Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Síða 9

Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Síða 9
eins hrikalegur. Hann er mildari, niður hans er mýkri og ljóðrænni. Þegar sólin skín á hann er hann eins og glitrandi guðvefjartjald, sem skilur á milli þátta í þessu mikla listaverki skaparans, sem Norðurárdalur er. Margur hefur setið hugfanginn tímunum saman úti á klett- inum við miðfossinn, horft á iðandi straumfallið og laxana þreyta leik sinn, stall af stalli. Þeir gefast ekki upp, þótt flaumurinn hreki þá aftur niður í kerið. Þeir stæla sig til stökks á ný, falla niður aftur, en komast sumir upp að lokum og halda áfram ferð sinni til ævintýra- landanna upp í dalnum. Lífskrafturinn hvetur þá til átaka við strauminn. Lífs- lögmálið krefst að þeir haldi áfram, eðlis- bundin hneigð vísar þeim leiðina. Það er ótrúlega fagurt við Laxfoss þeg- ar fegurst er. Fjölbreytni Ijóss og lita er þar svo mikil, að ég hef hvergi séð neitt sambærilegt við veiðiár, nema norður í Aðaldal og vestur á Snæfellsnesi, og hef- ur þó liver þessara staða sín sérstæðu ein- kenni. Mér finnst ég sjá eitthvað nýtt í Norðurárdal í hvert skipti, sem ég kem þar. Mér mun lengi verða minnisstætt kvöld eitt í sumar er ég kom þar við á leið norður í land. Það var í fyrri hluta júlí- mánaðar. Sól hafði skinið skært allan dag- inn og gerði enn, er við komum þarna um kl. 9, en birtan var orðin mildari og þreytti ekki augun eins og um hádaginn. Örþunnar húmblæjur sáust á nokkrum stöðum í lilíðum uppdalsins. Logn var svo mikið, að hár bærðist ekki á höfði. Ég stóð svolitla stund fyrir neðan veiði- mannahúsið, horfði á fossinn og hlustaði á niðinn. Ég lét augun hvarfla niður eftir ánni, austur á Eyrina niður Almenning- inn, um brekkur og börð og skógi vaxn- ar hæðir. Og þar sem sýn augnanna lok- aðist, tóku hugarsjónirnar við. Ég dró að mér í djúpum teygum ilm skógarins og angan gróandi lífs, og ég fann friðinn, sem andaði frá ánni og öllu umhverfi hennar. Á örskotsstund liðu gegnum hug- ann minningar frá liðnum stundum, eins og svipmyndir á sýningartjaldi. Ég minnt- ist margra dýrlegra daga, sem ég hef Fallegir fiskar úr Xorðurú. dvalið við Myrkhyl — þeirra dularfullu áhrifa, sem ég hef þótzt finna þar stund- um. Þar líður mér löngum vel, og þó gæti ég sagt um hann eins og Stephan G. um ættjörðina — „og pó léztu að fjölrnörgum betur en mér“, livað veiðina snertir. Ég hef oft farið þaðan fisklaus, en með frið í sál og sæll í huga. Oft hef ég setið uppi í grasbrekkunni við gamla bátinn, sem hvolfir þarna og bíður þess eins, að fúna og detta sundur. Ég hef horft yfir í hamarinn við hylinn og séð myndirnar, sem meistarinn hefur greipt í bergið. Þær eru breytilegar, eft- ir því hvernig birtan fellur á þær og ekki síður hver horfir á þær. Við sjáum hlutina ekki eins allir, allra sízt þegar VtlÐIMAÐURINN 7

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.