Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 13
 Jón Steindór Valdimarsson formaður Evrópu- hreyfingarinnar Ísland hefur allt frá því það varð sjálfstætt og fullvalda fikrað sig áfram í alþjóðlegri samvinnu og gerst aðili að mikilvægum alþjóð- legum samningum og stofnunum. Að tryggja sinn hag Tilgangurinn er ávallt sá að tryggja hagsmuni Íslands, vinna að sam- eiginlegum markmiðum og verk- efnum til að leysa úr vanda eða koma í veg fyrir hann. Fullveldi Íslands sé best tryggt með því að sitja við þau borð þar sem reglur eru mótaðar og ákvarðanir teknar. Fyrir allar þjóðir, ekki síst hinar minni, er lífsnauðsynlegt að net stofnana og samninga sé sem þétt- ast og taki til sem f lestra þátta er lúta að samskiptum og leikreglum á alþjóðavettvangi. Með því móti er reynt að koma í veg fyrir að þeir sem stærri eru og voldugri beiti afli til að ná sínu fram. Mörg farsæl skref Ísland er í hópi fámennustu ríkja heims en er að mörgu leyti afar vel sett frá náttúrunnar hendi og hefur tekist að skipa sér mjög framarlega á marga mælikvarða. Það hefur mörgu að miðla og getur borið höf- uðið hátt á alþjóðavettvangi. Hér verða ekki talin upp öll þau skref sem stigin hafa verið og þeir hagsmunir sem hafa verið undir né sá mikli ávinningur sem Ísland hefur haft af því að vera virkur þátttakandi. Eins og gengur hafa sum þeirra skrefa verið tekin hratt og örugglega en önnur verið hik- andi, sum nær óumdeild en önnur mjög umdeild. Heilt yfir hefur þó reynslan sýnt að þau hafa reynst þjóðinni farsæl. Vandi þiggjandans Á viðskiptasviðinu ber helst að nefna aðild Íslands að EFTA, frí- verslunarsamning við Evrópusam- bandið og síðar EES-samninginn, en senn verða 30 ár frá því að hann tók gildi. Sá samningur er raunar miklu meira en viðskiptasamn- ingur og snertir ótrúlega marga þætti daglegs lífs almennings og reksturs fyrirtækja. Í honum felast tækifæri og réttindi sem flest okkar taka sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut. Hitt hugsa færri um eða vita að án samningsins væru þau ekki fyrir hendi. Þá er gott að minna á að EES-samningurinn er í raun aðgöngumiði að stórum hluta þess mikla starfs sem Evrópusambandið hefur unnið í fortíð, nútíð og mun vinna áfram. Sá hængur er hins vegar á þessu fyrirkomulagi að hér tökum við einungis við því sem að okkur er rétt en tökum hvorki þátt né höfum áhrif á framvinduna. Það er ekki lengur sæmandi sjálfstæðri og full- valda þjóð. Við eigum að taka fullan þátt í að móta Evrópu og njóta þeirra hagsbóta sem í fullri aðild felast. Það er því bæði eðlilegt og sjálfsagt að Íslendingar velti því sífellt fyrir sér hvort ekki sé rétt að stíga eitt skref enn og gerast fullgildur aðili að ESB. Þjóðin vildi en pólitíkin ekki Með umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu þann 23. júlí árið 2009 var stærsta skrefið í vegferð okkar til aukinnar evr- ópskrar samvinnu stigið en sú ferð var stöðvuð skyndilega árið 2013 þegar viðræðum var hætt í miðjum Aldrei spurt klíðum. Með bréfi til ESB þann 12. mars 2015 var ítrekað að þeim yrði ekki haldið áfram. Ákvörðunin um að stöðva viðræðurnar sem Alþingi hafði sett af stað var afar umdeild og varð tilefni mikilla mótmæla og einnar stærstu undirskriftasöfn- unar sem gerð hefur verið undir slagorðinu: Við viljum kjósa! Ekkert mark var tekið á þessum mótmælum, undirskriftum eða skoðanakönnunum sem bentu skýrt til þess að ekki væri farið að vilja meirihluta þjóðarinnar og borið við pólitískum ómöguleika eins og frægt er orðið. Bylgjan rís Nú rís bylgja almennings sem krefst þess að vera spurður um hvort taka eigi upp aðildarviðræð- ur við ESB að nýju. Þjóðaratkvæða- greiðsla verði haldin um málið til þess að leiða fram þjóðarviljann með skýrum hætti. Sömuleiðis benda kannanir eindregið til þess að viðhorfsbreyting sé að verða meðal almennings og að meiri- hluti sé að verða fyrir því ganga í Evrópusambandið. Staðreyndin er sú að þjóðin hefur aldrei verið spurð beint að því hvað hún vill í þessum efnum. Því vill Evrópuhreyfingin breyta. Deilir þú þeirri skoðun skaltu ganga til liðs við okkur á www.evropa.is. n Nú rís bylgja almenn- ings sem krefst þess að vera spurður um hvort taka eigi upp aðildar- viðræður við ESB að nýju. Eyjólfur Kristjánsson heldur uppá 60 ára afmæli sitt með glæsilegum tónleikum þar sem öll Eyfalögin og fleiri til verða flutt af stórhljómsveit, bakröddum og gestasöngvurum undir stjórn Þóris Úlfarssonar. „Dagar“, „Álfheiður Björk“, „Nína“, „Ég lifi í draumi“, „Danska Lagið“, „Gott“, „Skref fyrir skref“, „Ástarævintýri (á Vetrarbraut)“, „Eins og vonin, Eins og lífið“ o. m. fl. HLJÓMSVEIT: TROMMUR: JÓHANN HJÖRLEIFSSON BASSI: FRIÐRIK STURLUSON HLJÓMBORÐ: ÞÓRIR ÚLFARSSON HLJÓMBORÐ: HARALDUR V. SVEINBJÖRNSSON HLJÓMBORÐ: EINAR ÖRN JÓNSSON GÍTARAR: JÓN ELVAR HAFSTEINSSON GÍTARAR: PÉTUR VALGARÐ PÉTURSSON SAXÓFÓNN, ÞVERFLAUTA OG SLAGVERK: SIGURÐUR FLOSASON KASSAGÍTAR OG SÖNGUR: EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON BAKRADDIR: EVA ÁSRÚN ALBERTSDÓTTIR ERNA ÞÓRARINSDÓTTIR INGI G. JÓHANNSSON Öllum tónleikagestum verður boðið uppá afmælissnittur frá H-Veitingum fyrir tónleika og í hléi. GLÆSILEGIR AFMÆLISTÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI LAUGARDAGINN 1. APRÍL KL. 21.00 MIÐASALA ER HAFIN Á TIX.IS ára GESTASÖNGVARAR: VALDIMAR GUÐMUNDSSON ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR BJÖRN JÖRUNDUR STEFÁN HILMARSSON FréttAblAðið skoðun 1322. FebrúAr 2023 MIðVIkuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.