Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.02.2023, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 18.02.2023, Qupperneq 46
Sem túristi í Lissabon villtist mamma og í leit að einhverju heimilis- fangi þar sem hún var við það að brenna í sólinni, rekst hún á föður minn og biður hann um aðstoð. Nafn Pedro Gunnlaugs Garcia var ekki á almennu vitorði þegar hann vann til Íslensku bókmenntaverðlaunanna á dögunum. Nafnið eitt og sér vekur spurningar sem blaða- maður komst að raun um að væru orðnar fullmargar. Við mælum okkur mót á Café Rósenberg í Grófinni, þar sem bók Pedro, Lungu, varð til, handskrifuð þar til hann fékk krampa í höndina og var lengi að jafna sig. „Ég hef mikið verið spurður um upprunann og stundum hefur mér þótt nóg um, þótt áhuginn sé auð- vitað skiljanlegur enda landið búið að vera sögulega einsleitt og nor- rænt. En í dag er fólk hér af mjög misjöfnum uppruna og ég satt að segja hef fengið svolítið nóg af því að svara þessum spurningum. En að því sögðu eru það ákveðin for- réttindi að fólk sé forvitið um mann, nafnið veitir mér sérstöðu, fólk man frekar eftir manni og það gæti fengið einhvern til þess að lesa, svo ég get ekkert grátið mjög sárt yfir þessu,“ segir hann í léttum tón. Hann var svo sem ekkert að gráta yfir þessu og þykir augljóslega ekki sérlega leiðinlegt að ræða upp- runann, sem er bæði íslenskur og portúgalskur. „Pedro Garcia er eitt algengasta nafn í heiminum. Síðan vill svo skemmtilega til að það eru hvorki meira né minna en þrjár persónur í bókinni Húsi andanna, þrjár kyn- slóðir, sem heita Pedro Garcia. Svo hvað á maður annað að gera en að skrifa bækur ef maður heitir þessu nafni?“ spyr hann og hlær. En þó að Pedro Garcia sé eitt algengasta nafn heims þá eru þeir færri sem heita Gunnlaugur að millinafni. „Það er eftir afa mínum, Gunn- laugi, frá Ólafsfirði en ég er alltaf kallaður Pedro.“ Mamma villtist í Lissabon Pedro er frumburður foreldra sinna, Gunnhildar og Henrique. „Mamma hafði misst fóstur tvisvar áður en hún átti mig. Af ótta við að missa aftur lá hún meira og minna alla meðgönguna og las bækur. Hún las ógrynni af bókum, svo kannski kom bókmenntaáhug- inn bara í gegnum naflastrenginn. Ég kem því áhættufælinn og bók- hneigður í heiminn,“ segir Pedro í léttum tón. En förum enn lengra aftur, að fyrstu kynnum foreldra Pedro. „Sem túristi í Lissabon villtist mamma og í leit að einhverju heim- ilisfangi þar sem hún var við það að brenna í sólinni, rekst hún á föður minn og biður hann um aðstoð. Hann bauð henni bara á diskó í staðinn, þetta var fyrir tíma Tinder svo fólk þurfti að finna aðrar leiðir,“ segir hann og hlær. Móðir Pedro sneri svo aftur heim og faðir hans fór í kjölfarið að venja komur sínar hingað til lands. „Þann- ig var sambandið í einhvern tíma þar til þau giftu sig í Háteigskirkju og einhverju síðar fæddist ég í Lissa- bon. Þar var ég svo fyrstu fjögur árin þar til þau skildu og mamma flutti aftur heim með mig og yngri bróður minn.“ Þótt nýjasti handhafi Íslensku bókmennta- verðlaunanna, Pedro Gunn- laugur Garcia, sé orðinn þreyttur á spurningum um upprunann segist hann þó ekki geta vælt mikið yfir þeim. Fréttablaðið/ Ernir Kom áhættufælinn og bókhneigður í heiminn Pedro segir samskipti hans við föður sinn hafa verið takmörkuð árin á eftir. „Ég man að það kostaði mikið að hringja og maður þurfti að passa hversu lengi maður væri í símanum.“ Tregur til að lesa bók bróðurins Bræðurnir Pedro og Henrik ólust því upp hjá móður sinni á Íslandi en áttu þó alltaf tenginguna við Portúgal. „Bróðir minn heitir reyndar Henrique en mamma ákvað að ein- falda nafn hans þegar við fluttum heim, hún hélt að nafnið yrði honum til trafala hér á landi árið 1988 og skipti seinni hlutanum út svo í dag heitir hann Henrik. Hann er tveggja barna faðir og læknir. Ég hélt að ég ætti þetta einkenni, að vera rithöfundur, í friði, því hann er læknir sem er svolítið flott, en nú er hann líka búinn að skrifa bók svo ég fékk því ekkert að eiga það í friði,“ segir hann og hlær. „Bókin hans er væntanleg í ár og fjallar um reynslu hans sem ungur læknir og brestina í heilbrigðiskerf- inu. Þetta er svakalegt efni, en með miklum húmor.“ Henrik bað eldri bróður sinn að lesa bókina yfir fyrir útgáfu en það var ekki eins auðsótt og ætla mætti. „Hann bað mig þrisvar áður en ég samþykkti það. Ef ég les yfir hjá fólki þá er engin miskunn,“ segir hann og staldrar aðeins við. „Við eigum í per- sónulegu sambandi og ég óttaðist að það gæti myndast gremja okkar á milli, enda tekur fólk gagnrýni misvel. Hann þurfti því að sann- færa mig um að taka þetta að mér og lofaði að hætta ekkert að tala við mig. En svo gekk þetta bara mjög vel. Hann er líka fullorðinn maður og læknir, hann upplifir verri hluti á hverjum degi en að einhver striki yfir eina setningu frá honum,“ segir hann í léttum tón. „Það að lesa yfir handrit og koma með athugasemdir er list út af fyrir sig, það skiptir máli hvernig þú færir gagnrýni í orð enda getur hún alveg lamað fólk. Það þarf að reyna að skilja hvernig bók þetta er og á hverju hún þarf að halda. Stundum þarf róttæka endurskoðun, maður kemur því þá á framfæri og svo er það höfundurinn sem á kvölina. Samtalið er mikilvægt, ég hef fengið yfirlestur á mínum verkum og þá fengið mest út úr lifandi samtölum við yfirlesarana. Ég hef fengið reynslubolta á besta aldri til að lesa yfir en sú yngsta var 23 ára. Mig langaði að fá breidd í aldri og kynjum og það er sannarlega mjög ólíkt sem kemur frá 67 ára karli og 23 ára konu.“ Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is 22 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 18. FeBRúAR 2023 lAUgARDAgUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.