Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Side 15
þar er liægt að skoða alla laxa, sem í
ána koma.
Hoplaxamerkingum verður lialdið
áfram enn um sinn, til þess að fá enn
gleggri niðurstöður.
Þess má og geta, að seiði, sem merkt
eru í Korpu í ár, geta frætt okkur urn,
hvort laxinn leitar aftur þangað eftir
breytinguna eða lieldur á aðrar stöðvar.
VATNARANNSÓKNIR.
í 11/, ár hefur verið safnað gögnum
og gerðar alhliða rannsóknir á Meðal-
fellsvatni (sbr. grein í 23. hefti Veiði-
mannsins). Er mjög bagalegt hve illa
gengur að fá veiðimenn til að skila skýrsl-
um um veiði sína þar. Merkingum hefur
verið haldið áfrtjm í sumar. Enginn
merktur fiskur hefur komið fram frá
sumrinu í fyrra, og er það harla undar-
legt.
Auk þessa hafa verið gerðar merking-
ar á rnurtu í Þingvallavatni, til þess að
reyna að ganga úr skugga um, hvort
þar er um sérstakan stofn að ræða, sem
hvergi komi fram í veiði nema í murtu-
veiðinni þar á haustin. Hafa 3 s.l. haust
verið merktir um 400 fiskar samtals, og
hafa 4 fengist aftur. Mest var merkt að
austanverðu í vatninu, en einnig nokk-
uð við Heiðarbæ. Ein þeirra, sem merkt
var að austanverðu hefur veiðst vestan
megin. Þrjár hafa veiðst á hinum venju-
lega murtuveiðitíma að haustinu, en ein
veiddist að vori til.
Ætlunin er að merkja mikið af murtu
í haust.
Murtan er bleikjuættar, en hefur tek-
ið upp sérstaka lifnaðarháttu, lifir aðal-
lega í djúpu vatni, á svifi, eins og síldin,
að því er talið er. Það eru dæmi þess
annars staðar, að til eru fleiri en einn
stofn af sörnu tegund, sem hegða sér ólíkt
að því leyti, að þeir hrygna við mismun-
andi hitastig.
VEIÐILÖGGJÖFIN.
VEIÐILÖGGJÖF okkar er að ýmsu
leyti góð, þótt hún sé í meginatriðum
yfir 20 ára gömul. Ýmsu þarf þó að breyta
Eldisknssar i eldisstööinni við ElIiÖaár.
samkvæmt íenginni reynslu. Þó er það
svo, að væri farið eftir lögunum eins og
þau eru, gætu þau verndað fiskistofnana
í flestum tilfellum, enda er það tilgang-
ur þeirra. En því miður eru nokkur brögð
að því, að lögin séu brotin að ýmsu leyti.
Sunnanlands og vestan, þar sem laxveiði-
ár eru í leigu, hefur þeim verið hlýtt bet-
ur, enda stöðugt eftirlit síðustu árin.
En mikið skortir enn á að ákvæðum
veiðilaganna sé hlýtt eins og vera ber,
og er sérstaklega ábótavant í því efni
sumstaðar norðanlands og á stöðum þar
sem langt er til yfirvalda. T. d. eru ár
sumstaðar þvergirtar á afviknum stöðum.
Það er mikilvægt atriði, að veiðilög-
gjöfinni sé hlýtt, því með þeim hætti er
VEHHMAÐURINN
13