Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Síða 22
veiðileyfi og vildi þar af leiðandi liraða
sér sem mest niður að ánni í veiðarnar,
sagði þó, að ef ég hefði ráð með einhver
áhöld, skyldi ég koma með þau niður
eftir og skyldi hann þá sjá, hvað hann
gæti gert þar. Einhver hefði nú gefist
upp við þessi málalok; en bæði var það,
að ég er að eðlisfari þrár sem gömul
rolla og svo liitt, að ég skil manna bezt
hugarástand veiðimannsins, þegar hann
er að finna þefinn af veiðivatninu. Ég tók
þessu því með mesta jafnaðargeði, borð-
aði í rólegheitum og fór svo að leita að
áhöldum. Ég gat grafið upp ryðgaðar hár-
klippur í einhverju skúffuhorni. Það
vantaði að vísu í þær 2—3 fénnur, en ég
hugði það ekki saka mjög. Síðan fann ég
hálfbitlaus skæri, því ekki er ég nú of
liðlegur að brýna þau fyrir konuna.
Greiðugarm fann ég líka, sem vantaði í
að meðaltali aðra liverja tönn. Þessum
áhöldum safnaði ég nú í veiðiskjóðuna
mína ásamt öðrurn veiðiáhöldum, tók svo
stöngina og þrammaði af stað niður að
ánni. Þegar þangað kom var Friðþjófur
þar fyrir og ekki liátt á honum risið —
hafði sem sagt engan fiskinn fengið. Ég
taldi að hann mundi hafa of litla sökku
á hjá sér. Straumurinn var þungur og
beitan barzt hratt upp að landinu. Við
bættum nú blýi á færið og sagði ég hon-
um að kasta vel út og leggja svo stönginni
og liefja hárskerastaríið. Hann gerði sem
ég ráðlagði, en hafði þó litla trú á að
það fyrirtæki bæri nokkurn árangur. Ég
gerði nú slíkt hið sania við mín veiði-
áhöld, en að því loknu dró ég
klippingaráhöldin hálffeimnislega upp
txr pokanum og reyndi á allan hátt að
afsaka gæfuleysi mitt og aumingjadónr
í þessu efni. En Friðþjófur er galdramað-
ur mikill í öllu, sem að hárskurði og höf-
ursnyrtingu lýtur eins og kunnugt er.
Hann leit á tækin og brá stálinu í munn
sér, eins og Magnús sálarháski gerði við
gæruhnífana forðum. Að rannsókn lok-
inni lét liann hið bezta yfir vopnunum.
Tók að vísu upp önglabrýni úr pússi sín-
um og hvatti skærin, en bar olíu á klipp-
urnar, og nú hófst starfið. Þarna var lítið
um þægindi á sandinum. Enginn stóll,
enginn hárspíri, engin olía né sápa. Ég
lagðist á fjórar fætur í sandinn en Frið-
þjófur klofvega yfir mér. Hann rennir nú
klippunum fljótt og fimlega upp vinstri
vangann og er kominn rétt aftur fyrir eyr-
að án þess að slíta nema tiltölulega fá
hár upp úr hársverðinum. Þá heyrist allt
í einu brrrrr, og stöngin hans Friðþjófs
fór á harðasprett og söng í hjólinu. En
hafi runnið hratt út af hjólinu, þá rann
Friðþjófur þó enn hraðar. Klippurnar
sátu flæktar í hárlubbanum á mér, en
Friðþjófur bókstaflega flutti kerlingar
að stönginni, og hófst nú hörð viðureign
á milli eiganda veiðitækisins og vatnabú-
ans. En af því að Friðþjófur er jafnsnjall
veiðimaður sem rakari, þá endaði þetta
á þann veg, að fiskurinn varð að láta í
minni pokann eftir nokkuð stutta en af-
ar harða og skemmtilega viðureign. Þetta
var grálúsugur 4 punda sjóbirtingur. Tók
nú heldur að léttast brúnin á Friðþjófi.
Hann beitti í snatri aftur, kastaði út,
þvoði sér um hendurnar og tók svo tii
þar sem frá var horfið. Tókst honum nú
að reita af mér vel aftur á hvirfilinn og
fram undir hægra eyrað. Óþarft var að
hafa herðaklút, því golan feykti hárflyks-
unum jafnóðum út í bláinn. Brrrrr, söng
20
Vkiðimadurinn