Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 10
Við erum búnir að vera mjög vinsælir í þessum sveitabrúðkaupum sem eru aðeins óform- legri og einblínir fólk þá frekar á að hafa gaman. Samúel Þór Drengsson Orkukerfi Landsvirkj- unar er nálægt því að vera fulllestað, bæði með tilliti til afls og orku. Hörður Arnar- son, forstjóri Landsvirkjunar Kaup, sala og samruni fyrirtækja. • Verðmat • Ráðgjöf og undirbúningur fyrir sölumeðferðir • Milliganga um fjármögnun • Samningagerð kontakt@kontakt.is | 414 1200 |Ránargata 18, 101 Reykjavík www.kontakt.is Kaup, sala og samruni fyrirtækja • Verðmat • Ráðgjöf og undirbúningur fyrir sölumeðferðir • Milliganga um fjármögnun • Samningagerð Hamborgaraverð á Íslandi hefur hækkað töluvert undanfarin ár og kostar slík máltíð víðs vegar á höfuð- borgarsvæðinu meira en þrjú þúsund krónur. Eigandi Bumbuborgara segir rekstrar- kostnað og hráefnaverð eiga stóran þátt í háu verðlagi. helgisteinar@frettabladid.is Samúel Þórir Drengsson, eigandi Bumbuborgara, segir umræðuna um verðlagningu hamborgara oft vera á villigötum. Hann segir að fólk gleymi oft að taka aukakostnað matsölustaða inn í reikninginn og að ekki sé hægt að bera saman ham- borgara sem seldir eru í sjoppum og þá sem fást á hágæða veitinga- stöðum. Samkvæmt óformlegri könnun Morgunblaðsins sem gerð var í síð- ustu viku er algengt verð fyrir ham- borgaramáltíð á veitingastöðum höfuðborgarsvæðisins komið yfir þrjú þúsund krónur. Dýrasta mál- tíðin af þeim tíu veitingastöðum þar sem verð var kannað hjá var að finna hjá Hamborgarafabrikkunni á tæpar 3.500 krónur. Skyldi fjögurra manna fjölskylda ákveða að fara út á veitingastað gæti hún endað á því að greiða næstum 14 þúsund krónur ef allir fá sér ost- borgara, franskar og gos með. Þá er ekki horft til þess að keypt sé sósu- skál eða annað meðlæti. „Ef maður horfir til dæmis á Ham- borgarafabrikkuna þá eru þeir meðal annars staðsettir í Kringl- unni, sem er eitt dýrasta húsnæði landsins. Það þarf að selja ansi marga hamborgara til að geta átt fyrir leigunni þar. Fólk hugsar bara hvað varan myndi kosta ef það hefði keypt hana í Bónus og gleymir svo öllum auka kostnaði,“ segir Samúel. Matsölustaðurinn Bumbuborg- arar hóf rekstur sinn í mars 2021 þegar þeir Samúel Þórir og Bene- dikt Þorgeirsson opnuðu saman vagn. Samúel sér nú einn um rekst- urinn og mun vagninn opna á ný í vor. Hann segist ekki hafa miklar áhyggjur af launakostnaði en sér fram á að þurfa að hækka verð á ný. „Ég neyddist til að hækka fyrir ári síðan eftir miklar hækkanir á hráefnaverði. Á þeim tíma hafði til dæmis kjötið sem ég kaupi fyrir hamborgarana hækkað um 56 pró- sent á einu ári. Svo er mikill bensín- kostnaður þar sem ég þarf að rúnta um með vagninn. Gasið sem ég nota á grillið hefur líka hækkað rosalega mikið og verðið á pappaöskjunum sem hamborgararnir fara í hefur einnig tvöfaldast.“ Hamborgarar hafi verið í boði á Íslandi síðan 1954 en Samúel segir að ekki sé hægt að bera saman fyrstu hamborgarana og það sem hann skilgreinir sem hágæða ham- borgara. Samúel segist vera mikið fyrir góða hamborgara en myndi aldrei gera sömu kröfur til vega- sjoppu sem selur frosið 80 gramma kjöt sem hent er svo á grill með sósu og kryddi. „Ég myndi segja að það sé ekk- ert svo langt síðan að fyrstu alvöru hamborgararnir voru seldir á Íslandi. Þegar ég var krakki þá var þetta eiginlega bara drasl. Ég hugsa að Tommi eigi heiðurinn af að hafa komið með fyrsta alvöru hamborg- arann til landsins.“ Bumbuborgarar leggja nú meiri áherslu á veisluhald og vinnur Samúel mikið með Reykjavík Street Food. Hann segir tímabilið byrja um miðjan mars þegar fermingar- veislur og brúðkaup byrja og nær reksturinn hápunkti þegar Götu- bitahátíðin fer í gang. „Við erum búnir að vera mjög vinsælir í þessum sveitabrúð- kaupum sem eru aðeins óform- legri og einblínir fólk þá frekar á að hafa gaman. Það fer minni tími í að bíða eftir borðhaldi og mat og svo mætum við stundum seinna um kvöldið til að sjá um miðnætur- snarlið,“ segir Samúel. n Fæða fermingarveislur og sveitabrúðkaup Benedikt Þorgeirsson og Samúel Þórir Drengsson stofnuðu saman Bumbu- borgara í mars 2021. Samúel sér nú um reksturinn. MYND/AÐSEND olafur@frettabladid.is Hagnaður Landsvirkjunar nam 161,9 milljónum Bandaríkjadala (23 milljarðar króna) í fyrra en var 148,6 milljónir dala árið 2021. Rekstrartekjur námu alls 608,6 milljónum dala (86,4 milljarðar króna), sem er 123,5 milljónum dala meira en árið áður, sem er hækkun um 25,5 prósent. Nettóskuldir fyrirtækisins lækk- uðu um 657,3 milljónir Bandaríkja- dala (86,4 milljarðar króna) og voru skuldir í árslok 2022 alls 843,5 millj- ónir dala. Í fyrra keypti ríkið 64,73 pró- sent eignarhlut Landsvirkjunar í Landsneti og greiddi fyrir 305 millj- ónir dala (43,3 milljarða króna). Að teknu tilliti til þess fjárstreymis gæti Landsvirkjun gert upp allar sínar skuldir fyrir árslok 2025. Ýmsar framkvæmdir eru hins vegar fyrir- hugaðar og samkvæmt upplýsing- um frá fyrirtækinu er skuldahlutfall mjög viðunandi en ekki keppikefli að vera gera félagið skuldlaust með öllu. Meðalverð til stórnotenda án flutnings var 42,9 Bandaríkjadalir á megavattstund, sem er hæsta verð í sögu fyrirtækisins. Á síðasta ári greiddi Lands- virkjun ríkinu arð upp á 17 millj- arða og skatta upp á 5,8 milljarða og námu því greiðslur til ríkisins alls 22,8 milljörðum. Stjórn félags- ins ætlar að leggja til við aðalfund að arðgreiðsla á þessu ári nemi 140 milljónum dala, eða 20 milljörðum króna. „Þrátt fyrir þessa góðu afkomu fyrirtækisins og góðar rekstrarhorf- ur má segja að um þessar mundir séu ákveðnar blikur á lofti í orku- málum þjóðarinnar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkj- unar. „Orkukerfi Landsvirkjunar er nálægt því að vera fulllestað, bæði með tilliti til afls og orku. Eftirspurn eftir grænni raforku er mikil, bæði frá núverandi viðskiptavinum og áhugaverðum nýjum aðilum. Við getum því miður ekki mætt þessari eftirspurn nema að takmörkuðu leyti og höfum því þurft að segja nei við ýmsum áhugaverðum og væn- legum verkefnum sem falast hafa eftir rafmagnssamningum. Við vinnum nú að því að af la tilskilinna leyfa fyrir frekari upp- byggingu orkuvinnslu, sem við höfum undirbúið í ár og áratugi. Þannig viljum við tryggja samfélag- inu nægt rafmagn til orkuskipta og bættra lífsgæða í framtíðinni, ekki síst í ljósi metnaðarfullra markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum,“ segir Hörður. n Tuttugu milljarðar til þjóðarinnar Blikur eru á lofti í orkumálum þjóðarinnar, segir Hörður Arnarson. Landsvirkjun skilaði hins vegar bestu af- komu sögunnar á síðasta ári. 10 markaðurinn FRÉTTABLAÐIÐ 22. FeBRúAR 2023 miðVikuDaGur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.