný
hverfi sem verið er að reisa.
Útboðsgögn verða afhent í tölvupósti í gegnum
ráðgjafa verkkaupa, gudjon@liska.is
og verður hægt að nálgast gögn
til og með 10. mars 2023.
Skilafrestur tilboðs er til kl. 10:00
miðvikudaginn 22. mars 2023.
Opnun tilboða fer fram rafrænt að viðstöddum þeim
bjóðendum sem þess óska. Sjá einnig upplýsingar á
vef Vestmannaeyjabæjar, vestmannaeyjar.is
Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum í :
LED LAMPA FYRIR GÖTU- OG STÍGALÝSINGU
VESTMANNAEYJABÆR
Sérfræðingur við þjóðlendurannsóknir
Laust er til umsóknar starf 1-2 sérfræðinga við þjóðlendurannsóknir í fageininguna fræðsla og rannsóknir hjá Þjóðskjalasafni
Íslands. Starfið er tímabundið til tveggja ára, með möguleika á framlengingu.
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn um starfið þarf að fylgja ferilskrá, afrit af prófskírteinum og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Við ráðningu er tekið mið af jafnréttisstefnu Þjóðskjalasafns og við hvetjum einstaklinga óháð kyni til að sækja um stafið.
Umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út. Þjóðskjalasafn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
Starfshlutfall er 100%. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar nk. Æskilegt er að viðkomandi geti hafi störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Sótt er um starfið á starfatorg.is
Nánari upplýsingar veita Þuríður Árnadóttir framkvæmdastjóri rekstrar, thuridur.arnadottir@skjalasafn.is og
Ólafur Arnar Sveinsson fagstjóri olafur.a.sveinsson@skjalasafn.is – s. 590 3300.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felst einkum í vinnu við gagnaöflun, skjalarannsóknir,
uppskriftir á skjölum með eldri skrift, efnisskráningu í gagna-
grunna, úrvinnslu heimilda, afgreiðslu fyrirspurna og öðrum
verkefnum sem tengjast jarðamálum.
Gagnaöflunin er háð starfi óbyggðanefndar, sjálfstæðrar
úrskurðanefndar á stjórnsýslustigi sem starfar á grundvelli III.
kafla þjóðlendulaga.
Hlutverk óbyggðanefndar er að skera úr um mörk þjóðlendna og
eignarlanda, mörk hluta þjóðlendna sem nýttar eru sem afréttir
og að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna.
Unnið er með teymi starfsfólks í verkefnum. Viðkomandi tekur
eftir atvikum þátt í öðrum verkefnum Þjóðskjalasafns.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Gerð er krafa um BA próf í sagnfræði eða skyldum greinum,
menntun í skjalfræði er æskileg.
• Þekking og reynsla af skjalasöfnum og rannsóknarvinnu er nauðsynleg.
• Þekking og reynsla í lestri og uppskrift skjala fyrri alda er
æskileg.
• Þekking og reynsla af frágangi og skráningu skjalasafna er æskileg.
• Góð kunnátta í algengum notendaforritum er brýn.
• Góð kunnátta í íslensku er nauðsynleg.
• Kunnátta í ensku er áskilin og færni í einu Norðurlandamáli er
æskileg.
• Hæfni og reynsla af að vinna í hópi og undir álagi.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum og framúrskarandi samskiptahæfni
er áskilin.
• Skipulögð vinnubrögð og frumkvæði.
Þjóðskjalasafn Íslands
Laugavegi 162
105 Reykjavík
S. 590-3300
www.skjalasafn.is
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
6 ATVINNUBLAÐIÐ 18. febrúar 2023 LAUGARDAGUR