Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Síða 5

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Síða 5
stangveiðimáli mundi vera sagt, að pær væru „þrælteknar“! Fegurri miklu er sú trú, að allt sem veitir okkur yndi og sannan unað sé að ofan ættað, og samkvæmt henni htýtur hún að vera frá Ijóssins heimi sú hönd, sem leiðir okkur inn í ódáinslöndin við árnar. Þegar laxinn hefur sloppið gegnum allar pær hættur, sem á vegi hans verða á leiðinni til hrygningarstöðvanna, á hann eftir langan og vafalaust erfiðan tíma, unz ætlunarverkinu er lokið. Það tná vera furðulegt prek, sem pessum fiski er gefið og þjálfun, sem stofninn hefur hlotið i eldraunum kynslóðanna. Hann hrygnir, eftir aðstæðum, í október og nóvember, og jafnvel eitthvað i desember, og hef- ur pá verið i ósöltu vatni 4—6 mánuði, eftir þvi hvenær hann hefur gengið. Sum- staðar parf hann að biða við ósana eða niðri í jökulánum eftir pví, að komast upp i berguatnsárnar, ef vatn er mjög litið; en sú töf breytir eflaust engu um það, að hann er næringarlaus að mestu frá pvi að hann kemur upp að ósnum. Nokkur tími liður svo frá því hann hef- ur hrygnt og þangað til hann kemur aft- ur til sjávar, svo að alls getur ferðin tekið 7—8 mánuði eða meira. Það vœri ekki undarlegt, pótt hann tæki hraustlega til matar sins pegar hann kemur i sjóinn aftur. Hann er vel að pvi kominn. Fáir veiðimenn, sem ég hef átt tal við, hafa séð þegar laxinn er að koma sér fyrir á hrygningarstaðnum og pvi sið- ur pegar hann er að hrygna. Aðstæður eru sjaldan svo góðar, að petta sé hægt, og auk pess eiga sárfáir veiðimenn leið með ánum þegar sá timi er kominn. En eftir lýsingu sjónarvotta, er næsta furðu- legt, að fiskurinn skuli geta grafið hol- urnar með sporðinum, pví sumstaðar er botninn svo fastur i sér, að okkur mundi veitast full erfitt að gera slikar holur með höndunum, eða segjum máske heldur fótunum! Sjálfur hef ég aldrei séð fisk hrygna, en s.l. sumar fékk ég tækifæri til að horfa lengi á laxahjón, sem komin voru í hrygningar-hugleiðingar, þótt enn væri pá langt til hrygningar. Ég kom að litlum hyl par sem tveir fiskar, hængur og hrygna, lágu saman. Fleiri fiska sá ég þar ekki og held að peir hafi verið parna aðeins tveir. Mér virtist þetta geta verið hrygningarstaður og sló þvi föstu, að pau hefðu helgað sér hann. Ég sá ekki fiskana fyrr en ég var kominn svo nærri, að telja mátti víst, að peir hefðu orðið min varir, þótt peir sýndu engin merki þess. Ég var með vatnagleraugu og gat virt þá vel fyrir mér. Hængurinn lá aðeins neðar en hrygnan og örlitið nær peim bakkanum, sem ég stóð á. Ekki veit ég hvort það var imyndun min, en mér sýndist hann hafa vara á sér, eins og hann gæti jafnvel átt von á óvelkomnum gesti neðan úr ánni, og væri þess albúinn, að snúast gegn honum og verja honum uppgöngu i hylinn. Hrygnan virtist hins vegar örugg. Hún hreyfði sig ekki, svo séð yrði. Mátti álykta að hún treysti full- komlega á vernd bónda sins. Þegar ég hafði horft á fiskana langa stund, hélt ég áfram upp með ánni, til annarra og meiri veiðistaða. Á leiðinni til baka, alllöngu siðar, læddist ég fram á bakkann, til pess að ganga úr skugga um, hvort laxarnir hefðu hreyft sig nokk- uð meðan ég var i burtu. Þeir lágu ná- kvæmlega eins og áður. Nú fór ég svo varlega, að ég tel fullvist að peir hafi Vf.ibimaðurinn 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.