Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Page 37
Veiðin í sumar.
EINS og flestir lesendur Veiðimanns-
ins munn vita, sumpart af eigin raun,
var veiðin allstaðar mikið rninni í ár en
í fyrra. Þess skal þó gætt í þeim saman-
hurði, að sumarið 1952 var eitt bezta
veiðisumar, sem komið hefur lengi.
Enn hefur eigi unnist tími til að vinna
úr veiðiskýrslum þessa árs, enda ekki all-
ar komnar til veiðimálaskrifstofunnar
ennþá. Nákvæmar tölur eru því enn fáar
fyrir hendi, en frá nokkrum ám er þó
hægt að birta tölur, sem eru svo nærri
hinu rétta, að ekki getur munað nema
örfáum fiskurn til eða frá. Til saman-
burðar eru tölur líka. frá 1952 teknar upp
1953 1952
Elliðaárnar 918 1511
Norðurá 470 1044
Laxá í Kjós 440 900
Korpa 287 519
Laxá á Ásum XT) CM 301
Ennfremur eru til tölur frá nokkrum
ám þ. 25. ágúst, en nokkuð veiddist í
þeim öllum eftir það. Skulu fáeinar tekn-
ar liér upp til gamans.
í Haukadalsd höfðu þá veiðst 351 lax,
á háðum veiðisvæðunum. Á sama tíma
í fyrra voru komnir þar á land 474 fiskar.
Miðfjarðará. Þar höfðu veiðst 509 lax-
ar, en 831 á sama tíma í fyrra. Alls komu
úr ánni það ár 931.
Ég þakka Krumma kærlega fyrir bréf-
ið. Kvæðaþáttur er hugmynd, sem mér
þykir góð. Og veiðimönnum, sem yfirleitt
allt er gefið, ætti ekki að reynast vandi
að smíða ljóð. Ritstj.
Víðidalsá. 422, en 595 á sama tíma í
fyrra.
★
Þann 11. ágúst voru komnir 823 fiskar
á land úr Laxá í Þingeyjarsýslu, en 1007
á sarna tíma í fyrra. Veiðin 1952 var
alls 1298 laxar. í Grimsá höfðu veiðst 173
laxar þ. 11. ágúst, en 328 á sanra tíma í
íyrra. Alls veiddust þar 462 laxar 1952.
★
Af þessum tölum er ljóst, að árnar
á Norðurlandi hafa verið miklum mun
drýgri en Suðurlandsárnar, enda er veið-
in norðanlands nokkurn veginn í meðal-
lagi, víðast hvar, samkvæmt upplýsing-
ingum veiðimálaskrifstofunnar.
F.ftir eins gott veiðiár og í fyrra þykir
okkur þetta sumar, að vonum, afar lé-
legt, en við skulum ekki ímynda okkur
að ekkert svipað hafi komið fyrir áður.
Við erurn bara búnir að gleyma því, sam-
kvæmt þeirri sjálfsögðu og góðu reglu,
að muna aðeins það sem gott er frá
liðnum veiðiárum.Sem dæmi má nefna,
að við athugun á veiðiskýrslum frá Elliða-
ánum árið 1951, kemur í ljós að þá veidd-
ust þar aðeins 796 laxar, og árið 1950
var veiðin 960 liskar, eða örlítið meiri
en núna.
Ef við lítum á skýrslur frá Norðurá
árið 1949, sjáum við að þar hafa veiðst
468 laxar, eða því senr næst sami fiska-
fjöldi og í sumar; og árið 1950 veiddust
þar ekki nema 622 laxar.
Svona hefur þetta verið og verður
alltaf — stundum ágæt veiðiár, stundum
miðlungsár og stundum léleg og oft-
ast nær ómögulegt að vita nokkuð fyrir-
fram. Spár og útreikningar bregðast, eins
og um síldina. Og er þetta ekki einmitt
í samræmi við aðra háttu laxins og þá
heillandi óvissu, sem honum fylgir, hvort
sem hann er fastur á flugunni eða hul-
inn í djúpum hafsins?
VflÐIMAÐURINN
35