Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Síða 14

Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Síða 14
í Skandínavíu, en þrír stokkar voru til fyrir. Þrærnar eru byggðar eftir amerískri fyrirmynd, sem reynst hefur mjög vel erlendis. Er full ástæða til þess að gera Hringprecr af amerískri gerð. sér góðar vonir um starfsemi stöðvar- innar og að þaðan megi í framtíðinni fá heppilega stofna í ár þær, sem verið er að rækta liverju sinni. RANNSÓKNIR. FRÁ því að veiðimálaskrifstofan tók til starfa hefur verið unnið að því m. a., að safna hreistri af laxi og einnig nokk- uð af silungi, til þess að rannsaka aldur og vöxt fiska. Að lang mestu leyti liefur þurft að treysta á hjálp veiðimanna í þessu efni, og hafa rnargir brugðist vel við þeim óskum. Eru nú til hreisturssýn- ishorn af 2500—3000 löxum, en söfnunin hefur gengið nokkuð misjafnlega frá ári til árs, og frá sumum veiðiám hefur lítið sem ekkert borist, þrátt fyrir ítrekuð til- mæli. Helst þyrftu að fást hreisturssýnis- horn af 100 löxum úr liverri á, ár hvert, og má þó ekki minna vera. Mun bráðlega verða liægt að birta niðurstöður af þess- um athugunum. Niðurstöður af aldurs. og vaxtarrann- sóknum koma að miklu gagni þegar ákveða skal sleppingu seiða í hinar ýmsu ár, því þar veltur á miklu að hægt sé að fá bezta afbrigðið til þess að rækta upp. Af þeim má einnig nokkuð sjá ástæð- urnar fyrir því, að veiði hefur verið mikil eða lítil á einhverjum stað. Og þegar frá líður má einnig skyggnast eitthvað inn í framtíðina með hliðsjón af þeim. Loks skal þess getið, að safnað hefur verið hreistri af urriða og bleikju á nokkr- um stöðum, þar á meðal úr Fiskivötnum. MERKINGAR. ÖNNUR hlið rannsóknanna er nrerk- ingarnar. í Korpu hafa niðurgönguseiði verið merkt á hverju vori síðan 1947. Alls rúml. 2000 laxaseiði og nær 600 sjó- birtingsseiði. Af þessu hefur veiðst aftur eftir eitt ár í sjó, nálægt 3%. Skýrsla um þetta efni mun verða full- gerð í haust. Hoplaxamerkingar eru enn einn þátt- ur rannsóknanna. Til þessa liafa verið merktir um 800 hoplaxar, langflestir úr Elliðaánum, en nokkrir í Borgarfirði og Árnessýslu. Gönguseiðin hafa verið rnerkt með uggaklippingum, en hoplaxinn fyrst með plöturn, en síðar hylkjum, sem fest er með silfurvír framan við bakugg- ann. Niðurstöður þessara rannsókna gefa hugmynd um, hve mikið af seiðum ferst í sjónum á l’yrsta og öðru ári og hvað lifir af. Hoplaxamerkingarnar ættu að sýna, hvað gengur í ána aftur að jafnaði af laxi, sem hefur hryngt áður. Það, sem endurveiðst hefur á stöng og í net er eitthvað um 5%. f Elliðaánum hafa kom- ið fram um 10%, en þess er að gæta, að 12 VllÐIMADURlNK

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.