Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Side 8

Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Side 8
öðrum í mörgum röðunr, eins og allar þessar drunur og ólgusog kæmu þeim ekkert við. I>eir brytuzt gegn öllu þessu afli og áfram tif sinna fyrirheitnu hylja Glanni. Umhverfi hans er avintýraheimur og ef til vill hið fegursta við alla ána. þegar þeirra tími væri kominn. En á mannveruna getur þessi kynjakraftur og hrikalegu gljúfragin orkað þannig, að hún gleymi sjálfri sér, en finnist þó að þetta „afl frd landsins hjartarót, sem kviksett er í klettalegstað fljótsins“, streymi að einhverju leyti gegnum henn- ar eigin æðar — að hún sé þátttakandi í þessum stórbrotna leik, hluti af farvegi þess lífs, sem þarna hrærist, brot af þeim anda, sem að baki þessum tröllauknu hamförum býr. Það stælir viljann og styrkir sálina, að horfa á Glanna og hans líka. Þeirri stund er vel varið. En nátt- úran kann að breyta til, og stundum nær 6 hún sterkustu áhrifunum nreð andstæð- unum. Þegar flaumurinn hefur brotist niður Glanna og sogast niður í klettaskál- ina við rætur hans, fer áin að fara sér hægar, og áður en varir, breiðir hún úr sér og myndar því sem næst lygnan hyl, sem í logni er spegilsléttur — alger andstæða liamfaranna fáeinum metrum ofar. Þarna er sannarlega „breytt um rím og ljóðaklið“, eins og skáldið segir. A út- falli þessa hyls er svo einn af beztu veiði- stöðunum í þessum hluta árinnar, og að vestanverðu við hann hlýr og gróðursæll hvammur, sem eflaust gæti frá ýmsu sagt um ferðir fólks við ána, ef grös og grein- ar mættu mæla. Umhverfi Glanna er æv- intýraheimur fyrir unga elskendur, enda er sagt, að rnargir dvalargestir í Norður- árdal, og eflaust heimafólk líka, hafi oft leitað þangað á kyrrlátum kvöldum liðinna ára. Þeir eru laxinum vel- komnir gestir. Hann veit að þeir ónáða hann ekki, hlusta aðeins á nið árinnar og trúa Paradísarlautinni fyrir leyndarmálum sínum. Elskend- urnir forðast veiðimennina, eins og lax- inn gerir þegar hann er með réttu ráði, þeir vita sem er, að þarna eiga ekki að sjást í dögginni „nema tveggja spor“, fremur en í öðrum Edenslundum. Veiði- mennirnir geta svo átt sín ævintýri með laxinum, ótruflaðir af þeim. Fegurðin er nóg handa öllum. Svæðið milli Laxfoss og Glanna er allt ævintýraheimur, og ef til vill hið fegursta við alla ána. Og enn á það eftir að fríkka, þegar búið er að laga stigann í Laxfossi, svo fiskurinn komist fyrr upp heldur en verið hefur síðustu árin. Áhrifin frá Laxfossi eru að ýmsu leyti önnur en frá Glanna. Laxfoss er ekki Veimmaðumnn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.