Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 22. febrúar 2023 Dídí Ásgeirs segist hafa tekið U-beygju í lífinu eftir að hún byrjaði að taka inn Femarelle Rejuvenate. „Svitinn er horfinn, ég sef miklu betur og næ meiri og betri hvíld þannig að dagurinn á eftir verður allt annar.“ Kvensjúkdómalæknar í Evrópu mæla með Femarelle vörulínunni. mynd/Aðsend Vertu vakandi tímanlega fyrir einkennum breytingaskeiðsins Femarelle Rejuvenate er náttúruleg lausn til að nota við upphaf hormónabreytinga á breytingaskeiðinu og er virkni þess staðfest með klínískum rannsóknum. 2 Kaupmannahafnarbúar eru orðnir þreyttir á rottugangi. elin@frettabladid.is Danskir vísindamenn hafa fundið leið til að framleiða á ódýran hátt efni sem getur útrýmt notkun á rottueitri. Þetta efni sem nefnist Triotolid er annars mjög dýrt í framleiðslu. Hægt er að nota efnið sem einskonar getnaðarvarnar- pillu fyrir rottur til að halda stofn- inum niðri á mun mannúðlegri og umhverfisvænni hátt en áður hefur verið gert. Efnið er sætur vökvi sem rott- urnar þurfa að drekka og hefur áhrif á frjósemi kvenrotta og getur veikt sæðisframleiðslu karlkyns rotta. Johan Andersen-Ran- berg, vísindamaður í plöntu- og umhverfisfræði við Kaupmanna- hafnarháskóla, hefur aðstoðað við að leysa þá áskorun að framleiða efnið á ódýran hátt og um leið að uppræta notkun rottueiturs. Vaxandi vandamál Vitað er að rottueitur sem notað hefur verið til að stemma stigu við vaxandi rottugangi í Kaupmanna- höfn skemmir vistkerfið og fuglar geta innbyrt banvæna skammta ef þeir borða dauða rottu. Rottueitur er á allan hátt óæski- legt í umhverfinu en þar sem engir aðrir kostir hafa verið tiltækir til að vinna gegn rottum hefur það verið leyft, sérstaklega þar sem rottur eru taldar mjög alvarlegt vandamál fyrir almenna heilsu fólks, samkvæmt því sem segir í grein á danska ríkismiðlinum dr.dk. n Danskar rottur fá getnaðarvarnalyf Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.