Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Page 10

Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Page 10
við lokum augunum og horfum á þá inn- an frá. Ég hef séð í hamri þessum al- skeggjaðan íslenzkan bónda að kemba ull, steinrunnin tröll, egypzkar guða- myndir, austurlenzkar musterismeyjar, mann að þreyta lax og ýmislegt fleira, eft- ir því hvernig litbrigði ljóss og skugga hafa verið bæði bið ytra — og innra með mér sjálfum. Hugurinn hélt áfram niður í Stokk- hyl og Stóra Hvararhyl. Öll austurhlíðin við ána er á þessu svæði full af listaverk- um og leyndardómum frá skaparans liendi. Við sjáum þar inn í furðuheima og undralönd — og þá einnig okkar eigin sálar — ef við gefum okkur tíma til að setjast niður og horfa um þessa heima alla. I Stóra Hvararliyl eru kynleg áhrif á kyrrlátum og fögrum kvöldum. Þar er gott að vera einn. Niður árinnar er þar nokkuð annar er á öðrum stöðum og við og við má lieyra þar einhverjar hlæþýðar undraraddir, sem líkjast helzt angurvær- um söng. Stundum er eins og lióað sé eða kallað í mildum róm. Einu sinni fannst mér vera sagt eitthvað á þessa leið: „Hættu nú að kasta og hlustaðu á raddir lífsins. Laxinn hleypur ekki frá þér, en þú átt ekki alltaf kost á að heyra þessa hulduhljóma eins skýrt og nú — jafnvel ekki hér.“ Það skiptir ekki máli, hvaðan þessar raddir koma, hvort þær eru æða- slög náttúrunnar, endurómar fjarlægra fyrirbæra eða hughljómar okkar sjálfra. Við heyrum þær, ef við hlustum — og það er nóg. Ég man að ég óskaði þess þetta um- rædda kvöld, að ég mætti vera þarna kyrr, og var ég þó á leið til minna fyrirheitnu veiðilanda, þar sem einnig er undursam- lega fagurt, von um meiri veiði og stærri laxa en hér. Það var einhver blæmunur á birtunni þetta kvöld, frá því sem mig rak minni til áður, en vel kann þó að vera, að ég hefði ekki séð það, ef ég hefði verið þarna allan daginn og mátt dvelja þar áfram. Við sjáum fegurðina stundum hezt á skyndiferðum um ríki hennar, þegar við eigum þess ekki kost að njóta hennar nema stutta stund. Leiðirnar til þess að finna frið og hamingju eru eflaust margar, en ein þeirra er áreiðanlega sú, að fást við veiði- skap í fögru umhverfi. Þeir, sem þá leið velja, ættu ekki að verða fyrir vonbrigð- um af veru sinni í Norðurárdal. Ritstj. Lét ekki snúa á sig. Margir veiðimenn voru saman komnir í veizlu, og eins og venja er til, var farið að segja veiðisögur þegar leið á kvöldið. Urðu fislcarnir æ þyngri eftir því sem fleiri tóku til máls. Loks kvaddi maður nokkur sér hljóðs og lýsti yfir, að hann hefði veitt 17 punda urriða í Litlavatni fyrir nokkrum dögum. Annar maður, sem ekki liafði lagt til mál- anna fyrr, vék sér nú að sögumanni og mælti: „Þér kannist líklega ekki við mig, en það vill nú svo til að ég cr eigandi Litlavatns — og það er bannað að veiða þar.“ Sögumaður svaraði þá með hægð, eins og ekkert hefði í skorizt: „Þér kannist líklega ekki við mig héldur, en það vill nú svo til, að ég er frægasti lyg- arinn liérna í héraðinu.“ 8 Veiðimaburin.n

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.