Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.02.2023, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 18.02.2023, Qupperneq 58
Ég reyni alltaf að filma hverja tónleika einu sinni og það eru nokkrar ástæður fyrir því að ég vil endilega kvikmynda þetta á Íslandi. odduraevar@frettabladid.is Erika og Sverrir, foreldrar systranna Brynju Mary og Söru Victoru, segjast ekkert vera að spá í úrslit dönsku undankeppninnar fyrir Eurovisi- on þótt ekki sé útilokað að klúður í símakosningu hafi kostað dætur þeirra sigurinn. Veðbankar höfðu spáð systrunum, sem saman kalla sig Eyjaa, sigri með laginu I Was Gonna Marry Him en lagið er eftir sama teymi og samdi sigurlag Eurovision 2013, Only Tear- drops með Emmelie de Forrest. Meiri háttar klúður varð í síma- kosningu Melodi Grand Prix þar sem rangt númer birtist fyrir systurnar á skjánum. Þá virkaði hljóðneminn ekki þegar viðtöl voru tekin við stelpurnar svo danska þjóðin fékk aldrei að heyra í þeim á meðan hægt var að kjósa. „Þær eru okkar sigurvegarar en við viljum að réttlætið nái fram að ganga í þessu,“ segir Sverrir en þau hjónin furða sig mjög á áhugaleysi ríkisút- varpsins danska sem hefur tekið umkvörtunum þeirra fálega. „Við erum ótrúlega stolt af þeim og frammistöðu þeirra. Þær eru þakklátar fyrir þessa reynslu, sem þær hefur dreymt um, en auðvitað finnst þeim þetta líka leiðinlegt því þær fá endalaust að heyra frá fólki að það hafi kosið vitlaust eða ekki getað kosið,“ segja þau. Skrítin upplifun Sverrir og Erika voru á keppninni í Arena Næstved-höllinni. „Þetta byrjaði vel en varð svo bara ömur- legt,“ segir Sverrir og Erika segist fljótt hafa orðið vör við glundroða. „Það er enn mikil óánægja með þessa keppni og hvernig að þessu var staðið,“ segir hún en Ekstrabla- det hefur í fyrirsögn slegið fram efasemdum um hvort Reiley gæti talist raunverulegur sigurvegari vegna mistaka við atkvæðagreiðslu. Framkvæmdastjóri keppninnar, Erik Sturve Hansen, hefur fullyrt að mis- tökin hafi ekki haft áhrif á úrslitin. Erica segir teymi stelpnanna hafa reynt að stöðva keppnina og beðið um að þetta yrði lagað. „En var tjáð að það væri ekki hægt þar sem um beina útsendingu væri að ræða. Þetta var rosalega skrítin upplifun.“ Aðrir keppendur hafi sömuleiðis verið ósáttir, enda hafi mistökin bitnað á öllum, ekki aðeins stelp- unum. Keppninni hafi hins vegar verið haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. n Sjá nánar á frettabladid.is Eyjaa-systur eru sigurvegarar í huga foreldra sinna Stoltur pabbinn með dætrunum sem eru sigurvegarar í hans huga en for- eldrarnir reyna að láta umdeild úrslitin ekki trufla sig. Mynd/AðSend Björk tekur talsverða áhættu með því að flytja Cornucopia- sýninguna sína til Íslands. Henni er það þó slíkt hjartans mál að hún ætlar að sæta færis í sumar og umturna Laugardalshöllinni fyrir við- burð sem verður líklega betur lýst sem upplifun heldur en eiginlegum tónleikum. toti@frettabladid.is Cornucopia er umfangsmesta verk- efni Bjarkar hingað til og til einföld- unar má segja að með henni færi hún þann sýndarveruleika sem hún hefur lagað að tónlist sinni á liðnum árum yfir í raunheima með fáheyrð- um fjölda talrænna leiktjalda. „Venjulega á maður ekki að tala um peninga,“ segir Björk og biðst forláts áður en hún bendir á að í raun sé eiginlega ekki hægt að koma með sýninguna til Íslands. „Þannig að þetta er svolítil áhætta en mér finnst bara svo mikilvægt að gera þetta hérna,“ heldur Björk áfram og segist þegar hafa gert nokkrar atrennur að Íslandi en þurft frá að hverfa vegna Covid. Þótt Covid-þokunni sé að mestu létt er sú óáran enn að gera tónlist- arfólki lífið leitt og Björk bendir á að í kjölfar faraldursins hafi kostnaður við flugfrakt allt að því fjórfaldast. „Það eru alls konar stórar hljóm- sveitir úti að hætta við tónleika vegna þess að það kostar fjórum sinnum meira að fara með allar græjurnar milli landa.“ Og það er vitaskuld enginn smá farangur sem fylgir Björk og Cor- nucopiu heim til Íslands. „Það eru aðallega öll þessi tjöld og svona þannig að þetta er rosalega kostnað- arsamt en ég redda mér,“ segir Björk og bendir á að hún hafi þarna vöðva til að hnykla eftir að hafa verið lengi í bransanum. Höll sýndarveruleikans „Þetta verður kannski svo- lítið snúið en núna ætlum við bara að kýla á þetta,“ segir Björk um tón- l i st a r uppl i f u n i na sem hún ætlar að bjóða upp á í Laugar- dalshöll þrjá daga í júní; þann sjöunda, tíunda og þret- tánda. C or nu c opi a , sem Björk kallar „ t a l r æ n t l e i k- hús“, er stærsta sýningin sem hún hefur sett upp og á þeim tveimur klukkustundum sem upplifunin varir f lytur hún tónlist af bæði Útópíu og Fos- soru. Cornucopia er íslenskt verkefni Björk á Orkest- ral-tónleikum í Buenos Aires. Mynd/SAntiAgo Felipe Áhorfendur eru umkringdir 24 talrænum skjáum og leiktjöldum á meðan Björk f lytur tón- list sína með kór, f lautur, klarínett, slagverk og f jölda sérsmíðaðra hljóðfæra sér til full- tingis. L a u g a r d a l s h ö l l verður gjörbreytt og gestum boðið í stór- fenglegt landslag sem s a m a n s t e n d u r a f gróskumiklum litum, framtíðarkenndum sýndarveruleika og draumkenndri áferð náttúrunnar. Kvikmyndað í Reykjavík „Ég reyni alltaf að filma hverja tón- leika einu sinni og það eru nokkrar ástæður fyrir því að ég vil endilega kvikmynda þetta á Íslandi,“ segir Björk sem ætlar að nota tækifærið í júní og tjalda öllu til svo allar bestu hliðar Cornucopiu fái notið sín. „Mér f innst þetta náttúrlega mjög íslenskt verkefni þótt það sé á ensku og langar bara að hafa svo- lítið íslenskt umhverfi og íslenska áhorfendur. Þannig að þegar maður verður gamall í ruggustólnum og horfir á kvikmyndirnar þá er æðis- legt að hafa filmað þetta á Íslandi.“ Björk bendir einnig á að kvik- myndin verði ekki síður íslenskt verkefni en sýningin sem á að kvik- mynda því Ísold Uggadóttir ætli að leikstýra og Sara Nassim, einn fram- leiðenda Dýrsins, muni framleiða. Snýst ekki um peninga Björk hefur undanfarið ár unnið náið með forriturum í fremstu röð og fengið stóra keppinauta í hinum stafræna heimi, á borð við Google, Amazon og Apple, til þess að sam- eina krafta sína í þróun þeirrar tækni sem hún notar til þess að framkalla hugmyndir sínar um samruna tónlistarinnar og hins sýnilega. „Ég fæ líka oft aukavelvild af því ég er ekkert að reyna að selja í ein- hverjum skrilljón eintökum. Það er stundum styrkur líka að vera ekki Beyoncé. Fólk veit að ég er ekki að reyna að búa til peninga. Ég er í þessu akkúrat af öfugum ástæðum. Nú er ég ekkert að setja út á Beyoncé en fólk vill koma í samstarf með mér vegna þess að þau vita að ég er bara að gera þetta til að láta ákveðna tækni þróast, þroskast. Og á endanum sögðu allir bara já,“ segir Björk um eina ástæðu þess að henni hafi tekist að fá harða keppinauta til að vinna saman. „Síðan eru það ekkert endilega frumkvöðlarnir sem vilja pening og það er oft á næsta stigi sem það er vond lykt af þessu.“ Gaman að nördast Björk segir heimspekina á bak við samrunann milli tónlistarinnar og hins sjónræna enda ekki hafa orðið til á einum degi og þótt ætla mætti að það að skapa og semja tónlistina sé ærið verk þá hefur hún einnig á liðnum árum unnið náið með sér- fræðingum á tæknihliðinni. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því og ein er kannski bara forvitni,“ segir Björk þegar hún spurð hvers vegna hún sé einnig á kafi í forrit- unarvinnunni. „Það er líka af dálítið eigingjörnum ástæðum því mér finnst mjög skemmtilegt að hanga með ógeðslega hressandi nördum,“ segir hún og bendir á að þetta sé líka liður í því að drepast ekki úr leiðindum á ferli sem telur eitthvað í kringum fjóra áratugi, eftir því hvar byrjað er að telja. n Björk frumsýndi Cornucopia í New York og er hér í fullum skrúða ásamt kórnum 2019. Mynd/SAntiAgo Felipe 34 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 18. FEBRúAR 2023 lAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.