Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.02.2023, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 18.02.2023, Qupperneq 48
Vatnsdeigsbollur á allra færi María segir óvönum bökurum hafa tekist vel upp með þessa uppskrift en mikilvægt sé að fylgja leiðbeiningum í hvívetna. María heldur úti vefsíðunni Paz.is. Mynd/hallur karlssonz Vatnsdeigsbollur sem allir geta gert hráefni 115 g smjör eða Ljóma (best að vigta á vog) 235 g vatn (vigtið það á vog) 1/2 tsk. salt 1 tsk. sykur 130 g hveiti 4 egg Glassúr ofan á 3 dl flórsykur 3 msk. kakó Vatn eftir því hversu þykkan þið viljið hafa hann en byrjið samt fyrst bara með 1-2 msk. og bætið svo við Klípa af salti Þessu er öllu hrært saman í skál og þá er glassúrinn til. Aðferð Setjið vatn, salt, sykur og smjör í pott yfir miðlungshita. Hitið saman þar til byrjar að sjóða. Þegar suðan er komin upp, setjið þá hveitið út í og hrærið stöðugt í með sleif þar til myndast eins og filma í botninn á pottinum og deig- ið er orðið vel blandað saman (alveg í eins og 1-3 mínútur). Setjið svo deigið til hliðar í 3 mínútur (takið tímann og hafið það áfram í pottinum). Bætið nú einu eggi út í og hrærið stöðugt. Fyrst bregður ykkur og haldið að deigið sé að skemmast því það fer allt í sundur en hrærið þar til það er samsett aftur. Hér notið þið bara áfram pottinn og sleif, ekki setja yfir í hrærivél. Þá er að bæta eggi númer 2 í og þá gerist aftur það sama. Þegar deigið er samsett aftur þá er þriðja egginu bætt í og haldið áfram svona þar til öll fjögur eggin eru komin út í. Mér finnst best að sprauta deiginu á ofnskúffu með bökunarpappa. Þá tek ég plastsprautupoka og klippi frekar stórt gat á pokann en hef engan stút. Svo sprauta ég bollu á skúffuna og passa að hafa ágætt bil á milli næstu bollu. Dýfið svo puttanum í vatn og strjúkið yfir geirvörtuna sem mynd- ast ofan á bolluna eða toppinn sem stendur upp þannig að bollan verði flöt að ofan. Penslið svo að lokum með hrærðu eggi (megið sleppa en gerir þær mjög flottar). Bakist í 30-35 mínútur á 190 °C blæstri. Þegar bollurnar eru teknar út, látið þær þá alveg í friði ofan á ofn- skúffunni þar til þær eru orðnar kaldar, þá falla þær ekki og halda lögun sinni. Skerið þær svo í sundur og setjið sultu á botninn og rjóma ofan á og lokið. Toppið með súkkulaðiglassúr og eða flórsykri en bæði er rosa gott. Nytsamleg ráð fyrir bakara n Hér er mikilvægt að slumpa ekki eða breyta og bæta, það er alveg bannað. n Farið alveg 100 prósent eftir uppskriftinni til að þær takist sem allra best hjá ykkur. n Hér þurfið þið bara pott og sleif, ekki færa neitt yfir í hrærivél eins og er svo oft gert, það er alveg óþarfi. n Ykkur gæti fundist eins og deigið sé lint og leki á plötunni en ekki hræðast því bollurnar lyftast og stækka mjög mikið í ofninum. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Matarbloggarinn María Gomez ákvað að hanna ein- falda uppskrift að vatnsdeigs- bollum sem ekki myndu falla þegar þær kæmu úr ofninum. Uppskriftin hefur slegið í gegn og við fengum Maríu til að deila galdrinum. „Ég veit ekki hversu oft ég hef bakað bollur sem koma fullkomnar út úr ofninum, en svo púff, limpast niður við að kólna,“ segir María aðspurð um tilurð uppskriftarinnar. „Hin fullkomna bolla á að vera full af lofti og hol að innan svo hún rúmi nóg af sultu og rjóma.“ María fór því markvisst í að reyna að finna út bæði uppskrift og aðferð til að gera bolluuppskrift sem væri ekki of f lókin og myndi ekki falla um leið og þær koma úr ofni. „Ég „YouTubaði“ hvernig aðferðir eru notaðar í öðrum löndum og man að ég fann myndband sem mér leist svo vel á svo úr varð þessi upp- skrift. Uppskriftin er blanda af því besta úr öðrum uppskriftum sem ég hafði prófað áður og þessari af YouTube og aðferðin varð einhvers konar sambland úr nokkrum upp- skriftum líka.“ María segist í gegnum tíðina hafa bakað vatnsdeigsbollur af öllum sortum og gerðum. Endaði á að kaupa úti í búð „Þær hafa allar verið sæmilegar og eins og ég sagði falla oft þegar þær koma úr ofninum og verða meira eins og kramdar, blautar inn í eða ekki góðar. Margar bragðgóðar, bara ekki svona holar að innan og fallega kringlóttar eins og þær eiga að vera. Mér finnst líka oft aðferðin við bollubakstur vera of f lókin eða mikið vesen svo ég nennti oft ekki að baka bollur, bara út af því og endaði í gamla daga stundum bara á að kaupa úr búð og setja á þær heima. En síðustu ár hefur ekki komið neitt annað til greina en að baka þessar.“ Bannað að slumpa María segir uppskriftina heppnast í langf lestum tilvikum hjá fjölda manns. „Þetta er fólk sem hefur ekki endilega mikla reynslu eða hefur margreynt að baka bollur og mis- tekist.“ Í kringum hvern einasta bolludag fær María fjöldann allan af sk ilaboðum eða töggum á Instagram frá fólki sem er alsælt með bollurnar sínar og margir að gera í fyrsta skiptið. „En svo þarf líka bara að nota pott og sleif og ekkert annað, ekki færa yfir í hrærivél eða neitt aukavesen. Ekkert nema handaf l og einfald- leiki. Það eina sem er mikilvægt að gera er að fara nákvæmlega upp á gramm eftir uppskriftinni og fara algjörlega eftir aðferðinni. Hér er mikilvægt að slumpa ekki eða breyta og bæta, það er alveg bannað!“ segir hún ákveðin. Sjálf bakar María vanalega tvö- falda uppskrift að þessari fyrir stóra daginn sem er á mánudaginn, eða hún gerir þrjár mismunandi. „Þessi uppskrift er samt klárlega sú allra vinsælasta enda er þetta hefðbundna, gamla góða oftast það sem þykir best á mínu heimili og vinsælast á bloggsíðunni,“ segir hún. María er svo ekkert að flækja það hvað fer á bollurnar og segir það hefðbundið, einfalt og gott. „Það sem er alltaf vinsælast heima hjá mér er súkkulaðiglassúr og mis- munandi sulta, sumum finnst rifs- berjahlaup best, öðrum jarðarberja en mér finnst hindberjasulta best, já og svo auðvitað þeyttur rjómi.“ María prófaði sig áfram ákveðin í að finna einfalda uppskrift að vatnsdeigsbollum sem ekki myndu falla. Hún segir uppskriftina á allra færi, svo lengi sem henni sé fylgt. Mynd/María goMez 24 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 18. FeBRúAR 2023 lAUgARDAgUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.