Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Page 24

Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Page 24
R. N. STEWART: Misstir lnxAr. R. N. STEWART er skozkur hershöfðingi, sem er mörgum íslendingum að góðu kunnur. Hann hefur dvalið liér \ið laxveiðar nokkurn veginn óslitið á hverju sumri síðan 1912, að styrjaldar- árunum undanskildum. Hann hefur veitt víða, en síðari árin nær eingöngu í Hrútafjarðará, enda hefur hann haft hana á leigu og hcfur enn. Fyrir rúmum tveimur árum gaf Ferðaskrifstofa ríkisins út bók eftir hann á ensku, sem heitir Rivers of Icelaml og margir veiðimenn hafa sjálfsagt lesið. Fyrir síðustu jól kont út í íslenskri þýðingu bókin Laxabvmin, en hana flutti hann upphaflega í brezka útvarpinu sem framhaldssögu fyrir börn og hefur hún hlotið miklar vinsældir. Auk þess sem R. N. Stewart er ágætur veiðimaður, hefur hann gert sér mikið far um að rannsaka á vísindalegan hátt líf og lífsskilyrði fiska bæði i ám liér og í heimalandi sínu, og eru margar athuganir hans í þeirri grein mjög merkilegar. Hann hefur einnig ritað fjölmargar greinar í brezk veiðimálarit og er mjög vinsæll meðal lesenda þar. Grein sú, sem hér fer á eftir, er þýdd úr enska blaðinu The Fishing Gazette, en í það hefur liann ritað allmargar greinar. Ritstj. VIÐ vitum allir, alltof vel, hvernig okkur verður innanbrjósts, þegar við missum lax. Það er óheillastund, og hvort sem við látum tilfinningar okkar í ljós með tárum, blótsyrðum eða undir- gefni, læknar ekkert af þessu sárið. En hvernig skyldi líðan og viðbrögð laxins vera? Við livorki vitum né kunnum nokkur ráð til þess að fá vitneskju um, livað hann hugsar, en við getum ímyndað okkur að honum létti mikið. í ánum heima er erfitt að sjá, hvernig lax hegðar sér, þegar honum tekst að losa sig. í stórum ám hverfur liann sam- stundis, en í þeim smærri er vatnið oft- ast svo gruggugt, að ekkert verður til hans séð. En í ánni, sem ég veiði í á íslandi, er vatnið óvenjulega tært og á efri hlutan- um eru svo háir og þverhníptir kletta- bakkar við suma hyljina, að það er auð- velt að sjá til fisksins bæði meðan verið er að þreyta hann og eftir að liann er farinn af. Ég fékk nýlega einstakt tækifæri til þess að sjá, hvernig fiskur, sem ég missti, brást við frelsinu. Ég var að veiða í út- fallinu á hyl nokkrum og setti í lax, sem hefur verið um 16 pund. Það gerðist ekkert sögulegt rneðan á viðureigninni stóð; hann hegðaði sér eins og búast mátti við um nýrunninn fisk af þessari stærð. Hann stökk svisvar með þessum venjulegum skvettuköstum, eins og hængum er títt, og strikaði upp og niður eftir hylnum. Mér heppnaðist að komast með liann nokkru neðar í ána, á stað sem ég er vanur að landa þeim, og liafði ífær- una tilbúna. En þá losnaði flugan skyndi- lega. Fiskurinn var ekki fullþreyttur, en þó svo af honum dregið, að ég var að því kominn að færa í hann. Á þessum löndunarstað mínum hagar svo til, að vatnið er djúpt og lygnt og klettur vestanvert við ána, og við hann 22 Veiðjmaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.