Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Síða 19

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Síða 19
er til fanga, færa þeir út kvíarnar og fara þá oft óraleiðir á einni nóttu. Eins og nú er komið má eflaust búast við þeim livar sem er á landinu. Þeir þurfa ekki langan tíma til að flytja sig og nema nýtt land. Kunnugir menn telja að nú þegar sé orðið svo mikið af mink í landinu, að hann sé farinn að gera mikinn usla við ár og vötn. Og vitanlega verður tjónið, sem hann veldur, meira með hverju árinu, sem líður, nema fundin verði einhver snjallari ráð til að halda honum í skefj- um en hingað til hefur tekizt. Þar sem hann hefur sezt að við veiðivötn sjást iðulega merki þess, að hann getur verið stórtækur. Hann drepur oft meira en hann þarf sér til viðurværis, eins og Björn Blöndal segir í fyrrnefndri bók. S.l. sumar var skýrt frá því í einhverju dagblaðinu í Reykjavík, að leyfar af sex löxum, þar af einum 7 punda, hefðu fundizt hjá minkagreni við Miðfjarðará. En hann étur líka seiði. Veiðimaður sá mink með ca. 8 cm. langt seiði upp við Artúnsá á Kjalarnesi í sumar sem leið. Björn Blöndal segist hafa séð „hóp af 10—15 cm. löngum laxaseiðum, er mink- ur hafði veitt og borið í bæli sitt.“ Hann hefur einnig eftir Þorsteini Snorrasyni, bónda á Hvassafelli í Norðurárdal, að minkar hafi kornizt þar í klakhúsið og tekið seiði úr klakkössunum. Minkur hikar ekki við að fara heim að bæjum, þótt styggur sé, ef hann sér færi á að ná í eitthvað ætilegt. Fyrir tveim- ur árum var veiðimálastjóri við merk- ingar austur við Skálabrekku. Bóndinn þar hafði tekið frá um 100 fiska til þess að merkja og látið þá í gamla steinþró. Taldi hann ástæðulaust að breiða yfir þróna, því að fiskurinn mundi vera ör- uggur þar, bæði fyrir fuglum og dýrum. En þegar átti að fara að merkja, voru nálega allir fiskarnir horfnir — aðeins 5 eða 6 eftir. Minkurinn hafði tekið þá. Þá hefur það einnig komið fyrir, að hann hefur stolið 5—6 punda löxum frá veiði- mönnum, t. d. við Elliðaárnar og víðar. Reynslan hefur sannáð spár þeirra manna, sem beittu sér gegn því, að rán- dýr þetta yrði flutt inn í landið. Það hefur þegar reynzt hinn versti vágestur fyrir fuglalífið og valdið talsverðu tjóni öðru við veiðivötnin. Og þar eð því fjölgar eins ört og raun ber vitni, má búast við að öll kurl séu ekki enn komin til grafar um skaðsemi þess. T. d. bend- ir Björn Blöndal á það í fyrrnefndri bók, að þegar fuglum fari að fækka og lítið verði um annað æti, sé hugsanlegt að minkurinn leggist á unglömb. Það er því sýnilegt, að brýn þörf er á miklu öflugri ráðstöfunum en þeim, sem þegar hafa verið gerðar, til þess að hefta út- breiðslu hans. Björn telur að eitt bezta ráðið sé að ala hér upp hundakyn, sem geti rakið slóðir dýrsins og vísað á það. Hann hefur sjálfur mikla reynslu af þeirri aðferð, því að þeir feðgar höfðu lagt að velli um 200 dýr, sennilega flest með aðstoð hundsins Skugga, þegar bók- in var rituð. Væru slíkir hundar til nógu víða, myndu þeir leggja að velli stóran hóp minka ár hvert. Ef nokkur verulegur árangur á að nást í þessu efni, þarf að herja á minkinn jafnt og þétt samtímis á öllum þeim svæðum, sem hans verður vart. Hann má hvergi eiga friðland. Eins og að líkum lætur líta stang- veiðimenn minkinn óhýru auga, bæði vegna fuglanna og fisksins. Okkur myndi Vf.iðimaðurinn 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.