Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 11
Það þarf að minnka álagið á sjóinn. Christopher McClure, lýðheilsufræð- ingur Á næstunni kemur á markað íslenskur „fiskur“ sem unninn er úr plöntupróteini. Varan er alíslensk og unnin af fyrirtæk­ inu Loki Foods. Að sögn fram­ leiðanda er aðeins um að ræða fyrstu vöruna af mörgum sem þeir ætla sér að framleiða. Hjá Loki Foods vinna þeir Chri­ stopher McClure, Björn Viðar Aðal­ björnsson og Samuel Perella að því að koma út fyrstu íslensku vörunni sem líkir eftir fiski. „Ég hætti að borða dýr um fimm árum áður en ég varð alveg vegan 2007. Ég ólst upp í bæ sem lítur út eins og Reykjavík. Portsmouth New Hampshire sem er fiskibær. Afi minn vann var bátasmiður og pabbi fór reglulega út að leita að kræklingi eða öðrum skelfiski. Ég fór bara frá brjóstamjólk í humar,“ segir Christ­ opher og hlær. Fyrsta vara Loki Foods er eftir­ líking af hvítu fiskflaki. Það verður hægt að kaupa það kælt eða frosið og hægt að matreiða það að vild. Þeir sjá svo fram á að hægt verði að útbúa f lakið með einhvers konar bragði og selja það líka þann­ ig. Framleiðendurnir segjast geta stjórnað því hversu mikið fiskbragð er af f lakinu og vinna nú að því að komast að því hversu mikið er nóg og hversu mikið er of mikið. „Við ætluðum alltaf að rækta til að byrja með og það er alltaf hluti af okkar plani en tæknin er ekki komin nógu langt og við ákváðum að fara frekar fyrst í vöru sem er úr plöntupróteini,“ segir Christopher og að þannig hafi þeir getað komið fyrstu vörunni fyrr á markað. „Eftir nokkur ár verður tæknin betri og þá getum við bætt rækt­ uðum fiski við,“ segir hann. Margir kjósa eftirlíkingar „Ef þú tekur út míkróplast, krabba­ meinsvaldandi efni, orma, eyði­ leggingu hafs og lands og hátt magn kvikasilfurs og málma, þá ertu með eitthvað sem er fullt af ómega, joði og er góð uppspretta próteins og er samt lágt í kolvetni og fitu. Það er hægt að gera þetta allt með plöntum. Fiskar fá sitt ómega frá þörungum,“ segir hann. „Framtíð matar er þannig að við viljum sjávarfang, naut, kjúkling og mjólkurvöru en uppruni þeirra verður að breytast því auðlindirnar sem fara í framleiðslu þeirra núna er ekki sjálf bærar. Það gildir það sama um bíla og mat og þess vegna er meira og minna hægt að setja framtíð matar í tvo eða þrjá flokka. Það er fyrst plöntumiðaður matur, eins og það sem við erum að gera og Oumph og Beyond Meat, svo er gerjun og svo er það þriðja það sem er ræktað,“ segir Christopher og að á einhverjum tímapunkti muni það breytast fullkomlega hvernig matarframleiðsla fer fram en að það sé undir okkur komið hversu hratt það gerist. Hann segir að auðveldast sé að búa til eftirlíkingar úr plöntupró­ teini, og ódýrast, og þess vegna byrji þeir þar. „Fólk er búið að venjast þessu og mjög margir kjósa eftirlíkingar frekar í dag. Það eru margir sem eru að venja sig á þetta núna og munu ekki fara aftur í alvöru kjöt,“ segir McClure. Vilja ekki útrýma sjómönnum Hann segir, mjög ákveðið, að hann vilji að það komi fram í umræðu um þeirra framleiðslu að þeir vilji alls Íslenskur vegan fiskur á leið í búðir Samuel Perella, Christopher McClure og Björn Viðar Aðalbjörnsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Áferðin líktist mjög fiski og bragðið var milt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Smökkun Ljósmyndari og blaðamaður fengu að smakka eldað flak. Anton Brink ljósmyndari: Ekki mikið fiskbragð og kom á óvart hversu vel þeir náðu áferðinni á fiskinum. Lovísa Arnardóttir blaða- maður: Ég var með fiskbragð í munninum í nokkra klukku- tíma eftir að ég borðaði flakið Áferðin var lík fiski og bragðið gott og minnti mjög á alvöru fisk úr sjónum. Lovísa Arnardóttir lovisa @frettabladid.is ekki drepa sjávariðnaðinn, heldur að hann breytist. „Við viljum ekki útrýma sjávar­ iðnaðinum en viljum að það sé viðurkennt hvað iðnaðurinn gerir sjónum í dag, með því að minnka álagið, minnka það sem er veitt og selja fólki vöru með því loforði að það sé ekki verið að henda gífurlegu magni, að það sé ekki verið að henda plasti í sjóinn,“ segir hann og heldur áfram: „Það þarf að minnka álagið á sjóinn svo að fólk geti haldið áfram að njóta þess sem það býst við úr sjónum,“ segir McClure og segir sína framtíðarsýn þá að hlutföll matarins séu þannig að stórt hlut­ fall sé eftirlíkingar eða framleiddur matur úr plöntupróteini, stórt hlut­ fall sé ræktað kjöt og fiskur og svo sé lítið hlutfall villtur fiskur eða dýr sem fá að ganga frjáls og að verðið á þeim sé miklu hærra og taki þannig mið af auknum fram­ leiðslukostnaði vegna landsins sem er notað og vatnsins sem fer í fram­ leiðsluna. Spurðir hvort þeir telji erfiðara að hefja sölu vörunnar á Íslandi segjast þeir ekki hafa áhyggjur af því vegna þess hve mikil fiskiþjóð við erum. „Vegan búðin í Skeifunni er stærsta vegan búð í heimi og á sama tíma og hér býr mikið af fólki sem elskar sjávarfang,“ segir Chri­ stopher og að hann telji það munu vinna saman. Svo benda þeir á að varan er ekki einungis fyrir þau sem eru vegan heldur sé hátt hlutfall fólks svo­ kallaðar fiskætur eða á ensku pes­ catarian, fyrir þau sem eru með ofnæmi og svo barnshafandi konur sem ekki megi borða hráan fisk. „Við byrjum á sjávarfangi af aug­ ljósum ástæðum. Það er þörf og svo er það svo „íslenskt“,“ segir hann og að þeirra markmið sé að varan sé eins hrein og hægt er. n FRÉTTABLAÐIÐ MARKAÐURINN 1122. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.