Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Qupperneq 36

Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Qupperneq 36
Bréf frá Krumma Kæri ritstjóri! MÉR þykir vænt um blað ykkar veiði- mannanna, þó að það sé ekki enn búið að ná heimsfrægð „biblíunnar“ frægu, sem þú talaðir um í útvarpinu í sumar. En mér finnst þó stundum skorta nokkuð á fjölbreytni í blaðinu, til dæmis liljóta að vera til niargar skemmtilegar veiði- vísur, því að veiðimenn geta varla verið eftirbátar annarra íslendinga á sviði skáldskaparins, fremur en öðru — því að góðir laxveiðimenn geta allt! jafnvel misst þá stærstu? Þegar ég hlýddi á þig í útvarpinu „Á víðavangi," flaug mér í hug hvort þú ættir nú ekki að taka þig til og hafa „fasta síðu“ fyrir „yrkingar“ veiðimanna, þ. e. í bundnu máli, en ekki venjulegar veiðisögur, og safna þannig ef til vill ekki ómerkilegum þætti íslenzks kveð- skapar, og væri æskilegast að veiðimenn yrðu ósínkir við þig á slík „product“. Ég dró því upp úr skúffu minni gömul heilabrot, sem ég einhverntíma raðaði saman að vorlagi snemma, þegar ég var að hugsa til sumarsins við lestur „Veiði- mannsins“, og lét mér koma til liugar, að ekki liði nú á löngu þar til laxinn og birtingurinn færu að þefa af ósunum. Þessi lieilabrot eru ekki merkileg —- og þér og fleirum finnst þau ef til vill „sentimental“ og ekki þess virði, að þeim sé gaumur gefinn. Það gerir ekkert til — þú hendir þeim þá bara í bréfakörfuna — en ef þér finnst þau nokkurs virði til þess að hefja umræddan þátt í blaði þínu — þá máttu það — sem sagt: Hafðu alla þína hentisemi — en svona hljóða brotin. Nú breiðist yfir bæinn húmsins slóð, á breiðum þökum liggur hvítur snjór, að huga mínum sækir lítið ljóð um liðna stund, sem út í bláinn fór. Hún kernur aldrei aftur stundin sú — í órafjarska lít ég stiginn mjóa, sem liggur meðfram læknum — yfir brú — og leynist jafnan þegar fer að snjóa. Við þennan forna, litla leynistig ég lék mér oft og horfði á strauminn falla að malarkambi, en beygði svo á svig og seig í hafið — út —• á milli fjalla. Og þarna batt ég bernsku minnar skó, á björtum morgnum silung dró á færi. Mín veiðigleði var mér jafnan nóg, mín veröld: lítil stöng og örmjótt snæri. Já — svona var nú það, er skeði þá — og þetta hefur breytzt á mörgum árum. Við fyrstu hlákur finn ég sömu þrá: að fara og veiða lax í strengsins bárum. En minningin er mér jafn kær og fyr. Ég man of vel, bve tíminn virðist þotinn! I hugans vængi leggur ljúfan byr þó litla stöngin sé nú týnd og brotin! Þetta er nú allt og sumt — en mér er sennilega dálítið líkt farið og þér— og skírskota ég þá til hugleiðinga þinna í blaðinu þínu — að mér þykir vænt um veiðiminningarnar — þó að þær séu ekki tengdar við „þá stærstu“ — og ég þrái alltaf sumarið og vorið — elska náttúru- fegurðina alla tíma ársins — sem krefst veiðimenningar! Vertu svo blessaður í bráð. Þinn einlægur. Krummi. 34 Veiðimadurin.n

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.