Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 30
Það er búið að vera mikið að gera og maður lærir ýmislegt af því sem tengist vellíðan. Vigdís Hafliðadóttir Vigdís Hafliðadóttir og félagar hennar í grínarahópnum VHS ætla að bjóða gestum sínum að stíga inn í ákveðinn heildarheim á nýrri sýningu í Tjarnarbíói þar sem þau velja nú vellíðan eftir að hafa krafist virðingar fyrir fullu húsi allt síðasta leikár. odduraevar@frettabladid.is Einn heitasti uppistandshópur landsins, VHS, kemur vel undan annasömu ári og velur nú vellíðan í nýrri uppistandssýningu sem þau frumsýna í Tjarnarbíói á laugar- daginn. „Við erum auðvitað mjög spennt og hlökkum mikið til að snúa aftur. Við ætlum að reyna að ausa aðeins úr viskubrunni okkar. Það er búið að vera mikið að gera og maður lærir ýmislegt af því sem tengist vellíðan,“ segir Vigdís Hafliðadóttir sem var einmitt í höfundateymi áramótas- kaupsins. Brjálað að gera Hópinn skipa auk Vigdísar þeir Vilhelm Neto, Hákon Örn Helga- son og Stefán Ingvar Vigfússon en þau höfðu nóg að gera á síðasta ári og létu sér ekki nægja að krefjast hástöfum virðingar svo eftir var tekið. Þau fóru einnig í sýningarferð til Danmerkur og voru á kafi í dagskrár- gerð um haustið; fyrir söfnunarþátt Rauða krossins og Fullveldisdag- skrá VHS auk þess sem greina mátti fingraför þeirra á áramóta skaupinu. Spunnið í Los Angeles Þau taka engu að síður brakandi fersk á móti nýju ári en Vigdís þó sjálfsagt ferskust enda nýbúin að gefa út og vekja athygli með laginu og myndbandinu „Hún ógnar mér“ og var að koma heim frá Los Angeles þar sem hún lærði spuna og ræktaði andann. „Já. Ég var í hverfi sem ég veit ekki hvort þú hafir heyrt um. Það heitir Hollywood,“ segir Vigdís og hlær áður en hún tekur fram að hún sé að grínast. „Ég var að læra spuna og var á skrifnámskeiðum. Þetta var geggjað og mjög skemmtilegt,“ segir Vigdís sem bætir því við að Holly- wood sé eðli málsins samkvæmt alvöru grínmekka með stórkostlegri grínsenu. Alls konar pælingar Vigdís segir hugmyndina að baki því að VHS valdi vellíðan hafi ein- mitt kviknað út frá því hvað það sé mikið að gera í kjölfar veirufársins sem enginn nennir lengur að tala um. „Ég held að margir tengi. Það er allt búið að fara svo hratt af stað eftir þetta og allt í einu er fólk að hrasa víðs vegar, búið að vinna mjög yfir sig og það er ekki óalgengt í svona hröðu samfélagi að fólk þurfi aktíft að velja vellíðan,“ segir Vigdís. Vigdís segir uppistandið því verða annað og meira en aðeins þau með hljóðnema á sviði. Þau ætli að koma allskonar pælingum frá sér á ólíkan hátt, meðal annars með sketsum, á veglegri sýningu. Andleg upplyfting Aðspurð segist Vigdís vona að sýningin muni gera eitthvað fyrir andlega heilsu gesta. „Já ég vona það. Hláturinn lengir lífið, þannig ef fólk hlær er það frábært. Ef fólki finnst við ömurleg þá fær fólk líka oft mikið kikk út úr því að tala illa um aðra, þannig það er bara margt jákvætt í þessu,“ segir Vigdís létt í bragði. Hvað eigin leit að vellíðan varðar segist Vigdís vera að reyna að vinna minna núna, með áherslu á að hún sé að reyna og vísar aftur til þema sýningarinnar sem byrjað er að selja inn á á Tix.is. Vigdís bætir því við að það sé skemmtilegt við þennan bransa hversu uppskeran skili sér oft seint. „Maður semur kannski eitthvað lag fyrir löngu og veit ekkert hvernig það leggst í fólk. Eða semur grín heima hjá sér, einn. Þannig það er svo gott að finna að maður sé ekki að gera þetta í tómi,“ segir Vigdís. Hún ítrekar að VHS velji svo sann- arlega vellíðan þar sem enginn verði svikinn í heljarinnar uppistandi sem verði samt svo miklu meira en það. „Þetta er ákveðinn heildar- heimur sem við bjóðum gestum að ganga inn í.“ n Vellíðan í kjölfar virðingar Vigdís Hafliðadóttir og félagar í VHS vita hvar vellíðan er að finna. MYND/AÐSEND ser@frettabladid.is Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar „Þessi siður hefur fylgt okkur um aldir og rekur líklega sögu sína aftur á nítjándu öld,“ segir Arna Lára Jóns- dóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, en æði margir landsmenn ráku upp stór augu í byrjun vikunnar þegar fréttamiðlar sýndu ísfirska krakka á bak við grímur og búninga af öllu tagi – og héldu einhverjir að þeir hefðu farið dagavillt. En grímubúningar eru ekki bara bundnir við öskudaginn á Ísafirði, heldur byrjar búningafjörið þar á bænum á bolludegi og varir fram á öskudag. Sagan segir að fagnaðar- lætin nái hámarki á öskudeginum þegar eldri krakkar mega stríða þeim minni, sem á stundum hafi þýtt að litlu krílin hafi ekki þorað út fyrir hússins dyr. En líklega er það nú aflagður óknyttur. Sjálf gleymir Arna Lára ekki minningunum frá æskuárunum þegar hún hélt fast í siðinn at arna ásamt jafnöldrum sínum. „Núna tek ég bara á móti möskum,“ segir bæjarstjórinn sem minnist þess að krakkarnir í hennar æsku hafi bara farið á milli heimila til að sníkja gotterí, en núna leggi þau líka leið sína í fyrirtæki og stofnanir. „Þetta verður nú ekki ísfirskara,“ segir Arna Lára og leggur áherslu á að maskadagarnir séu ein- vörðungu bundnir við bæinn við Skutulsfjörð. „Við erum alltaf sér á parti,“ segir bæjarstjórinn að lokum. n Maskadagarnir gömul hefð á Ísafirði Vestfirskar kynjaverur á maskadegi. MYND/GRUNNSKÓLINN Á ÍSAFIRÐI LANDSSÍMINN | BÍÓBÆRINN MIÐVIKUDAGA KL. 20.00 Gunnar Anton og Árni Gestur fara yfir þær kvikmyndir sem eru væntanlegar í bíóhús landsmanna og dusta einnig rykið af gömlum gullmolum og fræða áhorfendur um leyndardóma kvikmyndaheimsins. 26 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 22. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.