Fréttablaðið - 18.02.2023, Qupperneq 56
Það er
alveg
ótrúlegt og
kemur
gríðarlega
á óvart að
sjá hversu
mikla
útbreiðslu
þetta verk
hefur.
Ólöf Kristín Sig-
urðardóttir,
safnstjóri Lista-
safns Reykja-
víkur
Tveir listamenn í poka. John og Yoko.
Friðarsúlan í Viðey verður
tendruð í dag á afmæli Yoko
Ono, framúrstefnulistakon-
unnar sem alltaf vill virkja
áhorfandann og gera hluta af
verkum sínum.
Aldursforsetinn í Bítlafjölskyldunni
er níutíu ára í dag.
Íslandsvinurinn og framúrstefnu-
listamaðurinn Yoko Ono fæddist í
Tókýó í Japan á þessum degi fyrir
níutíu árum.
Yoko steig ung sín fyrstu spor á
listasviðinu og byrjaði að skapa sér
nafn þegar á sjötta áratug síðustu
aldar. Var hún einn svokallaðra
Fluxus-listamanna.
Síðast hélt Yoko sýningu hér
á landi í Hafnarhúsi Listasafns
Reykjavíkur veturinn 2016 til 2017
undir nafninu Ein saga enn. Kom þá
fram í kynningu á listamannninum
á heimasíðu safnsins að hún sé
leiðandi myndlistarmaður á sviði
tilrauna og framúrstefnu.
„Fyrst og fremst hefur hún þó
verið frumkvöðull í að endurskoða
listhugtakið, draga listaverkið sem
hlut í efa og aukinheldur að brjóta
niður hefðbundna múra milli ólíkra
listgreina. Með verkum sínum hefur
Yoko Ono myndað nýstárleg tengsl
við áhorfendur þar sem hún býður
þeim að taka þátt í sköpun þeirra.
Þá sameinar hún tvo heima – hinn
austræna og hinn vestræna – sem
virka ef landi og styrkjandi fyrir
hvor annan í samfelldri nýsköpun,“
sagði á vefsíðu Listasafns Reykja-
víkur á þessum tíma.
Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safn-
stjóri Listasafns Reykjavíkur, segir
stað Yoko vera í hugmyndalistinni.
Á sýningunni í Hafnarhúsinu hafi
afstaða Yoko til listarinnar kristall-
ast. „Það er að segja að listaverk sé
ekki endilega hlutur heldur athöfn
eða þátttaka byggð á einhvers konar
ferli. Fyrir þá sýningu fluttum við til
dæmis ekkert til landsins annað en
stafræn skjöl og síðan söfnuðum við
saman dóti eftir hennar fyrirmæl-
um til notkunar á sýningunni. Hún
er alltaf að velta fyrir sér þátttöku
áhorfandans og virkni hlutarins
umfram hlutinn sjálfan,“ útskýrir
Ólöf.
Yoko Ono efndi einnig til sýning-
ar hér á landi árið 1991. Var sú sýn-
ing á Kjarvalsstöðum. „Jafnframt
því sem verk listakonunnar hafa til
að bera ákveðinn jákvæðan boð-
skap, þá ögra þau áhorfendum og
hvetja þá til að hugsa,“ sagði í grein
sem Eiríkur Þorláksson skrifaði um
sýninguna í Morgunblaðið 28. maí
1991.
„Jafnframt því sem myndlistin
bregður spegli hins nöturlega raun-
veruleika upp fyrir samfélagið, þá
heldur hún í vonina um betri heim,
og verk Yoko Ono bera þá von svo
sannarlega með sér. Það væri auð-
velt að láta kaldhæðnina ná yfir-
ráðunum, en það væri líka uppgjöf,“
sagði Eiríkur áfram í grein sinni.
„Yoko notar listina til að vinna að
Yoko Ono níræð og hugurinn enn sterkur
sínum hugsjónum,“ segir Ólöf. Hún
nefnir að í raun hafi Yoko tekið eitt
af fyrstu skrefunum í átt að MeToo-
byltingunni með verkinu Upp-
risunni frá árinu 2013 sem taki á
ofbeldi gegn konum.
„Í því verki kallar hún eftir
sögum þar sem konur eru að segja
frá reynslu sinni af of beldi. Með
þessum litlu sögum fylgja myndir af
augum þessara kvenna,“ segir Ólöf.
Þetta verk hafi meðal annars verið á
fyrrnefndri sýningu í Hafnarhúsinu
og þá hafi verið kallað eftir sögum
kvenna þaðan. Sögur bárust þá víða
að úr heiminum.
Yoko Ono lét ekki síður taka til
sín á tónlistarsviðinu. Hún er meðal
annars meðhöfundur eiginmanns
síns, Johns Lennon heitins, að lag-
inu Imagine. Er það einn alfrægasti
friðarsöngur í heimi og ákveðinn
grundvöllur Friðarsúlunnar í Viðey
sem Yoko lét reisa í Viðey til minn-
ingar um Lennon sem myrtur var
í New York í desember 1980. Þess
utan hefur Yoko sent frá sér margar
plötur, sumar í samstarfi við Lenn-
on og aðrar sem hún gerði í eigin
nafni eftir andlát hans.
Um þessar mundir er opin í Hafn-
arhúsinu sýningin Kviksjá þar sem
sýnd eru verk úr safni Listasafns
Reykjavíkur sem eru eftir erlenda
listamenn. Þar á meðal eru fimm
verk eftir Yoko Ono.
Nú í kvöld, á laugardagskvöldi,
verður Friðarsúlan tendruð á
afmælisdegi Yoko sem fyrr. Verða
ljósin kveikt um sólsetursbil.
„Þau er mikils virði fyrir Reykja-
vík,“ segir Ólöf um þessi sérstöku
tengsl Yoko Ono við Ísland. Á hverju
ári þegar Friðarsúlan sé tendruð sé
athöfn á samskiptamiðlum Yoko.
Þar sé hægt að sjá hvar í heiminum
fólk sé að fylgjast með þessum við-
burði. „Það er alveg ótrúlegt og
kemur gríðarlega á óvart að sjá
hversu mikla útbreiðslu þetta verk
hefur og hversu mikla merkingu það
hefur fyrir fólk úti um allan heim.“
Í tilefni afmælisins hefur Sean,
sonur þeirra Yoko og Johns Lennon,
útbúið stafrænt óskatré þar sem fólk
getur skráð óskir sínar. Slóð á óska-
tréð má finna á vefsvæði Listasafns
Reykjavíkur.
Þótt Yoko standi nú á níræðu og
sé ekki eins mikið á faraldsfæti og
áður fyrr segir Ólöf hana enn virka.
„Hugurinn er sterkur,“ segir safn-
stjórinn um listakonuna merku. n
Garðar Örn
Úlfarsson
gar
@frettabladid.is
Listaverkið Friðarsúlan
sem Yoko Ono lét reisa
til minningar um eigin-
mann sinn, Bítilinn John
Lennon heitinn, mun lýsa
í kvöld í tilefni afmælis
þessa góða Íslandsvinar.
32 menning FRÉTTABLAÐIÐ 18. FeBRúAR 2023
LAUgARDAgUR