Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Side 13
ekki upp með eðlilegu móti. Þegar hún
var minnst í sumar, reyndist vatnsmagnið
450 sekúndulítrar, svo þá er nokkuð lítið
eftir þegar verksmiðjan hefur tekið sitt.
Athugunum er haldið áfram á því,
hvort Korpu megi bjarga. Aðstæður til
vatnsmiðlunar eru sem stendur að mestu
leyti fullnýttar, en eitthvað mætti þó gera
með nokkrum tilkostnaði. Einnig er hugs.
anlegt, að breyta farveginum, svo að
rennslið dragist meira saman en nú er.
Reynt verður að finna leiðir til þess að
bjarga því, sem bjargað verður.
VIRKJANIR OG FISKIRÆKT.
FRAM á síðustu ár hafa virkjanir verið
framkvæmdar hér að mestu með þeim
hætti, að þær hafa ekki valdið truflunum
á fiskigöngum. Vatnsmagnsbreytingar
valda að vísu röskun, eins og t. d. í Ell-
iðaánum, en þar er það bætt upp með
flutningunum. Vafasamt er þó að ýmsar
aðrar ár af svipaðri stærð hefðu þolað
það hnjask, sem Elliðaárnar verða fyrir,
því frá náttúrunnar hendi er leitun á
veiðiá, sem er jafnákjósanleg uppeldis-
stöð og þær.
En síðustu árin eru virkjunarfram-
kvæmdirnar farnar að valda meiri trufl-
unum er áður.
Sem dæmi má nefna virkjunina við
Hólmavík. Þar verður Þiðriksvallavatn
notað sem uppistaða, og ætlunin er að
byggja stíflu í Þverá, sem fellur úr því
vatni. Afleiðingin verður sú, að Þverá
þornar á stundum. En lax hefur gengið í
Víðidalsá, sem Þverá fellur í. Með fram-
kvæmdunum verður laxagöngum í Þverá
litrýmt.
Áhrif virkjananna verða æ meiri eftir
því sem árin líða, og þarf því að vera vel
á verði, að ekki sé gengið að óþörfu á
rétt fiskistofnanna. Virðist fullur skiln-
ingur ríkja í þessu efni hjá þeiin aðilum,
sem að virkjunarframkvæmdum standa,
en þessi mál þurfa oft ítarlegra athugana
við dður en farið er að virkja.
KLAKHÚSIN.
S.L. VETUR voru eftirtalin 5 klakhús
starfrækt: Klakhúsið við Elliðaárnar,
Fiskiræktarstöðin Laxalón við Grafar-
holt, Klakhúsið að Hvassafelli í Norður-
árdal, Klakstöðin á Alviðru í Árnessýslu
og klakhúsið á Syðri Steinsmýri í Skafta-
fellssýslu. Klakið úr því síðastnefnda hef-
ur verið sett í Eldvatn og ár, sem falla í
það.
Gisli og Mogensen fóðra seiðin.
ELDISSTÖÐIN VIÐ ELLIÐAÁR.
STÖÐIN tók til starfa í sumar. Fékk
hún seiði úr Elliðaánum, Soginu og
nokkrum Borgarfjarðaránum. Mun hafa
verið byrjað með 200 þús. seiði s.l. vor.
Yfirumsjón með eldinu hefur Erik Mog-
ensen, og hefur hann rækt starf sitt mjög
vel og samvizkusamlega, enda árangur
góður.
Byggðar voru tvær hringþrær og tólf
eldisstokkar af gerð, sem mikið er notuð
VEœiMABL’RINN
11