Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 2
Líklega hefur stytting vinnuvikunnar einnig leitt til meiri drykkju. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri á Vogi Upp er runninn öskudagur Breki Snær Baldursson og Hrannar Hólm Elíasson voru í góðum gír þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í Partýbúðina í gær. Þar var fjöldi fólks að kaupa búninga, hárkollur, andlitsmálningu og allt það sem þarf til að gera glæsilegan búning. Breki Snær var klæddur upp sem Súperman og Hrannar sem smábarn, þeir félagar ætla báðir að gera sér glaðan dag á sjálfan öskudaginn. Vinsælasti búningurinn í ár er Wednesday Addams. SJÁ SÍÐU 25 FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tilgátur eru uppi um að heimsfaraldurinn og stytt- ing vinnuvikunnar hafi orsakað meiri drykkju hjá landsmönnum. Í öllu falli hefur hún aukist mjög, segir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. ser@frettabladid.is HEILSA Starfsfólk á Sjúkrahúsinu á Vogi segist sjá meiri drykkju á þeim sem þangað koma og mun alvar- legri afleiðingar af hennar völdum en áður. Þetta staðfestir Valgerður Rúnars- dóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, en hún segir þróunina á þennan veg hafa byrjað í heimsfar- aldrinum 2020 og ekkert lát sé þar á. „Þetta er eitthvert nýtt mynstur,“ segir Valgerður. „Þeir sem drekka, drekka oftar og meira,“ bætir hún við. Veitingamenn sem Fréttablaðið hefur rætt við síðustu daga segjast taka eftir þessari breytingu. „Menn sitja lengur við,“ segir einn þeirra og segir ástæðuna að öllum líkindum tvíþætta. „Stóru breytuna má rekja til samkomutakmarkana í byrjun árs 2020 þegar fólk var meira og minna heima hjá sér, þegar það tók að deyfa leiðindin með áfengi, en líklega hefur stytting vinnuvik- unnar einnig leitt til meiri drykkju,“ bendir hann á. Annar veitingamaður segist hafa tekið eftir því á síðustu misserum að „menn koma fyrr og sitja lengur, sér- staklega á föstudögum þegar vinnu- dagurinn er hvað stystur.“ Valgerður segist ekki geta fullyrt hvort þessar breytur, önnur eða báðar, hafi leitt til meiri drykkju, þótt auðvitað megi spyrja hvað virkur alkóhólisti geri við hálfan aukadag frá vinnu. Í öllu falli blasi afleiðingarnar við henni og starfsfólki Vogs á hverjum degi. „Við sjáum núna meira af líkam- legum af leiðingum ofdrykkju en áður,“ segir hún. „Það er mikil fjölgun lifrartengdra sjúkdóma af völdum drykkjunnar á allra síð- ustu árum,“ bætir hún við, en mikið beri á lifrarbólgum, brisbólgum og skorpulifur. „Þetta er mjög alvarlegt,“ bendir Valgerður á, því lifrarskemmdir ganga oftast ekki til baka, „og þá þarf að skipta um lifur – og þar eru alkóhólistar ekki efstir á blaði sem lifrarþegar.“ n Mikil fjölgun lifrartengdra sjúkdóma vegna drykkju Veitingamenn sem Fréttablaðið hefur rætt við síðustu daga taka eftir þess- ari breytingu. „Menn sitja lengur við,“ segir einn þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY lovisa@frettabladid.is ÚKRAÍNA Í gær kom til Úkraínu skip með búnað frá Íslandi sem ætlað er að endurreisa f lutnings- og dreifi- kerfi raforku í landinu. Landsnet hélt utan um verkefnið hér heima í góðu samstarfi við dreifi- og veitufyrirtæki og utan- ríkisráðuneytið sem átti frum- kvæði að uppbyggingu á löskuðum raforkuinnviðum Úkraínu. „Við tókum meðal annars saman varahluti sem vöntun er á í Úkraínu, búnað eins og rofa, varnarbúnað, spenna, varaafl og bíla sem hægt er að nota til viðgerða,“ segir Halldór Halldórsson, öryggisstjóri Lands- nets. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir árásir Rússlands á orkuinnviði í Úkraínu hafa sett samfélagið þar verulega úr skorðum og bitnað hart á sak- lausum borgurum. „Við höfum því talið mjög mikilvægt að leggja okkar af mörkum í þessum efnum og bregðast þannig við þörfum og óskum Úkraínumanna sjálfra.“ n Vona að sendingin veiti íbúum ljós Þór Marteinsson og Halldór Hall- dórsson við skipið áður en það lagði af stað FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is lovisa@frettabladid.is SAMFÉLAG Öskudagurinn verður haldinn hátíðlegur í Kringlunni og Smáralind í dag. Í Kringlunni hefst dagskráin kl. 13.30 með frírri kvik- myndasýningu og ókeypis mynda- töku á göngugötunni. Klukkan 14 verður hægt að slá köttinn úr sekknum á Blómatorginu og svo hefst aftur kl. 16 kvikmyndasýning sem er ókeypis á. Í Smáralind verður ekki sérstök dagskrá en vel tekið á móti börnum að sögn markaðsstjóra. „Við erum með skemmtilega gagn- virka sýningu í gangi sem heitir Talnatöfrar og það er tilvalið fyrir foreldra að kíkja á hana með krökk- unum á öskudaginn. Einnig verðum við með myndabás á milli kl. 12 og 15. Smáratívolí verður svo með til- boð á skemmtisvæðinu hjá sér þar sem þau bjóða 60 prósenta afslátt af leikjakortum,“ segir Sandra Arnar- dóttir, markaðsstjóri Smáralindar. n Taka vel á móti börnum í Kringlu og Smáralind Það var stuð og stemning í Smára- lindinni á öskudaginn í fyrra. 2 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 22. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.