Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 20
Alls voru 23.533 pólskir ríkisborgarar með skráða búsetu hér á landi þann 1. febrúar síðastliðinn. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . MERKISATBURÐIR | ÞETTA GERÐIST | | 22. FEBRÚAR 1980 Katarzyna Rabeda og Eyjólfur Már Sigurðsson hjá Tungumálamiðstöðinni. MYND/KRISTINN Háskóli Íslands mun frá næsta hausti bjóða upp á pólskunám sem sextíu eininga aukagrein í fyrsta sinn. Forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar HÍ segist vongóður um að eftirspurnin sé til staðar og að þetta verði síðar í boði sem námsleið innan veggja háskólans. kristinnpall@frettabladid.is Háskóli Íslands tilkynnti í gær að pólska yrði í fyrsta sinn kennd sem námsgrein við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands á næsta ári. Tungumálið hefur staðið til boða á námskeiðum við Tungu- málamiðstöð HÍ en nú verður hún hluti af 60 eininga aukagrein í pólskum fræðum. „Við höfum verið með stök pólskunám- skeið sem hafa verið kennd í tungumála- miðstöð sem endurmenntun og það hefur verið fín aðsókn. Þau eru, eins og þessi námsleið, hugsuð fyrir byrjendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í pólsku en ekki Pólverja. Þetta er hugsað fyrir þá sem vilja kynna sér pólsku og fræðast um pólska menningu,“ segir Eyjólfur Már Sigurðsson, forstöðumaður Tungumála- miðstöðvar, í samtali við Fréttablaðið. „Það hefur verið góð aðsókn í þessi námskeið, um tuttugu nemendur hverju sinni og það gefur tækifæri til að vera bjartsýnn. Maður veit aldrei hvað gerist, við byrjuðum með kóreskunámskeið síðasta haust og það fylltist hvert einasta sæti þó að enginn hafi átt von á því. Ég vona svo sannarlega að það verði áhugi á þessu.“ Pólverjar telja rúmlega sex prósent allrar þjóðarinnar og hefur verið boðið upp á pólskunámskeið hjá Tungumála- miðstöðinni í átta ár. „Við byrjuðum með þetta árið 2015 og það var strax mikill áhugi. Þetta hefur verið nokkuð stöðugt síðustu ár, svona 15-20 nemendur í hverju nám- skeiði sem þykir nokkuð gott í tungu- málum. Manni finnst svolítið eins og það séu tvær þjóðir sem búa í þessu landi og þetta er tækifæri til að læra meira um menningu hvor annarrar.“ Pólska ríkið styrkir háskólann í þessu verkefni og kemur gestakennari að utan til að sinna kennslunni ásamt kennara sem mun njóta aðstoðar Katarzynu Rabeda sem hefur kennt í Tungumála- miðstöðinni undanfarin ár. „Við fengum styrk frá pólska ríkinu til að fara af stað með þessa kennslu og fáum gestakennara frá Póllandi, sem kemur til með að kenna megnið af þess- um námskeiðum. Katarzyna Rabeda sem hefur verið að kenna hjá mér kemur einnig til með að kenna en meginþungi kennslunnar verður hjá kennara sem kemur frá Póllandi, sem pólsk yfirvöld velja.“ Með því bætist pólska í hóp tungu- mála sem hægt er að læra við háskólann. Alls eru fjórtán tungumál í boði en flest þeirra eru kennd sem aukagrein, eins og verður með pólskuna. Með því verða einstaklingar að skrá sig í annað 120 ein- inga nám og taka pólsku samhliða því. „Þetta er byrjendanám og markmiðið er að koma fólki á A2-stigið samkvæmt Evrópuramma, sem er að geta verið þátt- takandi í samfélaginu. Farið út í búð og haldið uppi viðræðum við fólk. Við vonumst til að ef aðsóknin verður góð að við getum boðið upp á fullt BA-nám síðar meir.“ Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, segir þetta mikið fagnaðarefni.  „Þetta er mjög mikilvægt fyrir alla þá Pólverja sem eru búsettir á Íslandi. Rekt- or háskólans var mjög hrifinn af þessari hugmynd sem var frábært. Markmiðið var að hefja þetta á næsta ári en við- ræður gengu svo vel að það var hægt að flýta þessu.“ Pólska sendiráðið hefur boðið upp á námskeið fyrir yngri kynslóðir sem eiga rætur að rekja til Póllands til að viðhalda tungumáli og menningu. „Við höfum í samstarfi við íslensku ríkisstjórnina og  pólsku ríkisstjórn- ina boðið upp á kennslu fyrir pólsk ung- menni sem vilja halda í pólska tungu- málið og pólskar hefðir. Það stendur auðvitað íslenskum börnum til boða líka og þetta nýtur mikilla vinsælda víðs vegar um landið. Svo eru þrír háskólar komnir með áfanga um íslensku og íslenskar hefðir.“ Gerard segir að hann sé stoltur þegar hann sjái ungt fólk sem sé fulltrúi beggja landa. „Það er ofboðslega gaman að sjá ungt pólskt fólk sem er fulltyngt í íslensku og pólsku og er fulltrúar tveggja sam- félaga.“ n Pólska kennd í HÍ í fyrsta sinn Í dag eru 43 ár liðin frá einum óvænt- ustu úrslitum í sögu Vetrarólympíu- leikanna þegar lið Bandaríkjanna, skipað áhugamönnum úr háskólum, hafði betur gegn mulningsvélinni sem sovéska landsliðið var á þeim tíma og tryggði sér gullverðlaunin. Leikurinn er titlaður Kraftaverkið á svellinu (e. Miracle on ice) og var valinn íþróttavið- burður aldarinnar af Sports Illustrated enda átti enginn von á því að Banda- ríkjamenn myndu ná að standa í liði Sovétríkjanna. Sovétríkin voru búin að vinna gull á fjórum af síðustu fimm Ólympíuleikum og fimmtán heimsmeistaratitla á tutt- ugu árum. Á þessum tíma var atvinnu- mönnum bannað að keppa á ÓL og HM og voru fremstu íshokkíkappar Sovét- ríkjanna því á mála hjá hernum og æfðu eins og atvinnumenn þar. Leikurinn var ekki sýndur í banda- rísku sjónvarpi þó að gullverðlaun væru undir, enda niðurlægðu Sovétríkin bandaríska liðið 10-3 í síðasta æfinga- leik liðanna fyrir Ólympíuleikana en með öflugum varnarleik tókst Banda- ríkjunum að kreista fram sigur. n Kraftaverkið við Lake Placid 1732 George Washing- ton, fyrsti forseti Bandaríkjanna, fæðist. 1819 Spánn selur Banda- ríkjunum fylkið Flórída fyrir fimm milljónir dollara. 1944 Mistök verða til þess að Bandaríkin gera árás í Hollandi sem kostar 800 lífið í Nijmegen. 1958 Egyptaland og Sýrland stofna í sameiningu Sam- einaða arabalýðveldið. 1962 Sjónvarpsmaðurinn Steve Irwin, sem var titlaður krókódílaveiðimaðurinn, fæðist. 1974 Pakistan viðurkennir tilvist Bangladesh. 1979 St. Lucia fær sjálfstæði frá Bretlandi. 1986 ESDA-byltingin hefst á Filippseyjum. 1997 Heimsbyggðin fær að heyra af Dolly, kind sem mannfólki tókst að klóna. 2006 Stærsta rán í sögu Bretlands þegar hópur stal 53 milljónum punda. 2011 Næstmannskæðasti jarðskjálfti í sögu Nýja- Sjálands kostar 185 lífið. Ástkær móðursystir okkar, Gréta Bachmann, fyrrum forstöðukona Skálatúns og síðar Bjarkaráss, áður til heimilis að Árskógum 6, lést á Eir hjúkrunarheimili þann 11. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. febrúar og hefst klukkan 13. Regína Gréta Pálsdóttir Stefán Jóhann Pálsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Stefanía Anna Jónasdóttir Hraunbæ 116, Reykjavík, lést 28. janúar 2023 á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin fór fram í kyrrþey 16. febrúar að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Jóna Björg Pálsdóttir Grétar Sigurðsson Fríða Björk Pálsdóttir Gylfi Þór Sigurpálsson Elva Björt Pálsdóttir Björn A. Erlingsson barnabörn og langömmubörn Ástkær dóttir mín, systir og mágkona, Helga Sigríður Guðmundsdóttir Hjallavegi 11, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 6. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Við þökkum auðsýnda vinsemd og hlýju og sérstaklega starfsfólki A6. Elísabet Vigfúsdóttir Vignir Már Guðmundsson Jadvugu Usvaltiene Ásthildur I. Guðmundsdóttir Hafsteinn Benediktsson Ingvar Á. Guðmundsson og fjölskyldur 16 TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 22. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.