Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 4

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 4
eiga heima í sjó en vatni. Hann elzt að visu upp í vatni fyrstu árin, en vöxt sinn og þroska sœkir hann að mestu i sjóinn. Náttúran hefði eflaust auðveldlega get- að gætt hann þvi eðli, að hrygna þar lika og koma þar af leiðandi aldrei i ó- salt vatn. Lifsskilyrðin eru svo miklu betri í hafinu, að þar gæti hann lifað góðu lifi allt árið, etið nægju sina dag hvern og náð sér fljótt eftir hrygninguna, ef hún væri honum þá á einhvern hátt erfið þar. En i þess stað þarf hann að leggja á sig langar ferðir, upp erfiðar og straumharðar ár, með alls konar hætt- um og torfærum, til þess að halda við stofninum. Frá því hann kemur upp i ána og unz hann hefur hrygnt, neytir hann lítillar eða engrar fæðu — virðist missa alla lyst eða löngun til þess. Hann missir þrótt og horast, og þegar þráin til hinna fyrri heimkynna í hafinu gríp- ur hann loks aftur, er hann orðinn svo illa til reika, að það er undir hælinn lagt, hvort hann kemst þá leið á enda, eða lætur líf sitt fyrir ofurefli straums og flóða og óvinum þeim, sem bíða hans á mótum vatns og sjávar. En svo römm er sú taug, sem dregur hann aftur til árinnar, að eftir nokkurn tíma leggur hann af stað þangað að nýju, þrátt fyrir fengna reynslu og hversu dýrkeyþt sem hún kann að hafa verið. Hann hikar ekki við að ganga aftur á hólm. við þær hætt- ur, sem biða hans i alls konar myndum, allt frá uppglenntu gini selsins, sem sat jyrir honum við ósinn og hafði nær gleypt hann, til hinnar meinleysislegu gerviflugu, sem honum varð á að glefsa i og festa i munnviki sinu, með þeim afleiðingum, að sií óvarkárni hafði ná- lega kostað hann lifið. Hann lætur sér ekki heldur að varnaði verða örlög fé- laga sins, sem hann sá gleypa sams kon- ar tálbeitu og vera dreginn 4 land, eftir frækilega baráttu, af einhverju ferliki uppi á árbakkanum. Hann getur meira að segja, þrátt fyrir þetta, átt það til sjálfur, að freistast til að hrifsa i þessa sömu eiturpöddu annað sinn, á sama stað, og falla þá á hálfnaðri ferð til fyrir- heitna landsins. Hvað veldur þvi, að laxinn er að glefsa i þessar gerviflugur, maðka og sjiæni og hvað það nú allt heitir, sem veiðimennirnir freista hans með? Þeirri spurningu hefur ekki enn verið svarað með nokkurri vissu, aðeins getum að þvi leitt. Væri sú skýring nokkuð ósennilegri en sumar hinna, að forsjónin hafi gætt hann þessu eðli, til yndis þeim mönnum, sem hún gerði svo úr garði, að þeir hafa gaman af að þreyta við hann leik á veiði- stöng? Hneigðin er í blóðinu. Við erum fæddir þannig, eins og Walton segir. Og þessi skýring hefur þann mikla kost, að þá er a. m. k. engin synd að veiða lax, eins og sumir, sem gera það ekki, halda fram; og þá er líka hnekkt þeirri óhugn- anlegu staðhæfingu, sem heittrúaður maður hélt einhvern tíma fram, að stang- veið.i væri ein af þeim óteljandi snör- um, sem höfðingi myrkursins hefði lagt fyrir mannlegar sálir, i sinni þrotlausu samkeppni um þær við konung Ijóssins! Það skal að vísu játað, að þessi kenning er i samræmi við þá feikna snilli og ráð- kænsku, sem margir fullyrða að sá svarti búi yfir, en samt held ég að þetta snilli- bragð tæki öllum öðrum veiðiaðferðum hans fram, ef satt væri. Það gæfi honum árlega margar sálir, sem hann þyrfti ekki að vera hræddur um að missa aftur. Á 9 Vf.iðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.