Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Qupperneq 20
um óþægindum. í sömu andránni hófst
svikaleikur, sem ég get hlegið mig mátt-
lausan að enn þann dag í dag. Um leið
og maðurinn sneri sér við til þess að
laga á sér skóinn, greip frúin stöngina,
kastaði flugunni út til mín og sagði um
leið: „Hérna Bonaparte, taktu nú!“ Og
ég tók, hún öskraði, maðurinn sagði eitt-
hvað, sem ekki er hafandi eftir, þreif af
henni stöngina, en ég synti af stað mátt-
laus af hlátri yfir því, að sjá frúna sitjandi
í hnédjúpu, ísköldu vatninu, en veiði-
manninn skakklapppast um, skólausan á
öðrum fætinum og hinn skóinn eins og
skopparakringlu á fleygiferð til hafs. Ég
mundi þó að maðurinn var mjög hættu-
leg veiðikló, og þegar frúin hafði skreiðzt
upp úr vatninu, beið ég ekki boðanna,
synti að nybbunni minni og sleit. Að svo
búnu fór ég aftur í holuna mína til þess
að horfa á lokaþáttinn. Angistin og von-
leysið skein út úr andliti mannsins og
hann tautaði í sífellu: „í þriðja sinni, í
þriðja sinn. . . .“ Frúin vatt fötin sín
hríðskjálfandi, en barðist þó við að halda
niðri í sér hlátrinum. Maðurinn sneri sér
að lienni og sagði í mjög stilltum róm,
sem ekki boðaði gott: „Jæja, góða mín,
heldurðu að þú hafir ekki þarna efni í
góða sögu?“
„Þú átt eftir að verða undrandi,“ svar-
aði frúin, og ég býst við að sú spá hafi
ræzt.
Síðan veifaði hún til mín í kveðju
skyni, og mikið hefði ég viljað gefa til
að geta veifað á móti.
Lausl. þýtt úr ensku.
Ein ostra getur átt niilljónir afkvæma, en flest
þeirra (leyja á unga aldri vegna erfiðrar lífsbaráttu.
Framtíð Sogsins.
ÝMSIR veiðimenn óttast að hinar
rniklu virkjanir í Soginu og vatnsbreyt-
ingar, sem þær valda, verði til þess að
fisknrinn leggist frá eða hverfi af öðr-
um ástæðum — hið glæsilega stórlaxakyn,
sem þarna liefur átt heimkynni síðan í
grárri forneskju, verði horfið eftir nokk-
ur ár og engar stórlaxasögur framar það-
an að segja.
Að dómi veiðimálastjóra eru, sem bet-
ur fer, miklar líkur til að hægt verði að
búa svo um hnútana, að laxinn geti lifað
þarna góðu lífi áfram.
Hugmyndin er að bæta aðstöðuna
með miðlun úr Þingvallavatni. Er nú
verið að mæla strandlengju vatnsins og
dýpið við strendur þess og ætlunin er að
byggja stíflu í útrennslinu. Verður safn-
að þar vatni á úrkomutímum, sem síðan
verður notað til miðlunar þegar þurrk-
arnir koma s. hl. sumars og s. hl. vetrar.
Þegar þetta er komið í kring verður
auðvelt að jafna svo rennsli Sogsins að
nægilegt vatn sé þar á öllum tímum, þrátt
fyrir truflanir þær sem virkjanirnar
valda.
Forsíðumyndin
Efstu myndirnar eru frá Miðfjarðará
og Norðurá.
Þriðja myndin er af frú Helgu M.
Thors með veiði úr Haffjarðará. Sú
fjórða er frá Miðfjarðará.
Tvær þær síðustu eru frá Laxá í Þing-
eyjarsýslu. Maðurinn með stóra fiskinn
er Páll Melsted, stórkaupmaður. Er þetta
26 punda lax, sem hann fékk í Vitaðs-
gjafa í snmar.
18
VllDlMAOURINN