Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 8
Eins og staðan er í dag er enginn ávinningur af því fyrir sveitarfélög að gefa út fram- kvæmdaleyfi fyrir frekari virkjanir. Haraldur Þór Jónsson, sveitar- stjóri Skeiða- og Gnúpverja- hrepps Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúp- verjahrepps vill að tryggt verði með lögum strax á vorþingi að virkjanir skili tekjum til þeirra svæða þar orkan verður til. Hann segir nýleg gögn sýna að sveitarfélög sitji uppi með tap upp á tugi milljóna af orku- framleiðslu á meðan Lands- virkjun mali gull. Virkjanir í landi Þjórsár eiga sér langa sögu. Í dag eru sjö virkjanir á svæðinu og áform uppi um að fjölga þeim til að mæta fyrirsjáanlegum orkuskorti. Ein þeirra virkjana sem eru á teikniborðinu í landi Skeiða- og Gnúpverjahrepps er Hvamms- virkjun. Fyrir í sama sveitarfélagi er svo önnur stærsta vatnsaflsvirkjun landsins, Búrfellsvirkjun. „Raunveruleikinn er sá að það vofir yfir okkur orkuskortur og við erum að stefna inn í mjög alvarlega stöðu með tilliti til orkuskipta,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverja- hrepps. Hann hefur frá því hann tók við sem sveitarstjóri eftir síðustu kosn- ingar, haft vaxandi áhyggjur af því hve lítið sveitarfélög beri úr býtum af orkuframleiðslu á sínum svæðum. Haraldur segir gögn sýna, svo ekki verði um villst, að tap Skeiða- og Gnúpverjahrepps stefni í að vera tugir milljóna á hverju ári af orkuframleiðslu í sveitarfélaginu. Nærumhverfið sitji eftir með tjónið á meðan Landsvirkjun mali gull. „Við erum með nýlega greiningu KPMG í höndunum sem sýnir að tekjurnar sem samfélagið hefur af orkustarfseminni, í gegnum fasteignaskatta, koma allar til frá- dráttar í gegnum jöfnunarsjóð. Sem er auðvitað fráleit ráðstöfun,“ segir Haraldur. Hann segir að Landsvirkjun hafi greitt 240 milljónir í formi fasteigna- gjalda til Skeiða- og Gnúpverja- hrepps á síðasta ári. Á móti stefni í að skerðing jöfnunarsjóða verði 270 milljónir. „Við hreinlega töpum á þessu. Samfélagið hefur engan ávinning af orkustarfseminni sem á að heita grundvöllur velmegunar í þessu landi.“ Haraldur segir að þetta líti kannski ekki út fyrir að vera háar tölur en þær skipti sköpum fyrir lítið sveitarfélag. „Við þetta bætist svo þessi öfug- þróun sem við höfum séð á síðustu áratugum að öll störfin og verð- mætin sem fylgja starfseminni eru horfin af svæðinu,“ segir Haraldur. Í síðustu viku sendi sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá sér bókun þar sem tekjuskipting hins opinbera í tengslum við orkufram- leiðslu er harðlega gagnrýnd. Þar segir að ekkert samtal hafi átt sér stað á milli ríkis og sveitarfélaga um skiptingu tekna. Því sé nauð- synlegt að staldra við áður en frek- ari framkvæmdum  verði hleypt í gegnum skipulagsferli sveitarfélaga. Það sé mat sveitarstjór nar að engin orkuskipti verði á Íslandi í náinni framtíð nema sanngjarnari skipting auðlindanna verði fest í lög. „Við getum ekki látið eins og það sé formsatriði að sveitarfélög sam- þykki framkvæmdaleyfi vegna virkjana sem engu skila til nærsam- félagsins. Af hverju í ósköpunum ættum við hleypa þessu í gegn?“ spyr Haraldur. „Við getum einfaldlega ekki sætt okkur við að þessi verðmæti fljóti út úr sveitarfélaginu eins og við séum eitthvað þriðja heims samfélag.“ Haraldur vill að á þessu verði gerð bragabót með lagasetningu og það strax á yfirstandandi vorþingi. „Venjulegt fyrirtæki skilar um það bil átta prósentum af sinni veltu til samfélagsins í formi útsvars og fasteignagjalda. En þegar kemur að orkuframleiðslu þá eru tekjurnar, í okkar tilfelli, núll prósent. Þetta er langstærsta hagsmunamál þess fólks sem kýs að búa sér til framtíð utan þéttbýlasta kjarna landsins,“ segir Haraldur. „Ef okkur lánast að breyta því hvernig við nálgumst þessa hluti gætum við verið með í höndunum eitt öflugasta byggðaþróunarverk- efni Íslandssögunnar. Þetta mun skipta sköpum fyrir sveitarfélögin.“ Haraldur  hefur átt fundi  bæði með umhverfisráðherra og for- stjóra Landsvirkjunar um málið að undanförnu og hann segir að þeirra viðbrögð hafi verið mjög jákvæð. „Við ráðherrann erum sammála. Þetta kerfi sem við höfum komið okkur upp í orkumálum gengur ekki upp. Forstjóri Landsvirkjunar er sama sinnis og ráðherra. Það vilja allir breyta þessu. Það eina sem skortir er lagastoðin.“ Og þess vegna, segir Haraldur, þurfi Alþingi að grípa inn í og gera það hratt. Fyrirhuguð nýting vegna orkuskipta geti ekki beðið eftir að svo risastórt mál velkist um í ein- hverjum nefndum og stýrihópum árum saman. „Við megum engan tíma missa. Eins og þetta er í dag er enginn ávinningur af því fyrir sveitarfélög að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir frekari virkjanir.“ Útfærslan sé í höndum löggjafans, segir Haraldur, sem vill að einfaldur skattur verði lagður á orkufram- leiðsluna, sem deilist svo á þau sveit- arfélög sem í hlut eiga. Hvort sem um er að ræða nýtingu vinds, vatns eða jarðvarma. Tíminn sé núna og fyrir- huguð orkuskipti séu undir. n Tapa tugum milljóna á virkjunum Guðmundur Gunnarsson ggunnars @frettabladid.is Búrfellsvirkjun, sem er í landi Skeiða- og Gnúpverja- hrepps, er önnur stærsta vatnsafls- virkjun landsins. Framkvæmdir við stækkun virkjunarinnar hafa staðið yfir undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN 8 MARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 22. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.