Fréttablaðið - 18.02.2023, Síða 42

Fréttablaðið - 18.02.2023, Síða 42
Sprengidagur er á þriðju- daginn og þá verður hinn íslenski réttur saltkjöt og baunir á borðum á mörgum íslenskum heimilum, mörg- um til mikillar ánægju. sjofn@frettabladid.is Þessi réttur nýtur mikilla vin- sælda og er súpa úr gulum hálf- baunum og grænmeti, oftast líka með lauk, kartöflum, gulrófum og gulrótum ásamt söltuðu lamba- kjöti sem er ýmist borðað með súpunni af sérdiski eða skorið í bita og borðað í súpunni, hver og einn er með sinn smekk hvað það varðar. Margir bragðbæta súpuna með smá beikoni og tvista hana til með ferskri steinselju. Hér er ein klassísk uppskrift að þessum þjóðlega rétti sem búið er að tvista til með beikoni og steinselju. Baunasúpa 2 kg saltkjöt 2,5 l vatn 1-2 stk. súputeningar eða súpu- kraftur 300-500 g gular baunir (fer eftir hversu þykka súpu þið viljið) 750 g gulrófur (skornar í bita) 1 laukur (smátt skorinn) 300 g gulrætur (skornar í bita) 150 g kartöflur (ef vill – líka hægt að sjóða sér og þá meira magn) 2-3 sneiðar beikon (skorið í bita) ½ búnt fersk steinselja, smátt skorin og stilkar teknir af Margir telja að það sé nauðsyn- legt að leggja baunirnar í bleyti en það er ekki raunin, aftur á móti flýtir fyrir að gera það ef þið hafið nauman tíma. Þá eru þær lagðar í bleyti í kalt vatn í um það bil 12-20 klukkustundir og geymdar þannig við stofuhita. Baununum hellt í gegnum sigti og skolaðar, settar í pott með vatninu ásamt kjötkrafti eða teningum, hleypt upp suðu og froðu fleytt reglulega ofan af. Sjóðið í um það bil 30 mínútur. Ef baunirnar eru ekki lagðar í bleyti eru þær skolaðar og settar yfir í kalt vatn og látnar sjóða í 1 klukkustund áður en kjötið fer í pottinn. Froðunni fleytt ofan af eftir 15-20 mínútna suðu. Þegar baunirnar eru byrjaðar að mýkjast, setjið þá 2 til 3 bita af kjöti út í en sjóðið hina sér til þess að súpan verði ekki of sölt. Mikilvægt er að skola kjötbitana úr köldu vatni áður en þið setjið það í pottinn. Það er í góðu lagi að nýta soðið af kjötinu til að þynna súpuna í lokin ef hún verður þykk. Sjóðið í góðan hálftíma. Síðan er lauk, smátt skornum, rófum, gulrótum og beikoni bætt út í og loks steinseljunni. Hrærið af og til í súpunni og sjóðið í um það bil 30 mínútur til viðbótar, eða þangað til baunirnar eru orðnar vel mjúkar. Færið síðan kjöt og meðlæti á fat, kartöflurnar líka ef þið kjósið að hafa þær með og leyfið baununum að malla nokkrar mínútur án loks. Við það þykkna þær og verða enn mýkri og það þykir flestum betra. Baunasúpa er eins og kjötsúpa, mjög góð daginn eftir líka. n Saltkjöt og baunir – túkall á sprengidag Það hlakka ör- ugglega margir til að borða salt- kjöt og baunir á sprengidag á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Þorgeir Valur Pálsson, 49 ára lagerstjóri, hefur fundið fyrir óþægindum vegna svefntruflana í mörg ár. Þá vaknaði hann að meðal- tali tvisvar hverja nótt. Nú tekur hann inn Sofðu rótt frá ICEHERBS og sefur út alla nóttina án þess að rumska. Þorgeir byrjaði að taka inn Sofðu rótt frá ICEHERBS fyrir rúmu ári síðan eftir að hafa fundið fyrir svefntruflunum í mörg ár. „Ég sef alla jafna fast þegar ég sofna. En svo rankaði ég vanalega við mér á ákveðnum tímapunkti á nótt- unni og átti oft erfitt með að festa svefn aftur. Þá var ég að meðaltali að vakna svona tvisvar sinnum á nóttu, stundum til að pissa en oftast virtist ekki vera nein sérstök ástæða fyrir því,“ segir Þorgeir. „Raunar tengi ég svefntruflan- irnar ekki við neitt sérstakt, hvorki kvíða né stress. Og það getur vel verið að ég hafi alltaf verið svona, en að með aldrinum finni ég meira fyrir áhrifunum af svefnleysinu. Ég byrjaði líka að finna sérstaklega fyrir því hversu mikilvæg hvíldin er eftir að ég fór að æfa meira í líkamsræktinni, en ég byrjaði að lyfta og æfa stífar fyrir fimm árum.“ Fann mun á nokkrum dögum Þorgeir var að ræða um nætur- rumskið sitt og þá benti ein- hver honum á að Sofðu rótt gæti kannski hjálpað. „Fyrst keypti ég mér eitt hylkjaglas til að kanna áhrifin. Eftir að hafa tekið eitt hylki á hverju kvöldi í nokkra daga byrjaði ég að finna mun á mér. Það tók mig nokkra daga að fatta muninn, enda hafði ég einstaka sinnum áður náð að sofa út alla nóttina. En þarna náði ég skyndilega, eftir margra ára svefn- truflanir, að sofa fastasvefni alla nóttina án þess að rumska, margar nætur í röð.“ Sefur eins og lamb „Í dag tek ég Sofðu rótt á hverju kvöldi, um hálf ellefu, og steinligg út alla nóttina þar til ég vakna um morguninn. Ég hef aldrei viljað fara á svefnlyf og finnst gott að vita til þess að Sofðu rótt er náttúruleg vara. Ég finn líka fyrir fótaóeirð á næturnar og mest þegar ég er að reyna að sofna. Þá finn ég sérstak- lega fyrir því þegar ég hef tekið vel á í ræktinni þann daginn. Við fótapirringnum tek ég magnesíum og saman virka þessi tvö bætiefni mjög vel á mig og ég sef eins og steinn. Ég finn líka fljótt mun ef ég gleymi að taka hylkið. Nokkrum mánuðum eftir að ég kynntist Sofðu rótt gleymdi ég til dæmis að taka inn hylki fyrir svefninn. Sömu nótt vaknaði ég þrisvar sinnum, sem hafði ekki gerst lengi. Kvöldið eftir tók ég hylkið og svaf eins og lamb,“ segir Þorgeir. Náttúrulega slakandi og róandi Náttúrulegar lausnir eins og jurtir og lækningajurtir hafa verið notaðar langt aftur í aldir um heim allan. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar, ekki klínískar þó, en þær eiga það sameiginlegt að sýna fram á virkni lækningajurta. Flestar lækningajurtir eru skað- lausar og því er greiður aðgangur að þeim. Náttúrulegar lausnir hafa lengi virkað vel á fjölmarga enda er sú leið oft valin ef fólk vill komast hjá lyfjanotkun. ICEHERBS býður upp á náttúrulega lausn við svefnvandamálum, en gríðarlega stór hópur fólks velur að reyna við náttúrulegar lausnir áður en svefnlyf eru notuð. Sofðu rótt í alla nótt Sofðu rótt frá ICEHERBS inni- heldur magnolíubörk og íslensk fjallagrös. Saman virka þessar tvær jurtir einstaklega vel til þess að bæta svefn á náttúrulegan og heilbrigðan hátt. Þessi öfluga blanda hentar vel fyrir þá sem vilja aðstoð við að ná betri, jafnari og samfelldum svefni sem og bæta andlega líðan. Þessi magnaða jurt, magnolía, hefur verið notuð um aldir við þunglyndi, svefnvandamálum, kvíða og streitu. Þá er hún þekkt fyrir að virka almennt slakandi og róandi, og á að bæta eðlilegan og samfelldan svefn. Rannsóknir á magnolíu hafa sýnt fram á að hún inniheldur virk efni, sem vitað er að hafi áhrif á andlegt jafnvægi. Virku efnin í magnolíuberkinum eru þann- ig þekkt fyrir að örva boðefni í heilanum og koma jafnvægi á hormónið kortísón. Þau geta virkað almennt slakandi og róandi og bæta eðlilegan og samfelldan svefn. Sofðu rótt-blandan inniheldur einnig íslensk fjallagrös sem eru oft nefnd gingseng Íslands. Fjalla- grös eru rík af steinefnum, einkum járni og kalsíum. Fjallagrös hafa verið þekkt fyrir vatnslosandi áhrif sín og geta hjálpað til við að draga úr bjúg. Þau innihalda betaglúkantrefjar sem hafa reynst vel við þyngdartap, geta bætt meltingu og styrkt þarmana. Hrein náttúruafurð Markmið ICEHERBS er að nýta náttúruauðlindir sem tengjast íslenskri hefð og sögu og vinna í hreina neytendavæna vöru fyrir viðskiptavini. „Við hjá ICEHERBS leggjum áherslu á að framleiða hrein og náttúruleg bætiefni sem byggja á sjálfbærri nýtingu nátt- úruauðlinda. Við viljum að vör- urnar okkar nýtist viðskiptavinum okkar, að virkni skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar efnanna viðhaldi sér að fullu. Þá notum við enn fremur engin óþörf fylliefni.“ n ICEHERBS fæst í öllum betri mat- vöruverslunum, apótekum og heilsuvöruverslunum og í nýrri vefverslun á iceherbs.is. Sefur rótt eftir margra ára svefntruflanir Þorgeir Valur var snöggur að finna fyrir mun á svefngæðum eftir að hann byrjaði að taka Sofðu rótt frá ICEHERBS á hverju kvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI 6 kynningarblað A L LT 18. febrúar 2023 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.