Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 11

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 11
Ég lít í flugnaveskið. Þar er nú ekki um auðugan garð að gresja. Þær voru ekki margar flugurnar í því, þegar ég fór að lieiman, og ekki hefur þeim fjölgað. Það er auðvelt fyrir óvanan mann að kasta þeirn af sér, þegar liann er að flýta sér að kasta aftur fyrir fiskinn, sem elti. En þarna er fluga með sömu aðallitum og skýjaslæðurnar í norðvestrinu — rauð og svört — eða hverju eiga laxaflugur að líkjast? Hvað heitir hún? Hún er sennilega hnýtt af William Pálssyni á Halldórs- stciðum í Laxárdal í Þingeyjarsýslu. Lík- lega nafnlaus. Ég hnýti hana á. Venju- lega byrja ég að kasta á hyljina talsvert ofar en ég býst við að laxinn taki; en nú er tíminn naumur og því byrja ég um miðjan streng. Ég kasta yfir í lygn- una og læt fluguna sökkva vel og slá síðan upp að vesturlandinu. Ég dreg andann rólega. Engin hreyfing í hyln- um. Hér virðist allt steindautt. Ég færi mig um eitt skref eftir tvö eða þrjú köst. Allt í einu hrekk ég við: Kippur í fær- ið, boði, sporður á vænum laxi kemur upp úr vatninu og hverfur jafnskjótt aftur. Ég bregð við honum. Ég fer gæti- lega með þennan fisk, vanda mig, því mér er mikið í mun að halda honum. Hann tekur nokkrar snarpar rokur, stekkur og hamast á ýmsa vegu, en eftir á að gizka 20 mínútna viðureign landa ég honum neðst við hylinn. Þetta var nýleg 12 punda gála. Aftur flýgur flug- an yfir strenginn, og í fimmta kasti er annar lax á. Ég landa lionum á sama stað. Hann er jafnstór þeim fyrri. Nú altekur veiðilmgurinn mig. Það er talsvert farið að skyggja, og tíminn því naumur. Ætli það sé ekki fljótlegra að taka þá á spón? Ég hnýti í skyndi spón á flugustöngina. Kaststöng á ég ekki til. Ég fer yfir allan hylinn, en verð ekki beins var. Skyldu þeir ekki hafa verið Hornbreiða, skammt neðan við fossinn. Einn bezti veiðistaðurinn i ánni. fleiri þarna, eða vill hann aðeins flug- una? Ég get reynt að bjóða honum maðk, áður en ég hnýti fluguna á aftur. Ég kasta maðkinum nokkrum sinnum, en ekki er hreyft við honum. Þá er það flugan aftur, og um leið og hún kemur í vatnið, er fiskur á. Hann er erfiður, stekkur ekki, en rásar nokkuð og ligg- ur þungt í; en ég næ honum á land að lokum. Hann var 14 pund. Ég er í kapphlaupi við myrkrið. Enn kasta ég á hylinn, nú efst í strenginn, þar sem straumurinn er stríðastur. í honum miðjum er dálítið lygnara; þar myndast 9 Vf.iðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.