Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.02.2023, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 22.02.2023, Qupperneq 29
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 2522. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR Þögnin var heldur betur rofin á svæðinu kringum tjörnina í miðbæ Ólafsfjarðar um síðustu helgi þegar fjöldi snjósleða tókst á loft í snjó- kross-keppni af kappsamari gerðinni. ser@frettabladid.is Djar far vélsleðakempur fór u mikinn um helgina, ef ekki hrein- lega með himinskautum, á trylli- tækjum sínum í Ólafsfirði þar sem fyrsta umferð til Íslandsmeistara í vetrarsporti því sem kennt er við snjókross fór fram. Mót af þessu tagi hafa verið haldin með hléum frá aldamót- unum – og það er kannski til marks um seinni tíma veðurlag að aka þarf snjónum inn í bæ, þar eð snjóalögin sem þar eru fyrir eru einfaldlega ekki nógu mikil til að taka við vél- sleðum í loftköstum. Og þá er ekki ónýtt að fjölskyldan að baki verktakafyrirtækinu Árna Helgasyni ehf. hafi hvað mestan áhuga á sportinu í bænum, en hjóla- skóflur og gröfur frá því kompaní- inu eru fengnar til að færa snjóinn til. Snjónum safnað „Raunar er þetta spurning um fyrir- hyggju,“ segir Helgi Reynir Árnason úr verktakafjölskyldunni, „en við söfnum snjónum sem við ryðjum af götunum í bænum á einn stað – og svo notum við hann í þetta at,“ útskýrir hann. Og það oftar en einu sinni. „Jú, við vorum með skíðagöngumót um þar síðustu helgi og notuðum snjóinn þá, tókum hann svo burt og notuðum svo aftur í snjókrossið um síðustu helgi. Svo þetta er marg- notaður snjór.“ Margar byltur að baki Sjálfur á Helgi Reynir marga byltuna að baki í þessu tilþrifamikla sporti – og hann kveðst geta vottað það að þetta sé stórhættulegt sport, enda fara menn um á harðaspani á upp undir 100 kílómetra hraða. „Ég keppti í tíu ár og meiddi mig oft, stútaði meðal annars á mér báðum hnjánum,“ segir hann en bendir á að öryggisbúnaðurinn sé orðinn allt annar og betri í dag en áður fyrr. Ný kynslóð Og næsta kynslóð er tekin við, betur varin en sú á undan, svo sem Árni Helgason, sonurinn og alnafni afa síns og stofnanda verktakafyrir- tækisins umrædda, en hann vann um helgina í sínum flokki, þrettán ára guttinn. Keppt er í styrkleikaflokkum eftir getu manna og sleðanna – og hver hringurinn af öðrum farinn áður en úrslit ráðast. „Það meiddist enginn í ár, alltént ekkert alvarlega, en menn lemstr- ast nú alltaf eitthvað,“ segir Helgi Reynir Árnason. n Snjókross er mikið sjónarspil, en sleðarnir ná allt að 100 kílómetra hraða. Helgi Reynir fylgist íbygginn með keppninni – á margnotuðum snjónum. Ný kynslóð snjókrossara er tekin við, betur varin en sú sem keppti á árum áður. MYNDIR: HELGI JÓNSSON Vélsleðar á flugi í miðbænum Ég keppti í tíu ár og meiddi mig oft, stútaði meðal annars á mér báðum hnjánum. Helgi Reynir Árnason Valgerður Gunnarsdóttir, versl- unarstjóri í Partýbúðarinnar „Þetta byrjar alltaf rólega á daginn og svo þegar krakkarnir eru búnir í skólanum þá verður sprenging,“ sagði Valgerður Gunnarsdóttir, verslunarstjóri í Partýbúðinni, sem var að búa sig undir sprengi- dags-sprenginguna í búðinni milli klukkan 16-18 í gær, aðfangadag öskudagsins í dag. „Þetta er náttúrlega allt voða- lega svipað,“ segir Valgerður þegar hún er spurð hvort hún hafi orðið vör við einhverjar tískubylgjur í búningavali hjá krökkunum í ár. Hún segir þannig sveiflurnar ekki miklar frá ári til árs þótt ætt- arlaukur Addams-fjölskyldunnar, hún Wednesday, hafi komið sterk inn núna. „Núna var Wednesday Addams náttúrlega alveg aðal og allt sem henni tengdist.“ Eitthvað sem má teljast sér- lega viðeigandi þar sem öskudag ber að sjálfsögðu upp á miðvikudegi. Á sama tíma fyrir ári nefndi Val- gerður Köngulóar- manninn, uppblásnar risaeðlur og búninga úr Netflix-þáttunum Squid Game sem þá héldu enn vinsældum sínum frá árinu þar áður. Netflix virðist þannig vega nokkuð þungt í búningatísk- unni þar sem Wednesday hefur einmitt farið mikinn á efnisveitunni þar sem hún sló nýlega í gegn í samnefndri þáttaröð. Þegar Fréttablaðið ræddi við Val- gerði fyrir stóra hvellinn síðdegis í gær var nóg til og hún taldi enga hættu á því að lagerinn myndi tæmast. „Auðvitað seljast alltaf einhverjir búningar upp en við verðum aldrei uppiskroppa. Við vinnum ekki þannig,“ sagði hún glettin. „Og svo náttúrlega vorum við að fá hundabúninga. Það er voðalega skemmtileg ný- breytni. Hundurinn getur verið Spiderman, Super- man og lögga. Meira segja risaeðla og pylsa og hvað eina.“ n Wednesday Addams alveg aðal núna Valgerður segir sveiflurnar í búningatísk- unni ekki miklar milli ára en segir Wednesday hafa komið sterka inn í ár. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLi Hundabúningur. MYND/PARTÝBÚÐIN Wednesday Addams. MYND/PARTÝBÚÐIN SÉRFRÆÐINGURINN |

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.