Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN & DREIFING Torg ehf. 2022 - 2025 Arnars Tómasar Valgeirssonar BAKÞANKAR | Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN Ég man enn þá eftir mínum fyrstu kynnum af hækkandi verðlagi. Í hverfissjoppunni í Þingholt- unum var rukkað fyrir nammið í stykkjatali þegar ég var ungur. Þetta var jú áður en vigtirnar ruddu sér rúms og sugu allan djassinn út úr því þegar sjoppu- karlar og kerlingar slumpuðu á hvenær þú værir kominn í hundraðkallinn. Uppáhaldsnammið mitt á þessum tíma var saltpillan sem kostaði eina krónu. Fyrir hundrað krónur var þannig hægt að fá stútfullan poka (þann úr græna plastinu) af þessu svarta gulli. Hvílíkur díll! Ef ég fann glerf lösku á víðavangi var hægt að skila henni fyrir fimmtán krónur eða jafnmargar pillur. Þar sem að saltpillan var í rauninni eina varan sem ég keypti fyrir minn eigin pening á þessum tíma var það mikið áfall þegar hún hækkaði upp í tvær krónur í sjopp- unni minni. Hundrað prósent hækkun – það var jú ekki hægt að fara neinn milliveg með þessa minnstu einingu gjaldmiðilsins. Nú fengust ekki nema fimmtíu pillur fyrir einn grænan seðil. Ég þurfti að safna tvisvar sinnum fleiri glerf löskum fyrir sama magn af pillum. Þetta var gler- bólga. Ég var gríðarlega hnugginn en það var lítið hægt að gera. Það voru jú engin hagsmunasamtök sem börðust fyrir réttindum nammi grísa. Í dag eru útgjaldaliðirnir orðnir f leiri og það er ómögulegt að halda utan um verðsveif lurnar á þeim öllum. Ég veit sjaldan hve- nær það er verið að svindla á mér því ég veit ekkert hvað er sann- gjarnt verð lengur. Mér fannst þægilegra að geta hugsað um hlutina í glerf löskum. n Glerbólgan M O L A R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.