Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Side 18
veiðivötnum. Ennfremur er vitað, að
hann er hinn mesti vágestur fyrir fugla-
lífið í landinu. Landsyfirvöldunum er
líka fyrir löngu orðið ljóst, að hér er
skaðræðisdýr á ferð, því svo sem kunn-
ugt er hefur minkaeyðir starfað hér mörg
undanfarin ár. Hitt er svo annað mál,
hve mikið gagn hefur verið að starfi
hans, a. m. k. er það staðreynd, að minkn-
um fjölgar sífellt og hann leggur undir
sig fleiri og fleiri svæði með hverju ár-
inu, sem líður. Alþingi er líka orðið ljóst
nú, að róttækari eyðingaraðferða þurfi
við, því tillaga kom fram í Sameinðu
þingi í fyrra, um að rannsaka, hvort ekki
væri unnt að finna nýjar leiðir í því
efni. Á fjárlögum 1956 var veitt millj.
kr. til eyðingar refa og minka. Búnaðar-
þing hefur einnig látið málið til sín taka.
Skoðanir manna hafa verið mjög skipt-
ar um það, hve miklu tjóni minkurinn
valdi á fiskistofnunum. Ýmsir vilja gera
lítið úr því og telja jafnvel að liann geri
meira en að bæta upp það sem hann
eti af fiski, með því að drepa öndina.
Aðrir halda því hins vegar fram, að
hann drepi að vísu endur, en gallinn sé
aðeins sá, að hann nái yfirleitt ekki fiski-
öndinni. Hún er mjög stygg og erfitt
að komast að henni. Það eru því skað-
lausu endurnar, sem aðallega verða fyrir
barðinu á honum. En allir munu vera á
einu máli um það, að mikil eftirsjá
væri að þeim, ef þær hyrfu frá ám og
vötnum. Sama máli gegnir um margar
aðrar fuglategundir, sem við vildum ekki
fyrir nokkurn mun missa. Það er skoðun
allra, sem gerst vita um lifnaðarháttu
minksins, að hann sé allra vágesta verst-
ur fyrir fuglalífið í landinu. Björn
Blöndal segir t. d. í bók sinni, Vinafund-
um: „Mest hætta stafar þó fuglalífinu
af minknum, sem vel gæti útrýmt fugl-
um, sem nú eru algengir, ef ekki er
staðið betur á verði gegn þessum háska-
grip en nú er gert?“ Hér talar maður,
sem óhætt er að trúa. Hann hefur háð
harða baráttu við minkinn, fuglum og
fiski til verndar, í landareign sinni og
nágrenni.
Þeir sem lítið vilja gera úr skaðsemi
minksins, byggja þá skoðun aðallega á
því, sem þeir hafa heyrt eða lesið um
lífsvenjur hans í öðrum löndum, t. d.
Ameríku. Þar má segja, að hann vinni
fyrir mat sínum og máske vel það. Þar
leggst hann á nagdýr, sem vinna mikið
tjón, og einnig étur hann fisktegundir,
sem eru hættulegar seiðum annarra teg-
unda, sem menn vilja vernda. Rann-
sóknir hafa þó leitt í ljós, að á sumrin
er aðeins 3% af fæðu hans fiskur, en
kemst upp í 18% að vetrinum. Hann
hefur nóg af smádýrum til að gæða sér
á, og þegar hann getur valið á milli,
kýst hann kjöt og heitt blóð. En þurfi
liann á því að halda, liikar hann ekki
við að ráðast á fiska, og vitað er að hann
hefur ráðið niðurlögum laxa og silunga,
sent hafa verið upp í 10—12 pund.
Hér á Islandi eru aðstæður mjög á
annan veg en í Ameríku. Hér er úr
miklu minna að moða. Dýrategundir
þær, sem minkurinn lifir aðallega á þar,
eru ekki til hér, þess vegna hlýtur hann
að leggjast á fugla og fisk. Minkar geta
ferðast ótrúlega hratt. Talið er að þeir
geti farið um 100 ekrur — 40 hektara —
á einni nóttu. Eins og áður var sagt hef-
ur hvert dýr sitt umráðasvæði, og sé
þar gott veiðiland, getur það látið sér
nægja lítið svæði, en þar sem erfitt
16
Veioimaðurin.n