Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Side 11
Rabbað við veiðimálastjóra.
ÞESS verður stundum vart, að menn
gera sér ekki glögga grein fyrir, hve verk-
svið veiðimálastjóra er víðtækt og fjölbreytt.
Ýmsuin, sem ekki hafa kynnt sér málið,
hættir til að líta svo á, að hér sé um harla
lítið starf að ræða. Við nánari athugun kem-
ur þó í ljós, að margar tímafrekar fram-
kvæmdir standa yfir, yfirgripsmiklar rann-
sóknir og athuganir eru gerðar ár hvert,
þótt enn sé ekki tímabært að birta niður-
stöður þeirra — enda sumar þess eðlis,
að þeiin verður ekki lokið nema á löngum
tíma — og loks eru óteljandi verkefni, sem
bíða úrlausnar.
Fvrir nokkru kom ritstjóri Veiðimanns-
ins að máli við Þór Guðjónsson veiðimála-
stjóra og bað hann að segja sér frá helztu
framkvæmdum og fyrirætlunum á sviði fiski-
ræktarmálanna, þar sem ætla mætti að les-
endur ritsins liefðu áhuga fyrir að frétta
um það, sem gerist á þessum vettvangi. Varð
veiðimálastjóri fúslega við þessari ósk, og
fer frásögn hans hér á cftir, endursögð sam-
kvæmt því, er hripað var niður um lcið og
samtalið fór fram.
FISKIRÆKT. (Nýsköpun).
ALLMIKIÐ er nú unnið að því, að
hjálpa laxinum til þess að nema ný lönd.
Verið er að reyna að koma upp stofni í
nokkrum ám, sem lax hefur ekki gengið
í áður eða verið útrýmt. Hafa bæði kvið-
pokaseiði og aliseiði verið sett í sumar
þeirra. Má í þessu sambandi nefna Eyja-
fjarðará, sem nýlega voru sett í 30 þús.
aliseiði, og ætlunin er að gera það árlega
næstu árin. Þá má nefna Hvolsá og Stað-
arhólsá í Saurbæ í Dalasýslu, sem hafa
sameiginlegan ós. Þangað var flutt nokk-
uð af seiðum í vor og áhugi er fyrir að
flytja í þær aliseiði við fyrstu hentugleika.
í Brynjudalsá hafa verið látin 50 þús.
laxaseiði á ári undanfarin 10 ár og mun
verða gert enn um skeið.
Þá er Stangaveiðifélag Stykkishólms að
rækta Stóru Langadalsá á Skógarströnd.
Hefur verið sett í hana dálítið af klaki,
en of lítið enn sem komið er. Hefur áin
verið að mestu friðuð 2—3 síðustu árin,
en örlítið var veitt í henni til reynslu
í fyrra.
Nokkrar ár eru í ræktun með friðun
eingöngu, eins og t. d. Scemundará í
Skagafirði, sem hefur verið alfriðuð í 3
ár. Ennfremur Svartá (Húseyjarkvísl)
einnig í Skagafirði, að mestu friðuð und-
anfarin ár, þangað til í sumar.
Til athugunar er að koma upp laxi
fyrir ofan virkjanirnar í Laxá í Þingeyjar-
sýslu. Yrði það að gerast með svipuðum
liætti og í Elliðaánum, þ. e. safna fiski
í kistur og flytja hann upp fyrir, og
auðvitað í samráði við eigendur virkjun-
arinnar (ríkið og Akureyrarbæ).
í fyrra var gengið frá stiga í Lauga-
dalsá við ísafjarðardjúp: Lax hafði ekki
komist nerna stuttan spöl upp ána. Stigi
hafði verið gerður, en brotnaði. Var síð-
an steyptur upp aftur 1951—1952. Áin
er ekki stór, en skemmtileg, farvegurinn
svipaður og í Elliðaánum. Á svæði henn-
ar eru tvö vötn og vatnsmiðlun ágæt. I
sumar munu hafa veiðst þar milli 60 og
70 laxar, og má það teljast gott, því áin
var lítið stunduð.
Auk þess sem að framan er getið, fara
árlega i'ram seiðaflutningar í ár víðsvegar
Veibimabuhn n
9