Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 17
Hrafnhildur hefur starfað sem einkaþjálfari hjá World Class í um 19 ár. Hún þjáðist af ristilvandamálum og bak- flæði í áratugi vegna með- gönguógleði, sem orsakaði sjö mánaða uppköst. Fyrir nokkrum árum fór Hrafn- hildur Hákonardóttir í ristil- speglun vegna óþæginda í ristli og meltingarvandamála. „Ristillinn hafði verið til trafala í 25 ár frá því ég var ólétt. Á meðgöngunni ældi ég daglega í um sjö mánuði. Eins eðlilegur hlutur og ólétta er fyrir kvenlíkamann eru sjö mánuðir af uppköstum ekkert grín fyrir lík- amsstarfsemina. Ég hlaut af þessu varanlegar skemmdir á vélinda sem orsaka bakflæði. Einnig hafði þetta slæm áhrif á ristilinn, sem hafði þau áhrif að ég fór að finna fyrir verkjum í baki og líkam- anum öllum. Ég hafði lengi tekið inn ýmis magalyf og alltaf þurft að passa hvað ég borðaði af hveiti- og mjólkurvörum, en það tók mig nokkur ár að átta mig á að þessar matartegundir færu illa í mig. Mér var ráðlagt að taka inn magnesíum til þess að koma jafnvægi á meltinguna og róa ristilinn. Ég prufaði nokkrar tegundir en þær hentuðu mér ekki. Til allrar hamingju var mér bent á magnesíum með fjallagrösum frá ICEHERBS, en fjallagrös eru mjög mýkjandi. Nú hef ég tekið magnesíumblönduna í um fimm ár og aldrei liðið betur. Ég er komin með sléttan maga og meltingin er komin í hið stakasta lag. Með því að taka reglulega inn magnesíum með fjallagrösum get ég jafnvel leyft mér að svindla, því ég veit fátt betra en að geta fengið mér pasta og hvítlauksbrauð á góðum degi. Við bakflæðinu tek ég hósta- mixtúru með fjallagrösum frá ICE- HERBS. Mixtúran er bragðgóð og mjúk í hálsi og hjálpar mér að sofa eins og engill,“ segir Hrafnhildur. Einstök blanda Magnesíumskortur er eitt stærsta lýðheilsuvandamál sem við glímum við í nútímanum. Magn- esíum er eitt mikilvægasta stein- efni í líkamanum og kemur við sögu í yfir 300 efnaskiptum, allt frá slökun vöðva- og taugakerfisins, virkni hjarta- og æðakerfisins og í upptöku steinefna. Magnesíum blandan frá ICEHERBS er einstök á heimsvísu og inniheldur magn- esíum citrate og handtínd, íslensk fjallagrös. Fjallagrösin og magn- esíumið virkar saman á einstakan hátt. Fjallagrösin mýkja melting- una og magnesíum eykur upptöku á steinefnum úr fjallagrösunum. Magnesíum citrate er eitt fárra bætiefna sem er gott að taka inn að staðaldri, en það er mjög erfitt að fá nægt magnesíum úr fæðunni. Þá er mælt með að þeir sem stunda líkamsrækt taki magnesíum reglu- lega. Áhrif magnesíums Magnesíum stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi og er talið bæta gæði svefns og draga úr fótapirr ingi og sinadrætti. Þá stuðlar magn- esíum að því að draga úr þreytu og lúa. Magnesíum er einnig notað í meðhöndlun meltingarvandamála. Það eykur vatnsinntöku í melt- ingarkerfið sem auðveldar líkam- anum að melta og losa hægðir. Þá er magnesíum einnig hreinsandi og hefur góð áhrif á ristilinn. Það stuðlar líka að eðlilegri starfsemi taugakerfisins. Leyndarmál frá náttúrunni Fjallagrösin hafa öldum saman verið notuð sem náttúruleg heilsujurt á Íslandi. Þau eru rík af steinefnum og stuðla að heilbrigðri þarmaflóru. Þá eru fjallagrös vatnslosandi og minnka bjúg. Fjallagrös innihalda einnig trefjar sem mynda mýkjandi himnu á slímhúð í maga sem bætir og mýkir meltinguna. Hrein náttúruafurð Markmið ICEHERBS er að nýta náttúruauðlindir sem tengjast íslenskri hefð og sögu og vinna í hreina neytendavæna vöru fyrir viðskiptavini. „Við hjá ICEHERBS leggjum áherslu á að framleiða hrein og náttúruleg bætiefni sem byggja á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Við viljum að vörurnar okkar nýtist viðskipta- vinum okkar, að virkni skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar efnanna viðhaldi sér að fullu. Þá notum við enn fremur engin óþörf fylliefni.“ n ICEHERBS fæst í öllum betri mat- vöruverslunum, apótekum og heilsuvöruverslunum og í nýrri vefverslun á www.iceherbs.is. Kemur ró á ristilinn Magnesíum með fjallagrösum frá ICEHERBS hefur hjálpað Hrafnhildi Hákonar dóttur mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Daníel Ingi Egilsson úr FH átti svo sannarlega góðu gengi að fagna á Meistara- móti Íslands í frjálsum íþróttum um nýliðna helgi. gummih@frettabladid.is Daníel vann tvo Íslandsmeistara- titla en hann bar sigur úr býtum í langstökki og í þrístökki, þar sem hann gerði sér lítið fyrir og stór- bætti 12 ára gamalt Íslandsmet. Metstökkið mældist 15,49 metrar en gamla metið var 15,27 metrar og var í eigu Kristins Torfasonar. „Þetta var hreint út sagt frábær helgi og ég gæti ekki verið ánægð- ari með árangur minn,“ segir hinn 23 ára gamli Daníel Ingi. Spurður hvort hann hafi vænst þess að slá Íslandsmetið á þessum tímapunkti segir hann: „Ég hafði það á tilfinningunni að metið gæti fallið þó svo að á mótunum fyrir Meistaramótið hafi niður- staðan ekki verið sú sem ég vildi. Ég hugsaði samt með mér hvort Meistaramót Íslands gæti orðið sá tímapunktur sem ég myndi slá metið og það varð raunin. Ég var í góðum gír og það var frábær til- finning þegar ég sá að ég hafði bætt metið.“ „Eins og staðan er núna þá er ég ekkert að leggja meiri áherslu á þrístökkið frekar en langstökkið. Mér finnst ég vera jafn vel settur í báðum greinum en svo getur komið sá tími að maður þurfi að ákveða hvor greinin verði númer eitt,“ segir Daníel, sem tryggði sér Hætti í sjö ár en stefnir nú hátt Daníel Ingi stórbætti Íslandsmetið í þrístökki innanhúss á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI að draga frjálsíþróttaskóna aftur fram í september 2021. Ég vissi að ég hefði grunninn úr frjálsum eftir að hafa verið í þeim sem barn og ég sé ekki eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun. Nú er ég búinn að æfa af krafti í eitt og hálft ár eftir endur- komuna og ég tel það mikið afrek að hafa náð að slá Íslandsmetið eftir svo stuttan tíma. Þetta gefur mér mikið sjálfstraust.“ Það er nóg fram undan hjá stökkvaranum efnilega úr Hafnar- firði á þessu ári og hann stefnir að því að taka þátt í stórmótum á komandi árum. „Það er alltaf markmið og draumur að komast á stóra sviðið. Það er langtímamark- mið en fyrst er að setja fyrir sig þessi minni markmið og ná þeim sem geta svo skilað manni stóra draumnum.“ Tengir íþróttina við námið Daníel Ingi stundar nám í íþrótta- fræði við Háskólann í Reykjavík og er þar á fyrsta ári. „Þetta er mjög skemmtilegt nám og gaman að geta tengt íþróttina sína við námið sitt, geta nýtt námið til að hjálpa mér að þróa íþróttaferilinn og vonandi í framtíðinni að geta unnið eitthvað tengt íþróttum,“ segir Daníel. Hann er þjálfari hjá fimmta og sjötta bekk hjá Frjálsíþróttadeild FH. „Það er mjög gefandi og skemmtilegt að þjálfa þessa krakka og góð tilfinning að geta verið fyrirmynd fyrir þessa ungu kyn- slóð. Sjálfur var ég alltaf með mínar fyrirmyndir sem barn og horfði upp til þeirra.“ n sigur í langstökkinu með því að stökkva 7,23 metra en Íslands- metið á Jón Arnar Magnússon, 7,82 metrar. Dreymir um að slá met Vilhjálms Íslandsmetið í þrístökki utanhúss er svo sannarlega komið til ára sinna en það er er í eigu Vilhjálms heitins Einarssonar, 16,70 metrar, sem hann setti árið 1960. Skildi Daníel vera horfa til þess að bæta þetta 63 ára gamla met? „Það yrði náttúrulega algjör draumur að slá það met. Ég hef heyrt það frá mörgum að ef það er eitthvað sem Vilhjálmur Einars- son hefði viljað verða vitni að þá hefði það verið að sjá einhvern slá Íslandsmet hans. Það yrði heiður fyrir mig að geta heiðrað minn- ingu hans með því að slá metið og markmiðið til næstu tveggja ára hjá mér er að ná því. Það verður mikil vinna en hún á eftir að skila sér,“ segir Daníel Ingi en hann hefur lengst stokkið 15,31 metra utanhúss. Daníel Ingi segist hafa byrjað að æfa frjálsar íþróttir ungur að árum. „Ég byrjaði í frjálsum sem barn og var í þeim alveg þar til ég var 16 ára gamall. Þá hætti ég í þeim. Það kom einhver leiði í mig og ég sneri mér að fótbolta og vildi gefa honum tækifæri. Ég spilaði fótbolta í sjö ár, með FH og Álftanesi en sá tími kom að ég fékk nóg af fótboltanum og ákvað Ég hafði það á tilfinningunni að metið gæti fallið þó svo að á mótunum fyrir Meistara­ mótið hafi niðurstaðan ekki verið sú sem ég vildi. ALLT kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 22. febrúar 2023

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.