Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Side 3
SVFR
VEIÐIMAÐURINN NR38
DESEMBER
MÁLGAGN STANGAVEIÐIMANNA Á ÍSLANDI 1956
Ritstjóri: Viglundur Möller, Útgefandi: Stangaveiðifélag Reykjavihur
Ægissiðu 92, Reykjavik. Afgreiðsla i Veiðimanninum, Lcekjartorgi
Simi 9755. Prentað i Ingólfsprenti
Röitim er sú tmig------
ENN eru þeir hlutir margir milli
himins ogjarðar, sem mannleg heimsþeki
fœr ekki skilið né skýrt. Lífsundrið
er að ýmsu leyti enn eins dularfullt og
það var, þegar okkar fornu feður fóru
fyrst að glíma við gátur þess. Eðli teg-
undanna, hlutverk og markmið þess lífs,
sem þœr birta, i samleik heildarinnar,
er hin sama gáta nú og þá — ráðning
hennar enn jafnfjarlœgur draumur.
Ýmsir veiðimenn hafa eflaust oft leitt
hugann að þvi á ferðum sínum við árn-
ar, og stundum endrancer, hvers vegna
laxinn sé þvi eðli gæddur, að leita i
ósalt vatn til þess að hrygna; hver orsökin
sé til þessarar tviskiþtingar i lifi hans,
milli vatns og sjávar. Fleiri láta sig þetta
þó liklega engu skipta eða vísa hugsun-
inni á bug, ef hún skyldi hvarfla að
þeim, með þeim einföldu og máske skyn-
samlegu rökum, að það sé nú svo margt
milli himins og jarðar, sem ólíklegt sé að
nokkur skýring verði fundin á í bráð, og
því þýðingarlaust að brjóta heilann um
það. Þetta eðli laxins sé ekkert undar-
legra en svo ótal margt annað. Aðrir,
sem hafa gaman af að grufla i alls kon-
ar „óhagnýtum“ hlutum, geta ekki stillt
sig um að velta þessu og öðru þviumlíku
fyrir sér, þótt þeir viti að þeir muni ekki
komast að neinni óyggjandi niðurstöðu.
Þeir sitja máske á árbakkanum, eða ein-
hvers staðar uþþi í móum yfir þessum
hugleiðingum og eyða i þær dýrmætum
veiðitima, koma ef til vill ekki til sjálfra
sín fyrr en „tökutiminn“ er liðinn þann
daginn. Sumum þætti líklega ekki gott,
að vera í félagsveiði með slikum náung-
um, því þeir fá stundum litið. Samt er
eins og árguðinn sjái það við þá öðru
hverju, að þeir vilja vita eitthvað meira
en almennt gerist um þegna hans og
umhverfi þeirra. Hann á stundum til að
gleðja þá óvænt með góðum fiski, þeg-
ar aðrir fá ekki neitt.
Laxinn virðist að ýmsu leyti fremur
1
Veiðimaðurinn