Fréttablaðið - 18.02.2023, Síða 47

Fréttablaðið - 18.02.2023, Síða 47
Við eigum vinalegt og gott samband og hann hvetur mig áfram en það er gjá á milli sem verður aldrei hægt að brúa. Í menntaskóla fór ég að skrifa ljóð og smá- sögur en lagði ekki í að leggja það fyrir mig, fannst ég ekki eiga tilkall. Pedro var ákveðinn í að eignast aldrei börn, óttaðist að verða ekki gott foreldri, en segir föðurhlutverkið hafa komið náttúrulega og hann hafi tengt við einka- soninn, Rafael, sem nú er fimm ára, strax í móðurkviði og þegar hann kom í heiminn fannst Pedro hann ekki nýr, heldur sem þeir þekktust. Fréttablaðið/Ernir Pedro handskrifaði bókina Lungu og endaði á að fá krampa í höndina sem hann var tvo mánuði að jafna sig á, auk þess sem rithöndin breyttist. Fannst ég ekki eiga tilkall Aðspurður segist Pedro alltaf hafa langað að verða listamaður. „En ég vissi ekki hvort ég vildi verða listmálari, kvikmyndaleik- stjóri eða tónskáld. Í menntaskóla fór ég að skrifa ljóð og smásögur en lagði ekki í að leggja það fyrir mig, fannst ég ekki eiga tilkall.“ Eftir menntaskóla starfaði hann í matvöru- og húsgagnaverslunum þar til hann lærði félagsfræði við Háskóla Íslands. „Þegar ég var þrítugur var kom- inn áratugur þar sem ég hafði ekki unnið á afgerandi hátt við neitt list- tengt, þótt ég væri reyndar í hljóm- sveit með vinum mínum. Ég ákvað að það væri kominn tími til að taka sénsinn. Ég gæti ekki lifað þannig að eilífu að ég væri sífellt að bæla niður frumhvöt, það vantaði útrás fyrir sköpunarþörfina.“ Pedro starfaði í fjögur ár með ein- hverfum börnum í Háaleitisskóla. „Það er mesti skóli sem ég hef upp- lifað. Bæði kynni mín af börnunum og starfsfólkinu,“ segir Pedro, sem með fram því starfi fór að skrifa fyrstu bók sína, Málleysingjana. Handskrifaði bókina Undanfarin ár hefur Pedro einbeitt sér að skrifum. „Ég hef verið mjög heppinn með úthlutanir lista- mannalauna. Hef yfirleitt fengið eitthvað, stundum verið mjög hepp- inn og stundum minna. Án þessara launa hefði Lungu aldrei orðið til svo þetta eru sérstök forréttindi,“ segir hann en Lungu tók alls þrjú ár í skrifum. „Fyrsta uppkastið var skrifað að miklu leyti hér,“ segir Pedro og bendir í kringum sig á Café Rósen- berg. Upp úr töskunni dregur hann svo útskrifaðar blokkir, fyrsta upp- kast af Lungum sem hann hand- skrifaði þar til handakrampi neyddi hann til að færa sig yfir á tölvu í lokin. „Þetta fór alveg með höndina á mér. En með því að handskrifa skapast ákveðið f læði, tenging milli huga og handar. Það eru engin öpp eða f lipar á tölvunni sem eru að trufla mann og það er eitthvað við þessa hreyfingu sem er annað en að ýta á takka. En að einhverju leyti er þetta auðvitað líka sérviska. Reyndar átti ég á þessum tíma bara tíu ára gamla tölvu sem alltaf þurfti að vera í sambandi og það eru engar innstungur hér,“ segir hann og hlær. „En svo fékk ég krampa og gat ekki haldið á penna í tvo mánuði og rit- hönd mín, sem varð alltaf verri og verri, breyttist og er enn ekki komin aftur til baka.“ Alltaf eitthvað sem vantar Pedro talar portúgölsku en segir að færnin mætti vera betri. „Ég var svo lítill þegar ég f lutti þaðan, en var alltaf með komplexa yfir þessari takmörkuðu tengingu sem var auðvitað ósanngjarnt gagn- vart sjálfum mér því ég réði því ekki,“ segir Pedro, sem segir fólk alltaf tengja hann við portúgalskan uppruna sinn sem þó sé ekki endi- lega eins mikill og fólki telji vera. „Því hef ég sem áskorun ákveðið að prófa að þýða úr portúgölsku. Það er strembið og ég þarf að glugga töluvert í orðabók en þetta gengur vel. Tíminn er þó knappur enda verður höfundur gestur á bók- menntahátíð hér í apríl.“ Eins og fyrr segir missti Pedro samband við föður sinn eftir skiln- aðinn en segist það hafa komist aftur á þegar þeir bræður fóru að geta ferðast einir og heimsóttu föður sinn á sumrin. „Við eigum vinalegt og gott sam- band og hann hvetur mig áfram en það er gjá á milli sem verður aldrei hægt að brúa. Þegar þú hittir ekki pabba þinn í fimm ár sem barn þá er alltaf eitthvað sem vantar. Hann var ekki hluti af þessum mótunarárum en það er mikill kærleikur okkar á milli. Ég held ég hafi þó ekki áttað mig á því sem barn að hlutirnir gætu verið öðruvísi. Auðvitað spyr maður sig hvers vegna þeir voru það ekki og ég hefði sennilega hegðað mér á annan hátt en hann. En eitt af því sem skiptir máli, sem manneskja og ekki síður sem höfundur, er að reyna að skilja hvernig fólk er, í stað þess að dæma það. Ég hef aldrei borið neina gremju í hans garð.“ Ætlaði aldrei að eignast barn Sjálfur á Pedro fimm ára gamlan son, Rafael. „Ég er allt öðruvísi for- eldri en pabbi var. Ég var heima með son minn í eitt ár þar til hann komst inn á leikskóla tveggja ára. Ég held að Svíar kalli þetta latte-pabba,“ segir hann og á þar við menn sem ganga um bæinn með kaffimál og barnakerru. „Mér finnst það að vera pabbi það eðlilegasta í heimi, sem er svo skrítið þar sem ég var ákveðinn í að eignast aldrei barn því ég hélt ég yrði aldrei gott foreldri. Foreldra- hlutverkið hljómaði sem svo mikil ábyrgð og þetta var líka afleiðing þess hversu lélegt sjálfsálit ég hafði sem ungur maður og unglingur. Ég átti enga peninga og var ekki með neina sérstaka stefnu í lífinu.“ Pedro segist hafa verið tregur til þegar fyrrverandi kona hans brydd- aði upp á barneignum reglulega í nokkur ár. „Mér fannst þetta óþægilegt umræðuefni. En þegar við höfðum eignast íbúð benti hún mér á að við værum orðin hálffertug og þetta gæti tekið tíma. Ég samþykkti þá að við myndum reyna og hún varð ólétt strax. En mér fannst það strax frábært. Ég elskaði allt við það. Ég var auðvitað í þægilegra hlutskipti en hún, en átti sterkt samband við barnið á meðan hann var enn í móðurkviði, talaði við hann og við foreldrarnir fórum saman á nám- skeið. Við fórum í þrívíddarsónar þar sem maður sér barnið vel, svo að þegar hann fæddist fannst mér eins og ég hefði þekkt hann alla ævi." Þetta var eitthvað svo rétt Rafael fékk alþjóðlegt nafn og portúgalskt ríkisfang. „Það snýr ekki að minni sjálfs- mynd en býður honum fleiri mögu- leika í framtíðinni. Hver veit hvaða heimsmynd blasir við eftir 30 til 40 ár? Til dæmis væri auðveldara fyrir hann að sækja um styrki frá Evrópu- sjóðnum. Það er bara praktískt mál.“ Maðurinn sem ætlaði sér aldrei að verða faðir tekur föðurhlutverkið augljóslega alvarlega. „Í fyrsta skipti á ævinni naut ég einhvers jafnvel meira en að skrifa, sem var alltaf draumurinn. Þetta var bara eitthvað svo rétt, sem kom mér á óvart enda verið mjög andvígur barneignum til að segja það bara hreint út.“ Eftir að hafa misst sambandið við föður sinn á svipuðum aldri til margra ára, segist hann þó ekki hugsa til þess í uppeldi sonar síns. „Ég ber mig ekki saman við neinn. Mitt samband við son minn er mjög mikið okkar eigið og hefur komið mjög náttúrulega. Ég er heppinn með það.“ Eftir að Pedro og barnsmóðir hans skildu er sonurinn hjá þeim til jafns. „Við erum frekar samstíga í þessu foreldrasamstarfi. Það er ótrúlega mikils virði og þó að okkar sam- band hafi endað er ég mjög þakk- látur fyrir að eiga hana sem barns- móður.“ Mín bók ekkert betri en hinar Eins og fyrr segir vann önnur skáld- saga Pedro Íslensku bókmennta- verðlaunin á dögunum. Aðspurður um hvaða áhrif það hafi á rithöfund, sem er svo að segja rétt byrjaður, að fá svo mikinn heiður svarar hann: „Það var satt að segja auðvitað frá- bært en eiginlega of mikið. Það er eitthvað við það að vinna eitthvað, sérlega þegar aðrir eru tilnefndir, að maður hugsar að einhver annar hefði frekar átt að fá. Það er ekkert hægt að keppa í bókmenntum og mín bók er ekkert betri en hinar.“ Aðspurður hvort verðlaunin skapi óþægilega pressu fyrir næstu verkefni segist Pedro geta svarað á tvennan hátt. „Já, örugglega, það skiptir máli núna að valda ekki vonbrigðum en svo að einhverju leyti þarf ég ekki að keppast við að þóknast öllum, eins og mér fannst ég stundum vera að gera með þessari bók. En réttasta svarið er að ég veit ekki hvaða áhrif þetta mun hafa. Það kemur bara í ljós. Það eina sem ég veit er að ég get bara skrifað ef mér liggur eitthvað á hjarta.“ Pedro viðurkennir að hafa lagt af stað með næstu bók en þau verkefni hafi strandað. „Mér fannst ég hafa lagt allt í þessa bók og held ég hafi gert það, það hefur því læðst að mér sú hugs- un að nú sé ég bara búinn. En svo heyrir maður í þeim sem hafa skrif- að margar bækur að maður lærir að maður verði að treysta ferlinu, þetta komi. Jón Kalman sagði við mig setn- ingu sem ég hef farið með í hugan- um sem möntru: Að þetta væri eins og lón sem tæmist og fyllist rólega aftur,“ segir hann að lokum og við lesendur verðum að treysta því. n Fréttablaðið helgin 2318. Febrúar 2023 lAUgARDAgUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.