Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Qupperneq 4
sem hajði skammtað honurn veiðileyfi
í ágúst, pegar allur lax er orðinn leginn
og Ijótur, mikið til hœttur að taka og
auk pess kominn í ástarhugleiðingar svo
heitar, að pað er næstum pví hrot d
lögmáli kœrleikans, að fleka hann á agn-
ið og svifta hann lifinu.
Þetta var nú hin óséða sala. Svo varð
framtiðin fortið, og nú litum við yfir
liðið sumar.
Það getur stundum verið álitamál,
hvort fjarlcegara sé raunveruleikanum
björtustu framtiðarvonirnar eða endur-
minningarnar, svo mjög gylla menn og
laga hið liðna eftir pví sem peir vildu
pað verið hafa. En ímynduð scela er
einnig scela. í pví sambandi dettur mér
stundum í hug pað sem kátur og
skernmtilegur karl sagði við mig og
nokkra aðra unga menn „i sildinni“ fyr-
ir mörgurn árurn. Við vorurn að tala urn,
hvað allt hefði verið miklu skemmtilegra
árið áður heldur en sumarið, sem pá
var að líða. Þá sagði sá gamli: „Þetta er
allt bezt. pegar pað er búið og liðið,
strákar. Æskan er fegurst í ellinni, sum-
ardýrðin rnest i skammdeginu og síldar-
stelpurnar i fyrra miklu fallegri en núna
— og gefið mér svo einn litinn upp á
pað.“
★
Það er enn of stutt siðan veiðitiman-
um lauk, til pess að við séum farnir að
gleyma pví, sem að var og ýkja pað, sem
gott var. En nœsta sumar verðum við
búnir að gleyma flestu um veiðitimann
i ár, nema pví, hve veðrið var alltaf ynd-
islegt og laxarnir, sem við fengum, fjör-
ugir og skemmtilegir. Okkur rekur, ef
til vill, minni til pess, að hann hafi
stundum verið tregur pe.gar bjartast var
og heitast, en ef ncesta sumar yrði nú
votviðrasamt, veðrið stundum kalt og
hryssingslegt, en veiðin ágcet, pá mun-
um við áreiðanlega segja: „Já, pvilikur
rnunur á pessu sumri eða í fyrra! Það
vceri betra að fá fcerri fiska og gott veð-
ur.“ ()g pá tryðurn við pvi varla sjálfir,
hve oft við óskuðum eftir rigningu i
sumar. Sannléikurinn er sá, að pað er
mikill. vandi fyrir náttúruna að gera
veiðimönnum til hcefis.
Þvi er e.kki að neita, að margur mað-
urinn hefur orðið fyrir vonbrigðum,
hvað veiðina snertir, i sumar. Langvar-
ancli sólskin og purrkar er ekki gott
veiðiveður, eins og við vitum, en pað er
langvarandi rigning og kuldi ekki held-
ur. Meðalhófið verður hér bezt eins og
endrancer. En petta sumar hefur pað f ram
yfir mörg önnur léleg veiðisumur, að
pað er eitl hið hlýjasta og bezta, sem
komið hefur um. langt. árabil — liklega
siðan almennt var farið að stunda hér
stangaveiði. Fyrir innisetumenn er pað
meira virði heldur e.n pó laxarnir hefðu
verið fleiri, en sólskinsstundirnar fáar.
Við förum flestir jafnframt i veiðiferð-
irnar til pess, að vera úti og anda að okk-
ur heilncemu lofti. Ymsir fara einnig til
pess að eiga kyrrlátar stundir, langt frá
ys og pys athafnalifsins — til pess að sitja
á grasi, teyga ilm blóma og „minnast
við mold og steina". Þeim hefur petta
sumar gefið mikið. í peirra endurminn-
ingum verður pað ávallt „gullnum geisl-
um vafið“.
Ég veit um nokkra menn, sem eiga sin-
ar beztu veiðiminningar frá pessu sumri,
og sjálf ur er ég einn af peim. Við eigum
oft eft.ir að lifa sólskinsstundirnar i sum-
ar upp aftur — jafnvel ennpá bjartari
og hlýrri en pœr nokkru sinni voru —
pegar við förum að fara veiðiferðir fram-
tiðarinnar i huganum i vetur. Og pannig
verður hver veiðistund okkur alltaf scela.
hvort sem hún er „óséð — eða liðin.“
Ritstj.
2
Veiðimaðurinn