Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Síða 10

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Síða 10
á árbakkanum, rétt neðan við túnið á Hróaldsstöðum, við vað á ánni. Bíll okk- ar stóð austan árinnar, því enginn veg- ur er með henni að vestan. Þetta var fjórði og síðasti veiðidagur- inn okkar þarna. Höfðum við bæði ver- ið heppnir með veður og veitt ljómandi vel. Fyrsta daginn, sem við vorum í ánni, hafði ég reynt flugu af og til, en þegar ég sá að félögum mínum gekk mun betur með maðkinn og járnbeituna, fór ég að svíkja fluguna í tryggðum og snúa mér að því sama og þeir. Ég próf- aði þó fluguna við og við tvo síðustu dagan og fékk nokkra laxa, en missti fleiri. Ég notaði fremur stórar flugur, nr. 3 og upp í 1/0. Það var komið undir kvöld og við vorum staddir niður við brúna, þegar ég sagði félögum mínum, að mig lang- aði til að renna í hyl, sem við sáum glampa á, hjá eyrunum neðan við bæ- inn Hvammsgerði, rétt ofan við árósinn. Þeir sögðu að ég skyldi fara þangað, fyrst ég hefði trú á því, en þeir nenntu ekki með mér. Ég labbaði þá heim að Hvammsgerði, til þess að tala við Bene- dikt og biðja liann um leyfi til að renna þarna. Það var auðsótt, en hann kvaðst ekki muna til, að lax hefði fengist í þess- um hyl, sem ég hafði séð glampa svo fallega á í kvöldbirtunni, en hann sagði að það hefði komið fyrir, að einn og einn fiskur hefði veiðst í hyl beint niður und- an bænum, en þó ekki eitt eða tvö síð- ustu árin. Ekkert vildi Benedikt taka fyrir leyfið, en ég sagðist þá a. m. k. ætla að reyna að veiða handa honum bleikju í pottinn. Kvað hann það vel þegið, en ekki skyldi ég samt gera mér neitt ómak vegna þessa, eða taka á mig krók til að koma við þar, þegar ég færi aftur til félaga minna. Ég arkaði nú af stað niður að ánni og hugsaði mér að reyna fyrst í stóra l'ohi.iH í Selá. Hann er skammt innan við Hró- aldsstaði og ekki fiskgengur. hylnum, sem nú var farið að slá roða á frá sólsetrinu. Ef ég yrði ekki var þar, ætlaði ég að nota þessa stund fram að myrkrinu til þess að prófa hylinn nið- ur undan bænum. Ég nam staðar efst við hylinn. Hann er á að gizka 80 metra langur og strengur niður í hann miðj- an og síðan lygna við austurlandið. — Strengurinn og dýpið er meira mín megin, og neðst endar hylurinn svo á breiðu broti. Veður var gott, logn, hlýtt, skýjað í norðaustrinu og litbrigði mikil. Hvað á nú að prófa? Rétt að reyna fluguna. 8 Veiðimaðurinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.