Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Qupperneq 35
Vill veiða sjóskrímsli.
MENN skyldu alls ekki gera lítið úr
því, þegar fregnir berast um, að sézt hafi
sjóskrímsli mikil.
Á dýrafræðingamóti, sem haldið var
nýlega í Kaupmannahöfn, skýrði einn
fundarmanna, dr. Anton Bruun, ritari
mótsins, frá því að hann áliti að slíkar
ófreskjur væru raunverulega til í undir-
djúpum Atlants- og Kyrrahafsins. Ef
einhver vildi styðja liann, mundi hann
fús til að reyna að renna fyrir slíkt dýr.
Dr. Bruun kvaðst liafa nokkrar sann-
var farið að liugsa til heimferðar og
var gengið rösklega að því sem öðru.
Komnir voru tveir menn í veiðihúsið,
sem voru í næsta veiðiflokki, og áttu að
vera hálfan annan dag. Þegar búið var
að borða og renna einhverju niður með
matnum urðum við Jón fyrri til af stað.
Þegar við vorum svo að segja nýlagðir af
stað, mættum við 3 veiðigörpum, sem
voru sjáanlega í veiðihug, og glaðnaði
yfir þeim, þegar þeir fengu veiðifréttirn-
ar af okkur. Hafa víst átt góða veiði-
drauma komandi nótt. Ferðin heirn gekk
ágætlega og náðu félagarnir okkur bráð-
lega. \reðrið var alltaf ágætt og allt um-
hverfi dásamlegt. Mér er það rninnis-
stætt, hvað bjart var að líta til Stranda-
fjallanna og þá var ekki síður dásamlegt
að líta til Eiríksjökuls. Það leit helst út
fyrir, að náttúran gerði allt sitt bezta til
að gera okkur veiðiför þessa ógleyman-
lega.
Að endingu óska ég öllum veiðimönn-
um slíks unaðar á veiðiferðum sínurn,
um okkar kæra og fagra land og vatna-
svæði þess. G. M.
anir fyrir því, að til væru slíkir risafisk-
ar, og sönnunin væri sú, að leiðangur
Dönu árið 1928—30 hefði veitt sex feta
langan fisk í S.-Atlantshafi. Reyndist
þetta óþekkt tegund af ál, en var þó að-
eins seiði. Hryggjarliðirnir voru samtals
450, en á venjulegum álum eru þeir 104
og á annarri tegund 150 að tölu.
Heldur dr. Bruun því fram, að ef þetta
álaseiði liefði haft tækifæri til að vaxa
í fulla stærð, hefði þar verið kominn
fiskur, senr hefði orðið eins stór og sjó-
skrímsli þau, sem sögur eru til um. Bend-
ir doktorinn á það, að til sé fiskar,
er vegi svo smálestum skipti, og ef þeir
yrðu með óbreyttri þyngd eins langir
og grannir og álar, mundi þeir vissulega
nefnast sjóskrímsli.
En hann telur, að engin leið sé til
þess að veiða slíkan fisk nema með öngli,
og að það sé af og frá, að hægt sé að finna
hann með dýptarmæli. Það mundi ekki
vera auðveldara en að finna hvítan nas-
hyrning í myrkviði Afríku með því a
taka myndir af landinu úr flugvél.
„Við vitum ekki hvaða lífverur eru til
í undirdjúpunum,“ sagði dr. Bruun enn-
fremur. ög það er nokkuð til í því. Dýra-
fræðingunum á ráðstefnunni gafst rneðal
annars kostur á að sjá nokkra fiska, sem
Galathea-leiðangurinn hafði með sér
lieim. Meðal þeirra er „veiði“-fiskur, seni
hefur eins konar lýsandi sívalninga —
líkt og neonperur — í kjaftinum. Þegar
hann verður svangur, opnar liann ginið,
og bráðin leitar til ljóssins — upp í
„veiði-fiskinn.
FURÐUFISKUR.
í Ástralíu liefur veiðst lax með tvö höf-
uð. Vísindamenn töltlu þetta svo merkilegt
fyrirbrigði, að þeir settu hann í vatnsker
og hafa hann þar til athugunar. Það hefur
komið í ljós að fiskurinn étur með báðum
munnunum samtímis.
Veiðimaðurinn
33