Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 27
Myndlist Brot af annars konar þekkingu Nýlistasafnið í Marshallhúsinu Listamenn: Julie Béna, Guðrún Bergsdóttir, David Escalona, Rósa Gísladóttir, Juliana Höschlová, Tomáš Javůrek & Screen Saver Gallery, Eva Koťátková, Guðjón Gísli Kristinsson, Marie Lukáčová, Michael Nosek, Claire Paugam, Sindri Ploder, Adéla Součková, Vladimír Turner, Aleksandra Vajd og Anetta Mona Chiṣa Sýningarstjórar: Tereza Jindrová og Eva B. Riebová Aðalsteinn Ingólfsson Á sýningunni Brot af annars konar þekkingu sem finna má í Nýlista- safninu í Marshallhúsinu um þessar mundir, fannst mér eins og ég væri staddur á samsýningu í sömu stofnun fyrir um það bil þrjá- tíu árum, þegar hún var til húsa við Vatnsstíginn. Þarna getur að líta sitt lítið af hverju sem allt er einhvern veginn kunnuglegt, heimatilbúin vídeóverk, skúlptúra úr aðskota- hlutum á gólfi og upp um veggi, stöku innsetningar, konseptteikn- ingar, dularfull textabrot með ljós- myndum, í bland við nokkur verk eftir íslenska einfara, allt skemmti- lega ófyrirsjáanlegt, ævintýralegt og ögrandi. Ekki eitt einasta málverk að sjá. Og þó, þessi nýja „nýlist“ er öllu fagmannlegri en sú gamla, víd- eóverk og ádíóverk á sýningunni tæknilega sómasamleg, gott hand- bragð á flestum hlutum, úrvinnslan tiltölulega markviss. Kannski er skýringin sú, að þorri sýnenda er ekki íslenskur heldur frá Tékklandi, þar sem handverkið/fagmennskan laut aldrei lægra haldi fyrir konsept- listinni. Og að einu leyti enn er núverandi sýning býsna ólík þeim sem við sáum í Nýló forðum daga, því hún er uppfull með skírskotunum í ýmsan vanda heims og samfélags, loftsslagsvá, farsóttir, kynvitund, gervigreind, „nýlendustefnuaf- leiðingar“, stríð og f lóttamenn og að síðustu það sem kallað er „sam- félagsskrímslið“, skepnuna sem situr á stafræna fjósbitanum og eitrar fyrir okkur með öfgakenndum til- búningi, falsfréttum og öðru því sem vellur upp úr skólpræsunum. Gamla „nýlistin“ fjallaði eiginlega mest um sjálfa sig og naf la lista- mannanna. Handan rökhyggju Það er líka tímans tákn að verkin á þessari sýningu eru lögð fram undir merkjum „listrænna rannsókna“ fremur en framsækinnar mynd- listar. Með verkum sínum er lista- maðurinn sagður skapa sérstaka tegund „þekkingar“, ekki síst með því að bera sig eftir því sem finnst „handan rökhyggju“, eins og segir í formála að sýningunni. Í mörgum listaskólum á Vesturlöndum, eink- um þeim sem þurfa að réttlæta til- veru sína í akademísku samhengi, er mönnum nú tíðrætt um myndlist sem rannsóknir og þekkingarleit, fremur en eigingildi listsköpunar. Góð hugmynd út af fyrir sig, eins og Gandhi svaraði þegar hann var spurður álits á amerísku lýðræði. Vandinn er sá að til þessa hefur engum tekist að skilgreina til fulln- ustu hvers konar þekking verður til við sköpun myndlistar, hvernig hún er vísindalega sannprófuð og hverju hún bætir við viskubrunn mannkyns. Strangt til tekið verður alltaf til ný „þekking“ þegar nýtt myndverk sér dagsins ljós, því reikna má með að engin tvö verk eftir sama lista- mann séu nákvæmlega eins. En ég geri ekki ráð fyrir að menn vilji skil- greina „þekkingu“ svo losaralega. Og ef einhvers konar „þekkingu“ eða „sannleik“ er að finna í mynd- verki, sem er ekki ósennilegt út af fyrir sig, hvernig lýsa þeir þættir sér og hvernig er hægt að yfirfæra þá á myndlistina almennt – og listir almennt? Flóttamannaminni En auðvitað er hægt að skoða þessa sýningu Nýlistasafnsins sér til gagns og gamans, án þess að velta fyrir sér hvort hún geri okkur kleyft að „horfa á heiminn utan rökhyggju“, eins og segir í sýningarskrá. Og þá á forsendum gömlu, góðu skynjunar- innar. Verk Juliönu Höschlovu „Gallar“ er mögnuð innsetning, kuldaúlpur barna sem dreift er tvist og bast um gólf, en þær eru um leið myndfletir sem búið er að skreyta með litríkum lífrænum formum. Þetta er f lótta- mannaminni sem ber í sér von um nýtt líf. Annað áleitið minni úr sam- tíma eru andlitsgrímur Michaels Nosek, sem eru hvort tveggja í senn mjúkir skúlptúrar og málverk. Og „Viðtöl við skrímslið“, innsetningar Evu Kótátkovu, eru hlutgervingar „annarleikans“ (e. the other), og kallar fram óþægilegar tilfinningar á borð við ótta, áhyggjur og kvíða, en eru um leið til viðræðu um þær. Ef eitthvað er færast sýnendur of mikið í fang, eru með of margar tegundir „þekkingar“ undir, alltént ef miðað er við sýningarplássið. En það er gott að fá þennan andblæ úr öðru myndlistarsamfélagi. n niðurstaða: Áleitin og ögrandi sýning, en færist of mikið í fang. Nýlist sem þekking Brot af annars konar þekkingu í Nýlistasafninu er samsýning á verkum tékkneskra og íslenskra listamanna. MyNd/vigfúS birgiSSoN Verk eftir Tomáš Javůrek & Screen Saver Gallery. fréttabLaðið/aNtoN tsh@frettabladid.is Rithöfundarnir Kristín Eiríksdóttir og Bergþóra Snæbjörnsdóttir koma fram á annarri Kveikju ársins í Borgarbókasafni Grófinni fimmtu- daginn 23. febrúar. Þar munu þær ræða saman um reynslu af innsæi í lífi og list. Skáldverk þeirra beggja hafa hlotið verðskuldaðar viður- kenningar og athygli fyrir sterkar og næmar skáldskaparraddir og skrifa þær inn í ólík form. Kveikja er röð hugvekja lista og fræða um eld, innblástur, skrif, skáldskap, leikhús, hugsun, skynjun og sköpun sem fer fram í Borgar- bókasafni. „Prómeþeifur færði fórn þegar hann stal eldinum frá guðunum og gaf mannfólkinu að gjöf. Eftir það var hann fjötraður við klett og örn át úr honum lifrina dag hvern til að refsa honum. En á hverri nóttu greri lifrin aftur,“ segir í tilkynningu Borgarbókasafnsins. Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur, ljóð- og leikskáld skrifar innan ólíkra bókmenntategunda, jafnt ljóð, smá- sögur, skáldsögur og leikrit og hefur einnig fengist við þýðingar. Kristín hefur hlotið fjölda viðurkenninga, Fjöruverðlaunin og Íslensku bók- menntaverðlaunin fyrir skáldsög- una Elín, ýmislegt. Nýjasta skáld- saga hennar, Tól, var tilnefnd til bæði Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna. Bergþóra Snæbjörnsdóttir, rit- höfundur og skáld, hefur skrifað bæði ljóð, prósa, sviðsverk og kvik- myndahandrit. Fyrsta skáldsaga hennar, Svínshöfuð, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut Fjöruverðlaunin. Nýjasta verk Bergþóru, ljóðsagan Allt sem rennur, segir frá harmi og hráslaga- legum veruleika með berskjaldandi lýsingum af mikilli list. Viðburðurinn stendur frá kl. 17.00-17.45 f immtudaginn 23. febrúar og eru öll velkomin. n Kristín Eiríks og Bergþóra í Borgarbókasafni Kristín Eiríksdóttir Bergþóra Snæ- björnsdóttir tsh@frettabladid.is Postulínsskúlptúr eftir bandaríska listamanninn Jeff Koons splundrað- ist eftir að kona hrinti honum niður af stöpli sínum á listamessunni Art Wynwood í Miami í síðustu viku. Skúlptúrinn er úr hinni þekktu Blöðruhundaseríu (e. Balloon Dog) eftir Koons og var metinn á 42.000 Bandaríkjadali, andvirði rúmra 6 milljóna króna. Listamaðurinn og safnarinn Stephen Gamson greindi frá atvik- inu á Instagram en að sögn hans átti það sér stað á VIP-foropnun lista- messunnar síðasta fimmtudag, 16. febrúar. „Þessi kona hrinti listaverkinu niður. Ég varð vitni að þessu öllu saman. Það splundraðist í þúsund brot. Eitt af því klikkaðasta sem ég hef séð,“ skrifaði Gamson á Insta- gram og kvaðst einnig hafa reynt að kaupa brotin af listaverki Koons. Cédric Boero, svæðisstjóri gall- erísins Bel-Air Fine Art, sem sá um básinn þar sem verk Koons var sýnt, sagði að um slys hefði verið að ræða og að konan sem sökuð er um að hafa hrint skúlptúrnum hafi aldrei ætlað sér að brjóta verkið. „Það er auðvitað ömurlegt að sjá svona íkonískt verk eyðilagt. Hins vegar þá ætlaði safnarinn sér aldr- ei að brjóta skúlptúrinn og í raun snerti hún verkið ekki með berum höndum,“ sagði hann í samtali við Artnet News og bætti við að lík- legast hefði konan stjakað við stöpl- inum með fæti sínum sem olli því að verkið féll í gólfið. Starfsfólk gallerísins hreinsaði upp brotin og þurfti konan sem bar ábyrgð á slysinu ekki að borga fyrir skúlptúr Koons enda var galleríið tryggt í bak og fyrir. n Splundraði sex milljón króna skúlptúr Jeff Koons og gestur fyrir framan Blöðruhundaskúlptúr líkum þeim sem brotnaði í Bernardaud-versluninni í New York 2021. fréttabLaðið/getty Það er líka tímans tákn að verkin á þessari sýningu eru lögð fram undir merkjum „list- rænna rannsókna“ fremur en framsæk- innar myndlistar. Skúlptúrinn er úr hinni þekktu Blöðru- hundaseríu banda- ríska listamannsins Jeff Koons. FréttaBlaðið menning 2322. FEBrúar 2023 miÐViKUDAgUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.