Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Side 5
Við Norðurá.
í SÍÐASTA blaði var skýrt frá því, að
samningur liefði nú verið gerður að nýju
um Norðurá til 10 ára.
Ef dæma nxá eftir fjölda umsóknanna
um veiðileyfi í ánni undanfarin ár, hlýt-
ur þetta að liafa verið mörgum félags-
mönnum S.V.F.R. gleðifregn.
★
Á fyrsta stigi veiðimennskunnar snýst
liugur flestra aðallega um það eitt, að
\ eiða sem mest — setja í eins marga fiska
og unnt er. Þeir eru á valdi lxinnar frum-
stæðu kenndar, sem raunar sumir vanir
og vel þjálfaðir veiðimenn mega stund-
um gæta sín við, að hún leiði þá ekki
lengra exr góðu hófi gegnir. Allur þorri
manna áttar sig þó fljótlega á því, að
veiðistöngin opnar þeiin miklu stærri og
fjölbreyttari heim lxeldur en leiðina frá
veiðihjólinu út í hylinn þar sem laxinn
liggur. Hið nána samband við náttúruna,
senx údveran og áhrif íagurs umhverfis
skapa, breytir smám saman viðhorfi okk-
ar til veiðinnar, og að lokum fer s\ o fyrir
sumuin, að þeir verja ekki nema nokkr-
um hluta veiðiferðarinnar til þess að ná
í fisk. Þeir hafa svo margt annað að gera.
Tíminn, sem þeir dvelja við ána, fer að
3
Veioimaðurinn